Óbeisluð fegurð, við eigum ykkur mikið að þakka!!!!!!

Ég var að enda við að horfa á sýningu Rúv á heimildarmyndinni um keppnina Óbeisluð fegurð. Að sjálfsögðu fór ég á sýninguna hér í Ísafjarðarbíói um daginn og fagna því mjög hve fljótt hún er sýnd í sjónvarpinu. Sýningin hér á Ísafirði var núna bara í lok október og hún er sýnd i dag í sjónvarpinu ekki einu sinni mánuði seinna. Snilld.

Allur aðgangseyrir rann til Sólstafa Vestfjarða sem og aðgangseyrir að myndinni þegar hún var sýnd í bíói hér fyrir vestan. Í það heila fengu Sólstafir rúmlega hálfa miljón ísl kr. Stórkostlegt framlag þeirra á stóran þátt í því að við hjá Sólstöfum getum haldið áfram starfi okkar.  Við erum þeim ævinlega þakklátar fyrir að allar þessar  góðu sálir tóku þátt, sérstaklega þar sem það var mikil áskorun fyrir hvern og einn að koma svona fram á hreinskilinn og fallegan hátt. Stíga inn í óttann eins og við segjum. Ofboðslega hugrakkt fólk sem á allt gott skilið. Og hópurinn sem skipulagði keppnina á líka inni mikið þakklæti frá okkur. Enda þegar við hugsum til þeirra þá liggur við að við hneigjum okkur ósjálfrátt. Matta, Eygló, Íris, Gummi og Gréta þið eruð frrrrrrrrrrrrrrrráááááááábæææææææærrrrrr!!!

knús og klemm

Harpa


Þynnka dauðans hrjáði leikarann...að vera þunnur, eða vera ekki þunnur..það er spurningin

26 ára afmælisdagur bónda míns fór svona fram:

  • hann skreið heim kl 08:00 úr frumsýningarpartíinu. Dró sem sagt sauðslegur til baka þá yfirlýsingu sem hann gaf fyrr í vikunni að hann ætlaði sér ekki að vera síðasti maðurinn heim úr frumsýningarpartíinu.
  • svaf til svona 13:30, skreiðo þá framúr og inn í sturtu. Kom niður, fór hálffullur ennþá að kaupa heimsborgara úr Hamraborg í "morgunmat". Gúffaði í sig "morgunmatnum", tók upp afmælispakkann frá mér (National Lampoons Christmas Vacation myndin með Chevy Chase, nýji diskurinn með Hjálmum og miða á stórtónleika Dúndurfrétta).
  • Vældi í sófanum dógóða stund af þynnku. Leið ekki vel.
  • Skrölti fljótlega upp stigann og upp í rúm og svaf þar til 17:30
  • Kom niður í krumpaðri skyrtu. Rölti niður í Edinborgarhús til þess að undirbúa sig fyrir aðra sýningu....
  • Ég hreinlega veit ekki meira um greyið hann Hlyn minn, hann kemur líklega heim eftir að ég fer að sofa. En á morgun ætla ég líklega að bjóða honum út að borða á hótelið eðeikkað.

knús og klemm góða fólk! Verið góð við hvort annaðHeart


Laaaaaannnnnng fallegasti maður í heimi!!!!

fallegasturÞessi maður, fallegasti slökkviliðsmaður á Íslandi á afmæli í dag. Í dag er hann 26 ára gamall, einungis 4 árum yngri en ég hehehehe;) Hann er laaaaaannnngg  yndislegasti, skemmtilegasti, gáfaðasti, flottasti og fallegasti maðurinn minn í heiminum!

Sætasti maður í heimi 

Í kvöld fór ég á frumsýningu Skugga Sveins hér á Ísafirði þar sem maðurinn minn fallegi var að leika útilegumann. Undanfarnar vikur höfum við ekki sést mikið þar sem hann hefur verið upptekinn á æfingum og ég upptekin við eitthvað annað. Hæ og bæ einu orðin sem okkar hefur farið á milli síðastliðna daga. En já, í kvöld var frumsýningin. Maðurinn minn sem hefur undanfarnar vikur hamast við að safna skeggi til þess að vera sem útilegumannalegastur, stóð sig eins og hetja á sviðinu!!! Ég hreinlega kiknaði í hnjáliðunum við að sjá hann þarna uppi, skítugann, skeggjaðann og flottann;) Grrrrrrr......!

En já, elsku fallegi maðurinn minn, til hamingju með afmælið ástin mín! Þú ert yndislegastur og ég elska þig mest af öllu!!!!


Bloggfærslur 18. nóvember 2007

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband