Síðustu dagar

Síðan greinin mín birtist á netútgáfu bb.is hef ég fengið gríðarlega mikil og góð viðbrögð frá fólki. Fyrir utan kommentin á heimasíðuna mína þá hefur fólk verið að stoppa mig á götum úti, ótal margir kossar og ekki færri knús, ég hef fengið hringingar frá fólki sem ég þekki ekki og svo framvegis. Sumir hafa talað við mig með tárin í augunum. Úff það er ekki létt. En þessi viðbrögð sína að greinin er að gera gagn, fær fólk til þess að hugsa. Þeir sem hafa ekki aðgang að tölvu geta lesið greinina í BB sem kemur út á næsta fimmtudag þar sem ég var beðin um leyfi fyrir því að hún yrði birt þar.
Kastljós hefur haft samband við mig og ætluðu að fá mig í viðtal en þau ákváðu reyndar eftir að Breiðavíkurmálið varð svona stórt að einbeita sér að því af fullum þunga sem er bara rosalega gott mál. Það mál verður að fá alla þá athygli sem þá á skilið. Hryllingur. Mikið vona ég að þessir menn fái frið í hjartað. Og þeir sem hafa setið í fangelsi eftir að hafa verið í vist þarna fái sakaruppgjöf því ef einhver á það skilið þá eru það þessar sálir. Árni Johnsen mæ as!
Einnig hefur skóla og fjölskylduskrifstofa haft samband og beðið mig um að vera ráðgjafi þolenda kynferðisabrota. Þá mun ég fara í heimahús. Að sjálfsögðu sagði ég já. Loksins finnst mér ég vera að gera gagn í lífinu, ekki bara fljóta áfram.
Mikið gott hefur sem sagt komið út af þessari grein og ég er mjög stolt af því. Og ég þakka þeim sem til mín hafa komið/hringt eða kommentað á síðuna mína öll sín fallegu orð.
En að öðru, Hlynur minn hefur verið atvinnulaus eftir áramót en fór í gærkvöldi út á sjó sem afleysingarmaður. Kemur hann heim á mánudaginn eða þriðjudaginn. Búhú, mér þykir erfitt að hugsa til hann á sjónum. Kvaddi hann með tár í augum. En við bara verðum að taka því sem gefst.
sólstafir
Helgina ætla ég að nota í að útbúa styrkumsóknir fyrir Sólstafi og ætla ég að reyna að prenta þær út eftir helgi og senda. Eitthvað ætla ég þó að fara með í eigin persónu. Sunna er búin að fara þannig með nokkrar og gafst það mjög vel, við höfum þegar fengið styrki. Vúhúúúúú!!! En betur má ef duga skal ! Mig dreymdi reyndar í vikunni að einhver einstaklingur hefði styrkt okkur um 1.5 milj og var ég svo glöð að Hlynur hrökk upp úr sínum sæta svefni og vakti mig því hann hélt að ég væri með martröð:)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 91911

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband