Nokkrir einstaklingar innan kunningjahóps sem hafa hist reglulega á kaffihúsinu Langa Manga yfir kaffibolla, tóku sig saman og ákváðu að halda fegurðarsamkeppni í óbeislaðri fegurð, Í Hnífsdal þann 18 apríl sl.
Fegurðarsamkeppnin á sér enga líka, onei. "Óbeisluð fegurð" var titill hennar og þar kepptu 13 einstaklingar á misjöfnum aldri, misjafnlega mikið grannir eða bústnir, hrukkóttir, hávaxnir eða lágvaxnir, með hækjur eða án. Því meira sem lífið sást utan á þeim því betra. Keppnisreglurnar voru mjög einfaldar: þátttakendur áttu að vera komnir af barnsaldri, vera sem upprunalegastir sem þýddi að engar hárígræðslur, brjóstastækkanir eða aðrar lýtaaðgerðir voru leyfðar. Tilgangur keppninnar er að vekja athygli fólks á þeim kröfum og stöðlum sem fegurðariðnaðurinn setur varðandi útlit. Hópurinn bendir á að aðeins lítill hluti mannskys nái þeim stöðlum og alvarlegt sé að fólk sé jafnvel að látast úr lystarstoli vegna þeirra. Því ákvaðu þau að búa til sína eigin staðla sem byggja á náttúrulegri fegurð. Fólk eigi að vera stolt af líkama sínum og mörkum lífsins á honum eins og hrukkum og slitum.
ÓB hópurinn tók strax þá ákvörðun að allur ágóði af keppninni myndi renna til Sólstafa Vestfjarða, systursamtaka Stígamóta, sem ég og 5 aðrar konur hér fyrir vestan hafa verið að berjast fyrir að koma á fót.
Í dag kl 17 fór fram afhending styrksins til okkar og mættum við Inga Maja galvaskar, spenntar og ákaflega þakklátar Sólstafakonur til þess að taka við honum. Aldrei hefði okkur dottið í hug hve upphæðin var há!!!!!! 497.000 kr !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég er ennþá með gæsahúð! Við erum allar ótrúlega þakklátar og hrærðar yfir þessu. ÓB hópurinn, keppendurnir og allir þeir sem stóðu að þessari keppni eiga 100 falt húrrahróp skilið fyrir þetta, algörlega ómetanlegt að fá svona mikinn stuðning í nýhafinni baráttu okkar.
Lýk þessari færslu með tilvitnun:
Það eru aðeins miklar sálir sem skilja hve dýrðlegt er að gera gott.
-Sófókles
Ps. kíkið á síðuna okkar www.solstafir.is
Bloggar | 5.5.2007 | 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
"Hve lengi eigum við sem eigum um sárt að binda í sálinni að þurfa að berjast áfram á blóðugum hnúunum ?" spurði ég félagsmálaráðherra titrandi röddu á fundinum í gær.
Kl 20 í gærkvöldi var haldinn stjórnmálafundur hér á Ísafirði þar sem fulltrúar flokkanna í framboði héldu framsögur og svöruðu fyrirspurnum úr sal. Byrjað var á framsögunum, þar töluðu Birna Lár fyrir xD, Jóna Ben fyrir xV, Pálína Vagns fyrir xÍ, Guðbjartur Valdimars fyrir xS, Svanlaug fyrir xB og Kristinn H fyrir xF. Flestir stóðu sig vel sem ræðumenn en ræðurnar einkenndust þó af skítkasti yfir á hina flokkana. Nema reyndar hjá Pálínu sem var frekar á jákvæðu nótunum. Ég heyrði nú ekkert nýtt koma fram á fundinum. Undanfarið hef ég legið á netinu við lestur bloggsíðna, heimasíðna flokkanna og horft á flesta þá kosningaþætti sem hafa verið í sjónvarpinu. Það sem ég heyri og sé er mestallt loforð og skítkast. Hvorugt hefur hjálpað mér mikið við að ákveða hvaða flokkur eigi skilið mitt atkvæði.
Anyway, ég mætti sem sagt galvösk á fundinn með það í huga að hlusta með opnum huga á framsögumenn og jafnvel, í pissupásunni, að hitta á starfandi félagmálaráðherra, Magnús Stefánsson sem situr í 1. sæti á lista xB í NV. Ætlaði að ræða við hann um Sólstafi Vestfjarða, systursamtök Stígamóta, sem við gellurnar höfum verið reyna að koma á fót hér.
Nei, Harpa litla með ópalhjartað tók sig til og kom með fyrirspurn til hans á fundinum sjálfum. Nötrandi tók ég við hljóðnemanum byrjaði á því að kynna mig; "Harpa heiti ég og er þolandi kynferðisofbeldis....og ég er svolítið stressuð...."(aaaaarrrrg! svona segir maður ekki!!!).
Sagði ég frá því að með aðstoð fyrirtækja og einstaklinga á Vestfjörðum værum við hjá Sólstöfum Vestfjarða að reyna að koma á fót ráðgjafaþjónustu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Einu úrræðin sem hér væru er að fara til sálfræðings(karlmanns, sem oft er mjög erfitt fyrir konur sem karla sem lent hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi) á 3 vikna fresti og borga morðfjár fyrir, og jafnvel á 9-12 vikna fresti þegar veður er vont. Nei, takk.
Ég lauk fyrirspurninni á því að segja með kökkinn í hálsinum " hve lengi eigum við sem eigum um sárt að binda í sálinni að þurfa berjast áfram á blóðugum hnúunum?". Svo beyglaðist ég niður í stólinn andstutt og gráti nær. Á KOSNINGAFUNDI!!!!!! Andsk, helv, djö...hvað ég þoli ekki mitt litla viðkvæma hjarta. Pottþétt að ég er ekki á leið í pólitík.....Ímyndið ykkur mig á Alþingi, grátandi í pontu....eldrauð í framan og með suðurlandsskjálftann í beinum ?
Bloggar | 4.5.2007 | 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fékk þessa sérdeilis skemmtilegu sögu senda á póstinn minn...deili henni með ykkur.
Reynslusaga af vaxi
Ég raka venjulegast á mér lappirnar því ég er bara of nísk til að fara reglulega í vax til að ráða við þennan frumskóg á löppunum á mér. Síðan fór ég í Hagkaup um helgina og sá eitthvað rosalega sniðugt vax, auðvelt í notkun, sársaukalaust og það besta að maður á að vera laus við hárin í 4-5 vikur..... og það var á tilboði! Þannig að ég skellti mér á það.
Síðan svæfði ég börnin og fór síðan inn á bað til að byrja hreingerninguna, ætlunin var nefnilega að koma kallinum á óvart þegar hann kæmi heim úr ferðalaginu seinna um kvöldið. Ég tók vaxið upp úr kassanum, þetta var svona kaldir vaxrenningar sem átti að nudda á milli handanna til að hita áður en þeir væru settir á hárugu svæðin. Ég byrjaði að nudda renningana en sá fram á að það myndi taka alltof langan tíma og fékk því snilldarhugmynd. Ég lagði þá bara á borðið við hliðina á vaskinum, náði í hárblásarann, setti hann í botn og var nákvæmlega enga stund að hita þá.
Síðan setti ég þá á leggina á mér og....... þetta var.... heitt og alls.
ekki. sársaukalaust!
En ég viðurkenni þó að ég átti von á meiri sársauka, kona sem hefur gengist undir tvennar deyfilausar fæðingar og rúmlega 30 spor í hvort sinn, þolir nú alveg að 100+ hár séu rifin upp með rótum með einum vaxstrimli. Þannig að ég hélt áfram, kláraði lappirnar og eina rauðvínsflösku í leiðinni.
Þá fékk ég aðra brilljant hugmynd, ákvað að koma kallinum virkilega á óvart og leyfa honum að kíkja á eina sköllótta, það myndi án efa leiða til ýmissa skemmtilegra "æfinga". Þannig að ég athugaði með börnin, þau voru enn sofandi, náði mér í aðra rauðvínsflösku, hitaði vaxrenning, setti annan fótinn upp á klósettið og skellti renningnum í klofið..... og reif af. Ó MÆ GOD!!! Ó JESÚS KRISTUR!!! ÉG SÉ EKKERT, ÉG ER BLIND, ÞVÍLÍKUR SÁRSAUKI!!! Ég var blinduð af sársauka, sló niður hárblásarann og rauðvínsflöskuna áður en ég náði andanum aftur. Ég hélt ég hefði gelt sjálfa mig með því að rífa af mér hálfa píkuna! Ég þakkaði allavega fyrir að miðað við sársaukann þá gat ekki verið eitt stingandi strá eftir.
Ég leit á vaxrenninginn. FUCK! FUCK, SHIT, FUCK! Hann. var. tómur. Ekki eitt einasta hár á renningnum.... og ekki neitt vax heldur! HVAR VAR VAXIÐ??? Ég leit hægt niður, hrædd við sjónina sem beið mín..... allt vaxið af renningnum var í klofinu á mér. Ég leit til himins. WHY? Og gjörsamlega miður tók fótinn niður af klósettinu! Mistök! ÞVÍLÍK MISTÖK!
Ég gjörsamlega heyrði píkuna og rasskinnarnar límast saman!
Ég gekk um baðherbergisgólfið algjörlega miður mín og hugsaði hvað til bragðs skyldi taka. Hvernig get ég losnað við vaxið. Ég prófaði að toga það af með puttunum. Ekki góð hugmynd. Ég yrði að láta það leysast upp, bræða það á einhvern máta. Hvað bræðir vax? Mér varð litið á hárblásarann en hvarf strax frá þeirri hugmynd þar sem mig langaði ekki til að útskýra brunasárin á brunadeildinni niður á Borgarspítala. Vatn! Vatn bræðir vax.
Ég lét vatn renna í baðið, svo heitt að Saddam Hussein hefði kosið að nota það til að pynda óvini sína, ég aftur á móti dró andann djúpt, gekkst undir pyntingar sjálfviljug og settist í baðkarið.
Ég komst að nokkru sem ég hafði ekki vitað áður. Vatn bræðir ekki vax!
Neibb, 60 gráðu heitt vatn bræðir ekki vax, aftur á móti var ég nú límd föst við baðbotninn! Heilinn fór í óverdræv, hvernig gat ég bjargað mér úr þessari klípu? Eftir ýmsar tilraunir sem allar mislukkuðust, náði ég í Lady rakvélina mína og ákvað að skafa vaxið af! Ef ykkur langar til að vita hvernig það var legg ég til að þið rakið ykkur með ársgamalli vel notaðri rakvél, notið ekki vatn né nokkurs konar sápu. Þá komist þið nálægt því!
Ég var að reyna að skafa vaxið af þegar ég kom loksins auga á bjargvættinn minn. Hallelújah, Praise the Lord. Það fylgdi nefnilega með í pakkanum svona vax remover. Ég hafði bara ekki tekið eftir því fyrr. Ég flýtti mér að ná í bómull, hella slatta í og nudda yfir vaxið. ÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ! Klofið á mér brann! Það var eins og ég hefði hellt yfir það bensíni og kveikt í! En mér var sama því helvítis draslið virkaði. Því þoldi ég sársauka sem yfirgnæfði allan þann sársauka sem ég hafði upplifað við fæðingarnar og gerði mig 150% tilbúna í 10 fæðingar í viðbót.
Þegar ég var búin að hreinsa allt vaxið af skoðaði ég djásnið. Þrátt fyrir öll ósköpin hafði ekki. eitt. einasta. hár. horfið! Ekki. eitt. einasta!!!
Þegar maðurinn kom heim var ég búin að víggirða minn helming af rúminu.....
Bloggar | 2.5.2007 | 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Maí 2007
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Ungfrú Ísland fær níu
- Ný brú yfir Sæbraut: Gert í bongó blíðu"
- Tómas skipaður varadómari
- Vilja byggja hæð ofan á bæði húsin
- Ráðherrar hljóta að bera ábyrgð
- Reisa steininn við á fimmtudag
- Rithöfundar vilja lög um gervigreind
- Sólin breytir neysluhegðun: Lifnar yfir landanum
- Segja Rapyd íslenskt fyrirtæki
- Lausar lóðir í þjóðlendunum
Erlent
- Leyfa flutning ungbarnamatar á Gasa
- Grunaður Hamas-liði handtekinn í Danmörku
- Fyrirskipa Airbnb að fjarlægja eignir
- Konur handteknar fyrir alvarlega líkamsárás
- Vance og Rubio hittu Leó páfa
- Beitir óvenjulegum leiðum til að tryggja frið
- Trump ræðir við Pútín til að knýja á um vopnahlé
- Trump sendir Biden batakveðjur
- Trzaskowski leiðir eftir fyrstu útgönguspár
- Myndskeið: 6 km háir öskustrókar eldfjallsins