MAC förðunarskóli

Mig hefur lengi langað í þennan skóla en aldrei þorað að láta mig dreyma því þetta er dýrt nám. Grunnnámskeiðið er 295 þús kr og tekur 8 vikur. Ef ég ætti peningana væri svo sem ekki mikið mál að fara þar sem ég myndi annaðhvort taka mér launalaust frí í þessar vikur eða reyna að vinna tímabundið hjá sýslumanni í Rvk jafnvel.

 

En peningarnir eru ekki til, laaaaaaaaaaaaaaaaaang í frá. Ég get ekki tekið lán fyrir þessu og ekki eigum við þetta inn á bankabók.... Við höfum látið hvarla að okkur að selja bílinn en við verðum að vera með bíl. Að auki stoppar greiðsluþjónustan okkur þar sem ég get ekki verið launalaus í 2 mánuði. En kannski eftir 2-3 ár, þ.e ef við verðum ekki komin með barn og kannski greitt niður eitthvað af skuldunum.

 

Ég ætla samt að láta mig dreyma því hvað væri lífið án þess? Þangað til að ég get farið í skóla þá ætla ég að æfa mig og æfa og allir eru velkomnir í heimsókn svo ég geti æft mig. Ekki alltaf jafn gaman að farða sjálfan sig.... Ég er smám saman að sanka að mér vörum og hefur Elma yndislega verið dugleg að hjálpa mér við það :)

 

Jæja gott fólk, haldið áfram að láta ykkur dreyma því þá hafið þið eitthvað að stefna að:)

knús Harpa


Bloggfærslur 30. júlí 2006

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband