Í kvöld vorum við í mat hjá Kollu og Nonna í Hjarðadal. Einu sinni ári sem sagt erum við boðin í mat, ásamt hinum systkinum Hlyns og mökum, ásamt tengdaforeldrum mínum Didda og Dúnnu. (Hlynur minn er bróðir Nonna). Jámm, við erum jú oftar boðin í mat yfir árið en þetta er mjög spes. Fyrir mig allavega.....Í boði eru kindalappir... sviðnar og soðnar kindalappir. Kindalappir með klaufum og alles. Soðnar í haunk svo skinnið og sinarnar losni utanaf við snertinguna eina. Ójá, smjattað og kjammsað á seigum sinunum og skinnið svo mikið soðið að rétt þarf að snerta til að það flosni í sundur. Allt í kringum mig voru þau að smjatta á þessu góðgæti, fitugir fingur og kartöflumúsin út á kinnar. Ég fékk mér súpu. Kjötsúpu.
Mikið vildi ég að ég væri nógu það kjörkuð að geta smakkað. Skammast mín hálfpartinn fyrir að sitja hjá við svona alíslenskt matarborð.
Kannski næst.....
Bloggar | 8.12.2007 | 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 8. desember 2007
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Ágúst 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar