TEN LITTLE NIGGER BOYS, sá síðast fór út og hengdi sig. Mikið vildi ég að ég hefði skrifað eftirfarandi

 

 

Mikið vildi ég að ég hefði skrifað þetta, stórgóð grein sem allir ættu að lesa:  

Það fer óneitanlega vel á því að þegar litli negrastrákurinn minn, Gunnar Hávarður Dagur kom í heiminn í Bandaríkjunum, skuli uppá Íslandi vera endurútgefin einhver einkennilegasta barnabók íslenskrar tungu, bókin “tíu litlir negrastrákar”, sem þýdd er upp úr hinni ástsælu bandarísku barnabók: “Ten Little Niggers”.

Bandaríska barnabókin “Ten Little Niggers” var gefin út fyrst fyrir um það bil hundrað árum en hefur af einhverjum furðulegum ástæðum ekki fengist í allnokkurn tíma á enskri tungu. Þessi bók lýsir á athygliverðan hátt hvernig tíu lítil svört börn deyja vofveiflegum dauðdaga, ýmist af eigin hendi eða annarra (sjá t.d. myndir Muggs hér til hliðar). Dauðdagi þeirra rímar vel við viðhorfin til blökkumanna í Bandaríkjunum á þeim tíma sem bókin kom út, litlu negrastrákarnir deyja úr leti, heimsku, hræðslu, græðgi, ofdrykkju, vitfirringu, ofbeldi, osfrv. Í íslensku bókinn hefur af mikilli smekkvísi íslenskra hreintungusinna orðinu “nigger” verið snúið í “negri” ásamt öðrum lítilsháttar lagfæringum, m.a. er varðar blóði drifna dauðdaga negranna. Endir bókarinnar, til dæmis, er öðruvísi en upprunalega útgáfan segir til um. NegrastrákarÍ einni bandarískri útgáfunni sem ég rakst á er endirinn þessi: “One little nigger boy left all alone. He went and hanged himself and then there were None ... “ en þessi dauðdagi var einmitt algengur meðal blökkumanna í Bandaríkjunum á þeim tíma sem bókin var skrifuð. Í íslensku útgáfunni giftir síðasti litli negrastrákurinn sig hins vegar og eignast tíu börn, sem væntanlega geta látið sig hlakka til svipaðra málaloka og frændur sínir, enda líta þeir allir eins út í listrænni túlkun Muggs: með feitar rauðar varir, allsperir í lendarskýlu, dálítið rottulegir á svip, og — auðvitað — bikasvartir. Ég sé að heima á Íslandi eru menn víst furðu lostnir yfir því að einhver reið móðir svarts barns finnist ekki við hæfi að fjöldamorð lítilla blökkubarna séu borin a borð fyrir önnur íslensk börn sem skemmti- og aðhlátursefni. Hvað er þessi kona að vilja uppá dekk, spyrja varðhundar íslenskrar menningar, móðir og másandi af hneykslun? Á ekki bara að mótmæla Andrési Önd næst, Mjallhvíti og Dvergunum Sjö?

En úr hvaða jarðvegi sprettur nú þetta listræna stórvirki, sem menningarsaga Íslendinga bersýnilega kallar á að sé endurútgefið með mikilli viðhöfn, og er rúllað út á viðhafnarsvæðum í íslenskum bókabúðum? Bandaríska barnagælan sem hún byggir á, og þau viðhorf sem hún lýsir til svertingja, sprettur úr jarðvegi hins svokallaðs Jim Crow tímabils í Bandaríkjunum, en það orð er notað yfir tímabil bandarískrar sögu frá lokum Þrælastríðsins (1865) til upphafs the Civil Right Movement (um 1960). Sú kúgun sem blökkumenn urðu fyrir á þeim tíma fólst ekki eingöngu í því að þeim var bannaður aðgangur að opinberum stofnunum, veitingahúsum, og jafnvel salernum. Kúgunin fólst einnig í því að blökkumenn voru lítilsvirtir með margskonar hætti. Nafnið Jim Crow, til dæmis, sem þetta tímabil er jafnan kennt við, er nafn tilbúins karakters, trúðslegs svertingja sem hafði alla þá eiginleika sem svertingjar á þessum tíma voru sagðir búa yfir: Hann var latur, hræðslupúki, vitlaus, borðaði of mikið ef hann fékk mat (en sá var háttur þræla ef að húsbændur þeirra stjórnuðu ekki átinu, þeir gátu hreinlega sprungið af ofáti blessaðir vitleysingarnir), drakk of mikið áfengi, átti ægilega mörg börn (tíu?), því hann hafði auðvitað ekki stjórn á kynferðskenndum fremur en öðrum (sem var auðvitað heppilegt því að ef 10 negrastrákar voru drepnir, spruttu aðrir upp eins og gorkúlur), hann var ofbeldisfullur, alltaf syngjandi, og svo framvegis og framvegis. Í alls kyns öðrum hlutum en Jim Crow karakternum (sem var vinsælt skemmtiefni meðal annars í leikhúsum landsins) braust fram svipuð lítilsvirðing. Blek í penna var auglýst sem "niggers milk" með mynd af litlum negrastrák að drekka blek til að auglýsa vöruna. Á þessum tíma voru svertingjar sýndir í popúlar kúltur dýrslegir á svip, með stórar rauðar varir, yfirleitt hálfnaktir í lendarskýlum og auðvitað bikasvartir. Nær dýrum en mönnum. Og kúltúr Jim Crow tímabilsins tók á sig hinar ótrúlegustu myndir. Til dæmis voru gefin út póstkort af litlum svörtum börnum undir yfirskriftinni "krókudílafóður". Svo var líka gefin út barnabók sem lýsti dauðdaga 10 blökkubarna í brandaraformi, þar sem þau deyja úr frægustu löstum niggara, leti, hugleysi, ofáti, heimsku, ofdrykkju áfengis og svo eigin ofbeldi, enda aðeins steinsnar frá dýrum, blessuð svörtu skinnin. Síðasta barnið deyr svo á þann hátt sem Ku Klux Klan notaði til að murka lífið úr litlum negrastrákum. Litli negrastrákurinn er hengdur en helsta sport Ku Klux Klan manna var nú einmitt að klæða sjálfa sig í hvít lök í skjóli nætur og hengja litla negrastráka. Bók þessi þótti áreiðanlega mjög fyndin og skemmtileg í suðuríkjum Bandaríkjanna fyrir hundrað árum, enda rímuðu dauðdagarnir svo ægilega krúttlega, og ef til vill þótti sérstaklega finnist að barnið skyldi hengja sig sjálft frekar en að bíða eftir því að riddarar KKK kæmu nú í hvítu lökunum sínum og sæju um það eins og þeirra var von og vísa.

Nú þegar sonur minn, litli negrastrákurinn, er kominn í heiminn hérna í New York borg spyr ég auðvitað sjálfan mig hvort ég eigi ekki að lesa fyrir hann hina skemmtilegu íslensku bók, framlag Íslendinga til barnaheimsbókmenntanna, enda barnabækur af þessum tagi illfáanlegar á 21. öld í hinum þröngsýnu Bandaríkjum. Mér skilst á formanni íslenskra bókaútgefanda að þessi bók sé sérstaklega miklvægur þáttur íslenskrar menningararfðleifar sem vissulega þurfi að halda að þjóðinni. Mér skilst líka á einhverjum aðstandenum útgáfunnar að það sé ákaflega viðeigindi að gefa þessa bók út til að heiðra minningu Muggs, hins merka íslenska myndlistamanns, og þetta er nú aldeilis góð leið að því marki. Og mér skilst líka á íslenskum fyrirmennum, alþingismönnum og menningafrömuðum, að þeir lesi þessar heimsbókmenntir fyrir kornung börn og barnabörn, og þau skríki af gleði og hlátri yfir hinum fyndnu og blóði drifnu örlögum negrastrákanna, enda verða líka til fleiri negrar í enda sögunnar, eins og einn benti á, þannig að allt er gott sem endar vel, enda líta negrastrákar Muggs allir eins út svona svartir og rottulegir. Og hvers eiga íslensk börn að gjalda? Eigum við að láta þau missa af þessari stórfenglegu blóði drifnu hámenningarlegu skemmtan, hluta af sjálfum menningararfi Íslendinga? Bersýnilega ekki að flestra mati á Íslandi, hérna til hliðar er mynd af bókinni á viðhafnarstað í hillum hjá Máli og Menningu ásamt öðrum barnabókum, og bleikum böngsum, og geri ég ráð fyrir að þetta sé metsölubók á Íslandi. Mér skilst að samkvæmt einhverri skoðanakönnun fyndist 88 prósent Íslending þessi bók hreint fyrirtak. Jamm, verður maður ekki að lesa þetta stórfenglega menningarafrek fyrir Gunnar litla, spyr ég sjálfan mig?

Mitt svar er þetta: Ég á mjög bágt með að sjá sjálfan mig útskýra fyrir litlu barni að einu sinni hafi þótt viðeigandi í suðurríkjum Bandaríkjanna að lýsa litlum negrastrákum eins og honum sem svo lötum, vitlausum, ofbeldisfullum og huglausum að þeir dræpust í unnvörpum og að í ofanálag hafi það þótt afskaplega fyndið. Sú umræða mun eiga sér stað á réttum stað og tíma, því þegar hann er orðinn 16 ára gamall heiti ég þessu: Ég ætla að fara með hann í heimsókn í safn í Ferris State University sem að heitir Jim Crow Museum of Racist Memorabilia og er reist til að minna fólk á mannhatur og illsku í heiminum. Kannski ég sýni honum fyrst frægt póstkort. Á því sjást hundruðir hamingjusamra fjölskyldna í nestisferð í guðsgrænni náttúrunni. Hlæjandi og skríkjandi skoppa ljóshærðir hnokkar um völl. Í bakgrunninn sést tilefni þessarar nestisferðar. Uppi í tré þar hangir lítill negrastrákur í reipi. Ólíkt tíunda negrastráknum úr bandarísku barnagælunni sem nú kemur út í viðhafnarþýðingu á Íslandi fékk hann hins vegar hjálp manna í hvítum lökum við henginguna og er það tilefni þessa mikla fögnuðar og nestisáts. Á öðrum stað í þessu safni sýni ég honum kannski líka ljósmyndir af þrælum og myndir af lausnarbréfum þeirra heppnu sem gefið var frelsi. Á veggnum heima í stofu, útskýri ég fyrir Gunnari, eigum við samskonar lausnarbréf fyrir langa-langa-langa ömmu hans Kitty Mudd, sem fékk lausnarbréf 1855, þegar hún var lítil negrastelpa, 13 ára að aldri. Svo á ég eftir að sýna honum á öðrum stað í safninu frægar myndir af Marteini Lúteri King að taka þátt í mótmælum meira en 100 árum seinna, laminn niður af æstum hvítum skríl og geltandi hundum, því að litlir negrastrákar vildu fara í skóla með hvítum börnum. Ef vel er að gáð, má ef til vill sjá glitta í afa Gunnars Hávarðs, Hávarð Croft, í einni myndinni frá hátindi the Civil Rights Movement í Mississippi, umkringdan hvítum múg sem hrækir á hann og skyrpir [þeir Hávarðar tveir eru á myndinni hérna að ofan]. Að lokum geng ég svo með Gunnari í eitt sérkennilegasta horn þessa safns. Þar er að finna alls kyns barnadót og glingur sem lýsir þeirri mannfyrirlitningu sem ríkti í garð svertingja á þessum tíma á afar sérstakan hátt. Þar er til dæmis púsluspil frá öndverðri 19 öld kallað "sundursagaðir niggarar." Svo get ég sýnt honum helsta menningarsögulega djásn Jim Crow Museum of Racist Memorabilia, sem lýsir ágætlega því tryllta og sjúka hugafari sem ríkti hjá illa upplýstu fólki í Bandaríkjunum fyrir meira en 100 árum. Þessi hluti safnsins virðist líka hafa athygliverða snertifleti við hugarfar 88 prósent Íslendinga í dag. Í opinberu safni í Bandaríkjunum sem helgað er mannhatri og rasisma má finna barnabók: Ten Little Niggers. "

Greinin er fengin að láni af bloggsíðu Gauta B. Eggertssonar.


Píka

Af hverju eru svo margir hræddir við að nota orðið "píka" yfir ytri kynfæri kvenna? Er það af því að þetta hefur verið notað á niðrandi hátt? Helv.....píkan þín! eða er það bara þetta skerandi "Í" í orðinu....sker þetta svona í viðkvæm eyru og gerir það dónalegt?

 ´Hvað finnst ykkur þarna úti ?


Compassion og personal power, íslensk þýðing takk

Hvernig mynduð þið þýða og túlka þessi orð á íslensku miðað við eftirfarandi texta. Mig vantar svo réttu orðin.

Compassion: What if compassion is not just an emotional response but a firm commitment to take care of ourselves and other ? What if compassion goes beyond our personal relationships with each other and is really a heartfelt and deliberate intention for the goodness of humanity as a whole ?

 

Personal power:Our personal power is the relationship with ourselves. Personal power is not so much our ability to control our outside world as it is our ability to declare who we are independent of what is happening to us?

 

 


Achmed - the dead terrorist


Gargandi snilld!

Kíkið á þennann snilling. Hann heitir Jeff Dunham og er "ventriloquist" uppistandari. Ég og Hlynur minn eigum erfitt með að halda þvagi þegar við horfum á hann;)

Hjálp hvernig set ég inn myndbönd?????

Getur einhver sagt mér hvernig ég set inn myndbönd ? ég er búin að reyna og reyna en ekkert gengur.........Angry

Ef á hinn veginn hefði farið..

...hefði stráksi átt framundan að upplifa gríðarlega höfnun og erfitt samband við foreldra sína. Mikið er ég fegin að svo fór ekki Smile Þetta gefur honum styrk sem hjálpar honum að standa af sér vitleysisganginn í þeim fáfróðu og hræddu. Foreldrarnir eiga hrós dagsins skiliðWizard

Gangi þér vel Eyjólfur í starfinu með ungliðahreyfingunniWizard 


mbl.is Af hverju verða sumir pabbar reiðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskaspjöld á þriðjudagskvöldi

Ósk

Síðast liðin þriðjudagskvöld höfum við haft opin kvöld í Sólstafahúsinu hér á Ísafirði frá 20 – 22.  Markmiðið er að fá sem flesta, ekki bara þolendur ,til þess að koma og spjalla við okkur  um hvernig við getum barist á móti kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum og fullorðnum.  Hvaða leiðir eru mögulegar, hvað við sem einstaklingar getum gert til þess að fyrirbyggja, greina og bregðast við kynferðislegu ofbeldi.  Við höfum setið og spjallað við kertaljós, ilmandi kaffi og þegar úti er veður vont höfum við jafnvel  haft  súkkulaðimola í skál.

Næstu þriðjudagskvöld ætlum við að prófa eitthvað nýtt.  Jafnframt því að spjalla munum við gera hin ýmsu verkefni. T.d., í þessari viku, þriðjudagskvöldið 9. okt,  ætlum við að útbúa óskaspjöld.  Hugmyndin kemur úr bók Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur, Móti hækkandi sól.

Við gerð óskaspjalda höfum við við hendina FULLT af tímaritum, skæri, stórt karton og límstift. Óskaspjöldin auðvelda okkur að láta drauma okkar og markmið verða að veruleika. Við flettum í gegnum tímaritin og í hvert sinn sem mynd eða texti kallar á okkur klippum við það út, sama hvað það er.  „The sky is the limit“ eins og einhver sagði. Myndirnar/textinn er síðan límdur á kartonið og óskaspjaldið er komið.  Óskaspjaldið höfum við með okkur heim og höfum á stað þar sem við skoðum það reglulega.  Með því að hafa drauma okkar og óskir fyrir framan okkur daglega aukast líkurnar á því að skrefin í áttina að þeim verði tekin.

Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa á að eiga notarlegt kvöld með góðu fólki við gerð óskaspjalda. Það eina sem þið þurfið að hafa með ykkur eru skæri og límstift ef þið eigið.

Látum drauma okkar rætast!


Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Okt. 2007

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband