Píkan mín er reið

 Textinn hér að neðan er tekinn úr handriti P.S eftir EVE ENSLER

Íslensk þýðing: Ingunn Ásdísardóttir

10.PÍKAN MÍN ER REIР

Birna Píkan mín er reið. 

Leikkona 2 Reið. Grautfúl.  

Birna Hún er forkreið og þarf að ausa úr sér. Hún þarf að tala um alla þessa helvítis vitleysu. Hvað á þetta að þýða – það er her manns í því að upphugsa nýjar og nýjar leiðir til að pína vesalings litlu mjúku ástríku píkuna mína. Leggja nótt við dag við að finna upp alls konar klikkað drasl og andstyggilegar hugmyndir til að gera lítið úr píkunni á mér. Allt þetta drasl sem þeir eru stöðugt að reyna að troða upp í okkur, hreinsa okkur – stífla okkur, láta píkuna hverfa. Ég ætla bara að láta ykkur vita það að mín er ekkert að hverfa. Hún er grautfúl og hún er ekki að fara neitt.  

Leikkona 2 Tökum túrtappa - hvers konar djöfuls drasl er það? Þurr og stamur bómullarvöndull sem troðið er þarna upp. Af hverju geta þeir ekki fundið upp eitthvert sleipuefni til að setja á hann? Píkan á mér fær sjokk um leið og túrtappi kemur nálægt henni. Hún argar honum í burtu. Hún lokast. Maður verður að eiga góða samvinnu við píkuna, kynna hlutina fyrir henni, undirbúa jarðveginn. Um það snýst allur forleikurinn. Það verður að sannfæra píkuna á mér, tæla hana, vinna traust hennar. Og það er sko ekki hægt með þurrum helvítis bómullarvöndli.   

Soffía Öll þessi ilmsprey, með blóma-, berja eða rigningarangan. Ég kæri mig ekkert um að píkan á mér lykti eins og ber eða rigning. Skrúbbuð eins og ef maður þvæði fiskinn þegar búið er að sjóða hann. Ég vil finna bragðið af fiskinum. Þess vegna panta ég hann. Þannig er konan, þannig er ég. Allir mínir vökvar í einni kássu og lykta af fiski. 

Helga Vala Og svo er það þessi skoðun. Hver fann hana upp. Það hlýtur að vera til betri leið til að skoða mann þarna. Þessi harði stífaði sloppur sem klórar mann í geirvörturnar og brakar í þegar maður leggst niður svo manni finnst maður helst vera dúkka sem einhver hefur hent. Til hvers eru þessir gúmmíhanskar? Ljósið sem beint er þarna upp eins og eigi að vinna gegn þyngdaraflinu? Stálstoðirnar eins og frá nasistatímanum og ískaldur andargoggurinn úr járni sem troðið er þarna upp? Hvað á þetta að þýða. Hvernig stendur á því að konur sem eru kvenlæknar samþykkja svona lagað? Píkan á mér er fokreið út af svona heimsóknum. Hún fer í vörn mörgum vikum fyrirfram. Hún lokast, neitar að „slaka á“. Þolið þið það? „Slakaðu á skeiðinni þinni, slakaðu á skeiðinni þinni.“ Til hvers? Píkan á mér er ekkert vitlaus – hún veit alveg hvað er á seiði,  – hún á að slaka á svo að hægt sé að troða þessum kalda andargoggi upp í hana. Ég held ekki. Skoðun, móðurlífsskoðun? Þvaður. Þetta er meira eins og móðurlífsaftaka.   

Birna Af hverju geta þeir ekki fundið mjúkt dökkrautt flauel til að vefja utan um mig, leyft mér að leggjast á dúnmjúkt bómullarteppi, sett á sig gúmmíhanska í vinalegum bleikum eða bláum lit og sett loðklæddar stuðningsstoðir undir hnén á mér? Og hitað aðeins andargogginn. Haft samvinnu við píkuna mína.   

Leikkona 2  En nei, bara meiri pyntingar –   

Soffía þurrir bómullarvöndlar,  

Helga Vala kaldir andargoggar  

Birna  og nærbuxur sem eru ekkert nema strengurinn. Það er einna verst. Nærbuxur sem skerast upp í. Hver fann þær upp? Þetta er aldrei kyrrt á sínum stað, skerst upp í legopið og er andstyggilegt.Píkan á að geta verið óheft og opin, ekki pressuð saman. Þess vegna eru magabelti svo óholl. Við verðum að geta hreyft okkur og breitt úr okkur og talað og talað. Píkur þurfa að hafa það þægilegt. Það þyrfti að koma því í kring.  

Leikkona 2 Ég meina, ef það væru hannaðar mjúkar bómullarnærbuxur með innbyggðum litlum unaðshnúð. Konur væru þá að fá það allan daginn út og inn, í stórmarkaðnum, í strætó,. 

Soffía Ég ætla að fá þrjá lítra af mjjjjjóooooolk!! 

Helga Vala   Skiiiiiiii.....iiiiii....ptimiða takk! 

Birna Ef píkan á mér gæti talað mundi hún tala um sjálfa sig eins og ég, hún mundi tala um aðrar píkur og hún mundi leika í píkusögum. 

Leikkona 2 Hún mundi ekki vera í neinum fötum, bara hengja fullt af demöntum um sig alla. 

Soffía Píkan á mér hjálpaði einu sinni til við að koma risastóru barni í heiminn. Ég hélt að hún mundi gera meira af því en svo var ekki. Nú langar hana til að ferðast, en ekkert í of stórum hóp.  

Helga Vala Hana langar til að lesa og læra um hluti og sjá svo margt. Hana langar í kynlíf. Hún elskar kynlíf. Hún vill komast dýpra. Hana hungrar í dýpt. Hana langar að komast í fornleifarannsóknir og grafa upp upphafið.  

Birna Hún vill fá hlýju. Hún vill breytingar. Hún vill þögn og frelsi og blíðlega kossa og hlýja safa og djúpa snertingu. Hún vill súkkulaði og traust og fegurð.  

Leikkona 2   Hana langar til að garga. Hana langar til að hætta að vera reið. Hana langar til að fá það. Hana langar til að langa. Hana langar. Píkan mín, píkan mín. Ja sko … hana langar í allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

gleðilega páska

Ólafur fannberg, 4.4.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband