"Hve lengi eigum við sem eigum um sárt að binda í sálinni að þurfa að berjast áfram á blóðugum hnúunum ?" spurði ég félagsmálaráðherra titrandi röddu á fundinum í gær.
Kl 20 í gærkvöldi var haldinn stjórnmálafundur hér á Ísafirði þar sem fulltrúar flokkanna í framboði héldu framsögur og svöruðu fyrirspurnum úr sal. Byrjað var á framsögunum, þar töluðu Birna Lár fyrir xD, Jóna Ben fyrir xV, Pálína Vagns fyrir xÍ, Guðbjartur Valdimars fyrir xS, Svanlaug fyrir xB og Kristinn H fyrir xF. Flestir stóðu sig vel sem ræðumenn en ræðurnar einkenndust þó af skítkasti yfir á hina flokkana. Nema reyndar hjá Pálínu sem var frekar á jákvæðu nótunum. Ég heyrði nú ekkert nýtt koma fram á fundinum. Undanfarið hef ég legið á netinu við lestur bloggsíðna, heimasíðna flokkanna og horft á flesta þá kosningaþætti sem hafa verið í sjónvarpinu. Það sem ég heyri og sé er mestallt loforð og skítkast. Hvorugt hefur hjálpað mér mikið við að ákveða hvaða flokkur eigi skilið mitt atkvæði.
Anyway, ég mætti sem sagt galvösk á fundinn með það í huga að hlusta með opnum huga á framsögumenn og jafnvel, í pissupásunni, að hitta á starfandi félagmálaráðherra, Magnús Stefánsson sem situr í 1. sæti á lista xB í NV. Ætlaði að ræða við hann um Sólstafi Vestfjarða, systursamtök Stígamóta, sem við gellurnar höfum verið reyna að koma á fót hér.
Nei, Harpa litla með ópalhjartað tók sig til og kom með fyrirspurn til hans á fundinum sjálfum. Nötrandi tók ég við hljóðnemanum byrjaði á því að kynna mig; "Harpa heiti ég og er þolandi kynferðisofbeldis....og ég er svolítið stressuð...."(aaaaarrrrg! svona segir maður ekki!!!).
Sagði ég frá því að með aðstoð fyrirtækja og einstaklinga á Vestfjörðum værum við hjá Sólstöfum Vestfjarða að reyna að koma á fót ráðgjafaþjónustu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Einu úrræðin sem hér væru er að fara til sálfræðings(karlmanns, sem oft er mjög erfitt fyrir konur sem karla sem lent hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi) á 3 vikna fresti og borga morðfjár fyrir, og jafnvel á 9-12 vikna fresti þegar veður er vont. Nei, takk.
Ég lauk fyrirspurninni á því að segja með kökkinn í hálsinum " hve lengi eigum við sem eigum um sárt að binda í sálinni að þurfa berjast áfram á blóðugum hnúunum?". Svo beyglaðist ég niður í stólinn andstutt og gráti nær. Á KOSNINGAFUNDI!!!!!! Andsk, helv, djö...hvað ég þoli ekki mitt litla viðkvæma hjarta. Pottþétt að ég er ekki á leið í pólitík.....Ímyndið ykkur mig á Alþingi, grátandi í pontu....eldrauð í framan og með suðurlandsskjálftann í beinum ?
Bloggar | 4.5.2007 | 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggfærslur 4. maí 2007
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar