Þessi undurfagra snót er eins ár í dag. Fyrir ári síðan var ég að vakna um þetta leyti eftir annasaman en yndislega nótt á fæðingadeildinni með Árelíu litlu systur og Gumma hennar. Ég hafði það hlutverk að vera á ÖLLUM vélunum, þ.e. mynda og upptökuvélum. Stóð mig með stakri prýði held ég. Árelía stóð sig eins og sönn hetja á glaðlofti og rumpaði þessu af á rúmum 2 klst. Geri aðrir betur! Í heiminn var komin Íris Júlía Guðmundsdóttir, verðandi alheimsforseti. Hún var pínupons, rétt 13 merkur og alveg eins og pabbi sinn. ljóshærð með blá augu. Gummi að sjálfsögðu var að rifna úr stolti yfir fallegu dömunum sínum og ég mátti hafa mig alla við að rífa litlu úr höndum hans svo ég fengi nú líka að knúsa.
Þessi stórkostlega stelpa hefur veitt mér gjörsamlega ómælda gleði. Allir hennar stríðnissvipir, tönnslurnar, sundtökin í ungbarnasundinu, "súrt"svipurinn sem þið sjáið á einni myndinni og ekki má gleyma þegar hún byrjaði að labba fyrir nokkru síðan.
Þvílík hörmung að þurfa að vera svona langt frá henni!! Hún í Rvk og ég á Ísafirði. Þó leiðinlegra fyrir stóru systur mína, nöfnu Írisar, sem býr í Danaveldi. Úff.
Elsku Íris Júlía, ég get ekki beðið eftir að koma fljúgandi til þín í fyrramálið og smella á þig stórum kossi, ef þú náðarsamlegast leyfir mér.....!!
Knús og klemm
Harpa frænka
Bloggar | 20.9.2007 | 10:02 (breytt kl. 10:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 20. september 2007
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar