Sólstafir-Stress-Sjóriða

Í gærdag lauk ég við að útbúa, prenta, sleikja frímerki, senda, fara með um 80 styrkumsóknir fyrir hönd Sólstafa Vestfjarða, systursamtaka Stígamóta, til helstu fyrirtækja og stofnanna hér í bæ og víðar. Allt sem ég borðaði eftir það bragðaðist eins og frímerki....jömmí. Ég vona heitt og innilega að allir taki vel í þessar umsóknir okkar því það veitir svo sannarlega ekki af!
Staðan í dag er sú að við stelpurnar sex hittumst þegar við getum annaðhvort í ráðgjafasetrinu hjá Stebba Dan eða hjá Rauða Krossinum. Fer bara eftir því hvort er laust. Við höfum náðarsamlegast fengið inni hjá þessum aðilum þar sem við höfum ekki okkar eigin aðstöðu. Það er mjög gott að vera á báðum stöðum en þrátt fyrir það þurfum við að komast í eigið húsnæði. Ég tala nú ekki um svo hægt sé að veita einstaklingsviðtöl og koma á fót fleiri hópum. Starfsemin fer meira og minna fram í tveimur möppum. En einhversstaðar þarf að byrja;)
Ég afhenti sjálf um 20 styrkumóknir í gær, restin fór í póst. Þegar ég fór af stað hefði mátt halda að ég væri að fara halda ræðu því allir vöðvar titruðu af stressi. Ég var öll mjúk. Og andstutt. Púff hvað þetta var erfitt! En eftir nokkrar afhendingar var þetta allt í lagi:) stressed
Hlynur minn kom heim í gær af sjónum!:) Ahhhh, gott að fá hann heim. Ég ætla ekki að senda hann aftur út á sjó. Þegar ég kom heim eftir vinnu kl 18 beið hann mín með dýrindis couscous kjúklingarétt "a la Magga mágkona" og hvítvín. Eftir matinn gaf hann mér bók með viðtölum við Dalai Lama, hann vildi sýna mér hvað hann væri stoltur af mér fyrir að hafa skrifað greinina í bb.is og á blogginum mínu. Oh, hann er svo mikið rassgat!
Hehe, hann kauffti sér bók líka sem er uppfull af fánýtum fróðleik. Öðru hvoru yfir kvöldið las hann í bókinni sinni, skellti upp úr og leyfði mér að heyra helling af fánýtum fróðleik. Ég hafði ekki jafn gaman af því og hann....hehehe. Monsa var líka ánægð að fá hann heim, spjallaði heilmikið við hann og kjaftaði frá öllu sem ég hafði gert af mér í fjarveru hans. Eins gott að hann skilur ekki mjálmýsku. Núna liggur hann heima geyið með sjóriðu dauðans....kitten-asleep
Hlynur hefur verið að kvarta undan því að ég sé hætt að ljúka færslum með Eddie Izzard svo ég bæti úr því hér með:
Tölvuvandræði ?
  • "What … oh, I've wiped the file? Oh, damn … I've wiped all the files? … I've wiped the Internet? Oh no, I don't even have a modem!"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Kristjánsson

Hver hefur ekki gaman af fánýtum fróðleik?

Hlynur Kristjánsson, 13.2.2007 kl. 13:21

2 identicon

"Alas... how terrible is wisdom when it brings no profit to the wise, Johnny?"

http://www.imdb.com/title/tt0092563/quotes 

Isar Huldumanni (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 13:29

3 identicon

Það er nú ekki á fánýta fróðleikinn hans Hlyns bætandi, nú verður enn meira óþolandi að spila trivial við hann.

Magga Kristjáns (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband