Mig langar til þess að deila þessu með ykkur. Ég fór á Píkusögur hérna á Ísafirði í gær. Ég grét og ég hló og ég fékk gæsahúð ítrekað. Helga Vala, Sossa, Birna Lár og Gulla úr Stelpunum stóðu sig vægast sagt stórkostlega! Mig langaði til þess að hoppa upp á svið og faðma þær allar þegar sýningunni lauk. Takk fyrir mig stelpur !
Ég skammast mín þó fyrir tvennt, í fyrsta lagi mættu sárafáir. Algjörlega vestfirðingum til skammar að troðfylla ekki húsið. Í öðru lagi lét enginn blaðamaður eða ljósmyndari sjá sig. Þetta tvennt þykir mér ámælisvert.
En so be it. Ég skemmti mér allavega vel.
Textinn hér að neðan er tekinn úr handriti P.S eftir EVE ENSLERÍslensk þýðing: Ingunn Ásdísardóttir
8. Píkan mín var þorpið mitt
Leikkona 2
Á stríðsárunum í Júgóslavíu voru tekin viðtöl við bosnískar konur sem dvöldu í flóttamannabúðum og kvennaathvörfum.
Í miðri Evrópu voru nauðganir notaðar sem kerfisbundin hernaðaraðferð. Tuttugu til sjötíu þúsund konum var nauðgað. Það hræðilega var, að horfa upp á hve lítið var gert til að stöðva þetta.
Á hinn bóginn er yfir fimm hundruð þúsund konum nauðgað árlega í Ameríku, sem telst þó ekki eiga í neinu stríði.
Á Íslandi eiga líka að heita friðartímar, og samt er tilkynnt um nauðganir annan hvern dag.
Af hundrað sjötíu og fimm konum, sem í fyrra leituðu sér hjálpar vegna nauðgana á neyðarmóttökum, treystu aðeins þrjátíu og fjórar sér til þess að kæra. Af þrjátíu og fjórum kærum fóru tuttugu og ein til saksóknara og ákært var í sex málum. Fjórir nauðgarar voru dæmdir.
Þetta eintal er byggt á sögu einnar konu. Hún var múslimsk eins og margar þeirra kvenna sem talað var við. Þessi kafli er tileinkaður henni og öllum hinum konunum sem lifðu af þau hryllilegu grimmdarverk sem áttu sér stað í Bosníu og Kosovo.
Soffía
Píkan mín var þorpið mitt
Píkan á mér var grænt gras, tjörn, bylgjandi bleikir akrar, baulandi kýr, sól, hvíld, sætur strákur sem kitlaði mjúklega með gulu strái.
Helga Vala
Það er eitthvað á milli fótanna á mér. Ég veit ekki hvað það er. Ég veit ekki hvar það er. Ég snerti það ekki. Ekki núna. Ekki lengur. Ekki síðan.
Soffía
Píkan á mér var málgefin, get ekki beðið, svo mikið, svo mikið, segir orð, talar, getur ekki hætt að reyna, getur ekki hætt að segja, ójá, ójá.
Helga Vala
Ekki síðan mig fór að dreyma að það sé hræ af dýri saumað í mig þarna niðri með grófri svartri fiskilínu. Og hrædaunninn hverfur ekki. Og dýrið er skorið á háls og blóðið flekkar alla sumarkjólana mína.
Soffía
Píkan á mér syngur alla stelpusöngvana, alla smalasöngvana, geitabjöllurnar og sumarlögin, uppskerusöngva haustsins, píkusöngva, söngvana úr sveitinni sinni.
Helga Vala
Ekki síðan hermennirnir ráku stóran langan riffil inn í mig. Ískalt stálskeftið stöðvar hjartslátt minn. Ég veit ekki hvort þeir ætla að hleypa af eða reka hann alla leið upp í haus á mér. Þeir eru sex, læknaskrímsli með svartar grímur, troða líka flöskum þarna upp í mig. Þeir eru líka með prik og sópsskaft.
Soffía
Píkan á mér syndir, tær árstraumurinn, glitrandi vatnið brotnar á sólbökuðum steinum, á steinsnípum, enn og aftur á snípsteinum.
Helga Vala
Ekki síðan ég heyrði holdið rifna og veinaði klípandi sársaukahljóðum, ekki síðan hluti af píkunni á mér losnaði af í hendi mér, hluti af skapabarminum, nú er annar skapabarmurinn alveg af.
Soffía
Píkan mín. Vott lifandi vatnaþorp. Píkan mín, heimabær minn.
Helga Vala
Ekki síðan þeir skiptust á í sjö sólarhringa þefjandi af saur og reyktu fleski, skildu sæði sitt eftir í mér. Ég varð ein rennandi for af eitri og vilsu og öll uppskeran brást og fiskarnir dóu.
Soffía
Píkan mín var vott lifandi vatnaþorp.
Þeir réðust inn í það. Limlestu það
og brenndu í rústir.
Ég snerti þar ekki nú.
Kem ekki þangað.
Ég bý einhvers staðar annars staðar nú.
Ég veit ekki hvar.
Flokkur: Bloggar | 30.3.2007 | 13:23 (breytt kl. 13:28) | Facebook
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 91911
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.