Útilegumaðurinn minn sæti með skeggið

Er hann ekki myndarlegur! Hlynur minn var sem sagt að leika Harald, útilegumann í Skugga-Sveini. Síðasta sýning var núna í gærkvöldi. Hann stóð sig eins og hetja þessi elska!!!!

Útilegumaðurinn minn 

Frá því við byrjuðum saman hefur hann suðað um að fá að safna skeggi en ég alltaf sett mig upp á móti því og hótað engum kossum framar. Jæja, þegar honum var boðið hlutverk Haralds var hann fljótur að segja já þegar hann vissi að hann þyrfti að safna skeggi:) Nema hvað, eftir nokkra daga var hann að fara úr límingunum af löngun til að raka sigLoL

Í gærkvöldi kom hann því hlaupandi heim eftir að frumsýningu lauk, rauk upp á bað, sturtaði sig og hófst svo handa við hinn langþráða rakstur. Þegar hann kom niður fannst mér hann vera hálfbarnalegur í framan, svona skegglaus og glansandi. En kossarnir verða líklega fleiri hér eftir en undanfarnar vikurWink


Bloggfærslur 2. desember 2007

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband