Létt á föstudegi

Ljóskan hringir í kærastan og segir: "Viltu vera svo vænn að koma hjálpa mér að pússla rosalega erfitt pússluspil, ég veit ekki laveg hvernig ég á að byrja ?"
Kærastinn spyr : Af hverju á myndin að vera?
Ljóskan: Miðað við myndina utan á kassanum þá á þetta að vera hani.
Kærastinn ákveður að fara að hjálpa henni með pússlið.

Þegar hann kemur hleypir hún honum inn og leiðir hann að borðinu þar sem hún hefur dreift úr öllum bitunum í pússlinu.
Hann skoðar bitana í smástund, lítur á kassann, snýr sér þá að henni og segir : "Í fyrsta lagi, alveg sama hvað við gerum, eigum við ekki eftir að geta sett bitana þannig saman að þeir muni á nokkurn hátt líkjast hana."
Hann tekur í hönd hennar og segir: "Í öðru lagi, vertu róleg, fáum okkur góðan tebolla og svo skulum við..." segir hann andvarpandi.......





(niður)

 

 

 

 

 

 


(niður)



 


















"..setja allt kornflexið í kassann aftur."


Smelltu á hlaupara

Eins og þið vitið þá hef ég verið að vinna að uppbyggingu Sólstafa Vestfjarða, systursamtaka Stígamóta. Þar sem starfsemin er að öllu leyti rekin á styrktarfé og sjálfboðavinnu langaði mig að benda ykkur á þetta :
Á þessari síðu: http://www.marathon.is/pages/aheit/ getur þú leitað að hlaupurum sem eru skráðir í Reykjavíkurmaraþon Glitnis og hafa valið að hlaupa í þágu góðgerðarfélaga.
Einnig er hægt að leita eftir ákveðnu góðgerðarfélagi og sjá hverjir hafa skráð sig til þess að hlaupa í þágu þess.
T.d. ef þið sláið inn Sólstafir Vestfjarða (blikk blikk....:), fáið þið upp fjóra einstaklinga sem ákveðið hafa að hlaupa í þágu þess.
VeljaNafnFæðingardags.VegalengdGóðgerðarfélag
Ásrún Sigurjónsdóttir18. sep. 198710 kmSólstafir Vestfjarða
Guðrún Arnardóttir29. júl. 199510 kmSólstafir Vestfjarða
Halldór Halldórsson25. júl. 196410 kmSólstafir Vestfjarða
Ingibjörg María Guðmundsdóttir16. jan. 196710 kmSólstafir Vestfjarða
Koma svo, smella á hlaupara og heita ákveðinni upphæð ef hann klárar!!!!!!!
Kveðja
Harpa

Sendiráð USA heimsækir Sólstafi

Tekið af www.bb.is :

 

 Sendiradsheimsokn

"Stjórnmálaerindreki bandaríska sendiráðsins heimsótti Sólstafi

Brad Evans, stjórnmálaerindreki sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi, og Axel V. Egilsson, stjórnmálafulltrúi stjórnmáladeildar þess, heimsóttu Sólstafi, systursamtök Stígamóta á Vestfjörðum, í gær. Heimsóknin var liður í upplýsingaöflun þeirra fyrir árlega skýrslu um mannréttindamál. Einnig heimsóttu þeir Fjölmenningarsetur og hittu bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. „Þetta var frábær heimsókn, og mikil viðurkenning fyrir okkur að þeir hafa tekið eftir starfi okkar“, segir Harpa Oddbjörnsdóttir, Sólstafakona. „Við sóttum þá út á flugvöll og sýndum þeim helstu staði á svæðinu. Síðan fórum við í Sólstafahúsið og áttum gott spjall. Þeir sýndu starfi okkar mikinn áhuga og sögðu að þessi málaflokkur væri einn mikilvægasti málaflokkurinn í mannréttindamálum yfirleitt.“

Helsta verkefni stjórnmáladeildar bandaríska sendiráðsins er að fylgjast með, greina og skýra stjórnvöldum í Washington frá þróun stjórnmála á Íslandi. Stjórnmálaerindrekinn er í reglulegu sambandi við íslenska stjórnmálamenn, fulltrúa ríkisstjórnarinnar, verkalýðsleiðtoga og aðra áhrifamikla íslenska borgara. Stjórnmáladeildin gegnir auk þess lykilhlutverki í upplýsingaöflun og vinnslu á fjölmörgum skýrslum um Ísland sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna gefur út árlega samkvæmt fyrirmælum frá Bandaríkjaþingi.

thelma@bb.is "


Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Ágúst 2007

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband