Hin fullkomna fjölskylda, hið fullkomna líf

Á Skjá 1 er verið að sýna gamla þætti sem heita 7th Heaven. Þættirnir eru frá árinu 1996 skilst mér(kíkti á Wikipedia.....) og enduðu núna á síðasta ári. Ég hef séð nokkra þætti þar sem þeir voru á dagskrá fljótlega eftir að vinnu lauk hjá mér á daginn. Kveikt er á sjónvarpinu nonstop þegar við erum heima. Já við erum þessi kynslóð...... Síðan var sýningartímanum breytt, bara sýnt á helgum núna.

 happy_family_cvr2

Sem sagt, þættirnir fjalla um fjölskyldu í USA, prest, prestfrú og börnin þeirra FIMM, tveir strákar og þrjár stelpur.  Húsmóðirin heimilisins er húsmóðir dauðans. Í þeirri meiningu að hún gerir ALLT á heimilinu þar sem hún er heimavinnandi, þvær, bakar, eldar, sér um garðinn, þrífur húsið og elur upp börnin(nema þegar einhver vandamál koma upp, þá kemur eiginmaðurinn til sögunnar og þau, í sameiningu, leysa vandann á mjög svo svona-á-að-ala-börn-upp hátt). 

Krakkarnir ala líka hvort annað upp eftir aldri. Sá elsti, strákur,  passar upp á sér yngri systur og yngri strákurinn passar upp á yngstu systurina.  Allir eru að sjálfsögðu mjög réttsýnir, gáfaðir, geta nánast allt, skilja allt á endanum, eða eins og einhver sagði the all american perfect children.  Þau gera þó mistök sem þau að sjálfsögðu læra af með mjög skýrum hætti. Við aðrahverja setningu sem sögð er í þættinum, ef ekki hverja setningu, hugsa ég „MESSAGE“!!  Hver setning virðist vera hlaðin miklum boðskap....

Presturinn og prestfrúin lifa í hinu FULLKOMNA hjónabandi, ástfangin upp fyrir haus , haga sér eins og þau hafi byrjað saman fyrir mánuði. Allar samræður eru skilaboð til okkar hinna um hvernig hjónaband á að vera.  Mamman er hin fullkomna kona virðist vera, getur allt og gerir allt af þvílíkum myndugleik. Að sjálfsögðu gerir presturinn ekki neitt heima við því hann er jú í fullu starfi, hann þrífur ekki, eldar ekki, býr ekki til eigin samlokur, hellir varla upp á eigið kaffi, en hann er samt lykilmaðurinn í uppeldi barnanna, sá sem hefur síðasta orðið.  Í einum þættinum bauðst hann til þess að hjálpa til meira á heimilinu en mamman þvertók fyrir það, hún gæti sko alveg séð um 6 manna heimili OG selt múffur(sem hún bakar sjálf heima hjá sér hvað annað).   Eftir að hafa þrælað við að halda heimili og bakað nokkra tugi múffa í einhverja daga ákvað hún þó að vera áfram „bara“ húsmóðir. 

Í hverjum þætti virðist allt ganga upp að lokum, allir læra sína lexíu svo framvegis(ælaælaæla)

Í þættinum í dag gerðist td. Eftirfarandi :

·         Presturinn í fullkomnu líkamlegu formi, fannst hann vera feitur af því hann passaði ekki í gallabuxurnar sínar.  Prestfrúin cóaði með greyinu og sagði að hún hefði  örugglega haft þær of lengi í þurrkaranum. Og brosti út í annað að kjánaskapnum í manninum. Presturinn áhyggjufulli spurði hana hvort hún hefði bætt á sig síðan þau giftu sig fyrir skriljón árum. Hún, glöð í bragði sagði að kílóin settust öðruvísi utan á hana núna en jú, hún væri nú alveg jafn þung. Löng saga stutt: Presturinn fór að skokka, faldi mat fyrir mömmunni, hún vissi það alltaf enda þekkir hún sinn mann. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hann ætti að vera ánægður með sjálfan sig.

·         Elsti bróðirinn borgar strák sem systir hans var skotin í , til að fara með hana á stefnumót. Systirin fór á stefnumót, komst að því að deitinu hennar hefði verið mútað, varð brjáluð.

·         Sama systirin hótaði „vinsælum“ stelpum til að fá þær til að bjóða yngri systur sinni í náttfatapartí.  Yngri systirinn komst að því og varð brjáluð. Nenni hreinlega ekki að tala um boðskapinn sem kom fram í partíinu.

·         Allir fyrirgáfu öllum þar sem þeir sáu plankann í eigin auga.

Femistinn ég sit og horfi á þetta stundum, fussa og sveia, óa og æi alveg eins og ég lifandi get. Alltaf með kjánahröll dauðans. Samt horfir maður á þetta án þess að skipta um stöð. Afhverju? Kannski af því  öllum virðist líða svo vel, gera allt fullkomlega, hugsa á „réttsýnann hátt“, vera hin fullkomna manneskja.  Kannski af því að ég vildi óska þess að eiga fullt af börnum sem ég el upp á fullkomin hátt.Kannski af því að ég vildi að heimurinn væri algóður. Allir hamingjusamir.  Allir bjargast, slæmir hlutir gerast ekki, bara sýnishorn af þeim, sem við lærum af. AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRG!!!!

    

"Annars eruð þið vestfirðingar með hæstu meðaltekjur.." "Samt eruð þið sívælandi

"Það er gott ef menn þurfa ekkert að spá í verðið. Fyrir mig er það höfuðatriðið. Annars eruð þið vestfirðingar með hæstu meðaltekjur, og verð allgert aukaatriði. Samt eruð þið sívælandi um óréttlæti heimsins og heimtandi hitt og þetta sem glórulaust er. Þarna kjósið þið að vera og verðið bara að taka afleiðingunum af því. En það er útilokað að aðrir landsmenn fari að borga með ykkur."

hmmmm...Vestfirðingar,látið í ykkur heyra núna!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Þetta skemmtilega komment lét þessi einstaklega gáfaði einstaklingur út úr sér.....


Prestur, draumur, rolluskrokkar, lummur og yndisleg börn. Frábær dagur!!!

Síðustu nótt dreymdi mig að ég hefði verið ráðin sem prestur. Stór og flott kirkja víst þar sem ég átti að þjóna man ég. Nema hvað.

 Ég hugsaði með mér : ööö, ok sem sagt ég þarf að semja fullt af ræðum, halda ræður og messa yfir fólki. Vera hvetjandi og græðandi persónuleiki. hmmmm...jájá, ég meika það alveg, er það ekki....

Svo hugsaði ég: já þarf alltaf að vera rosalega 100%  á öllu er það ekki, svo ég líti ekki illa út, svo söfnuðurinn hafi trú á mér. jájá, ég get það alveg, er það ekki.....

þá hugsaði ég: bíddu við, ég þarf að geta haldið lagi.....prestar þurfa að tóna í messum og sona er það ekki??? óóóóóóóóóóóóóóóóóneiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii! nó tjéns in fokking hell!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Ég syng ekki. Punktur.

Enívei. Við vorum út um allt í dag, ok kannski bara á tveimur stöðum.....

Byrjuðum á því að heimsækja Lísbet og börnin hennar stórkostlegu. Hörður Christian og Sara Emily slógu að sjálfsögðu í gegn með því að vera þau sjálf, einlæg, skemmtileg, sko ótrúlega skemmtileg og yndisleg börn!! Við Hlynur fengum lummur með osti og smjöri, grískt kaffi og slatta af yndislegheitum í kaupbæti.

24.11.2007 02124.11.2007 04024.11.2007 041 24.11.2007 05024.11.2007 052

 

Eftir þá heimsókn fórum við til Dúa og Mörthu(Dúi er bróðir Hlyns). Þar eyddu Hlynur, Martha, Dúi og Unnur (dóttir Mörthu) 4 klst í að skera niður, hakka og pakka 2 rolluskrokkum.

24.11.2007 075

Á meðan hélt ég á Sigurði Oddi, 4 mánaða ofurkrútti félagskap. Hann var bara ánægður með það held ég. Allavega endaði kvöldið á því að hann sofnaði í fanginu á mér eftir að hafa verið ótrúlega stilltur þessi elska.

24.11.2007 08024.11.2007 108

Unnur og Jóhanna(dóttor Dúa) voru djúpt sokkarnar í draumaráðningabók seinna um kvöldið svo ég spurði þær út í drauminn minn, þennan með prestdótinu.....

Svona var ráðningin: Sé dreymandinn sjálfur presturinn endurspeglar það ósk hans um að verða betri maður en hann er. Hann þráir að njóta virðingar og aðdáunar og vill að aðrir leiti til sín um aðstoð.

hmmmmmmmmm......................


Bloggfærslur 25. nóvember 2007

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband