"Hvað álit almennings varðar er nokkuð víst að meirihlutinn hefði kosið að dómurinn væri enn þyngri. Nægir í því samhengi að benda á kannanir sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Háskóla Íslands, gerði 2002 og 2005 sem leiddu í ljós að 75% Íslendinga telja að herða þurfi refsingar. Þegar þessir einstaklingar voru spurðir við hvaða brotum nefndu 66% kynferðisbrot en fæstir aðrir tiltóku sérstakan brotaflokk. Helgi segir að hvað sem sjónarmiðum um þyngd refsinga líði sé ljóst að dómarar þurfi að útskýra betur fyrir almenningi hvers vegna dómar í kynferðisbrotamálum séu með þessum hætti."
Vá hvað ég væri til í að heyra þá útskýringu......
Ég hef fengið gríðarleg viðbrögð vegna þessarar færslu sem ég setti inn fyrir helgina og öll hafa þau verið jákvæð. Ég þakka öllum fyrir falleg orð, þau styrkja mig gríðarlega mikið. Í mér slær stolt hjarta þessa dagana:)
Refsingar eru að þyngjast án lagabreytinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þér; dómskerfið á Íslandi er í molum þegar kemur að refsingum fyrir þessi verstu, og persónulegustu afbrot. Þá koma kynferðisbrot fyrst upp í hugann, og einnig ofbeldisglæpir. Málið er að dómstólar eru bundnir af jafnræðisreglunni; dómari getur ekki dæmt mann í þyngri refsingu fyrir ákveðið brot en hann dæmdi mann fyrir sama brot daginn, eða árið áður. Ef einhver fær þannig væga refsingu einusinni, eins og í þessum málum sem við erum að tala um, fá allir sem eftir koma einnig væga refsingu---töluvert eða miklu lægri en hámarksrefsingin sem lagaramminn kveður á um. Ef dómari ákvæði að hunsa fyrri fordæmi hefði afbrotamaðurinn möguleika á að áfrýja dómnum til mannréttindadómstólsins í Haag, og þannig breyta sér í fórnarlambið. Eina leiðin til að breyta þessu er í gegnum alþingi---alþingi getur skorist í leikinn með því að breyta lagarammanum, setja til dæmis lágmarksrefsingar fyrir þessi afbrot. Að mínu mati mætti segja að frumsökin fyrir ástandinu eins og það er í dag liggi hjá dómstólunum---þeir settu jú fordæmið einhverntímann sem þeir svo verða að fylgja, en að lausnin liggi hjá löggjafarvaldinu.
Fyrningartíma misnotkunarmála verður einnig að breyta...afbrotin gerast jú þegar fórnarlambið er á barnsaldri, og það getur tekið langan tíma, áratugi, fyrir þann einstakling að komast á þann stað í lífinu að hann treysti sér til að kæra. Þegar sá tími rennur upp má ekki gerast að málið sé fyrnt! Þessi afbrotaflokkur er einstakur hvað þetta varðar og úrræðin verða líka að vera sérsniðin.
Þessar breytingar munu gerast og þær munu gerast fyrir tilstilli fólks eins og þín, Harpa! Ég er sannfærður um að þú átt eftir að spila stórt hlutverk í þjóðfélaginu hvað þessi mál varðar. Ísland, og fórnarlömb afbrota í þessum flokkum þarfnast þín! Það hafa fáir eins stórt hjarta og þú, og ég er stoltur af því að vera frændi þinn
Baráttukveðjur,
Kristján
Kristján Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.