Kominn tími á blogg er það ekki?
Ég og Monsa erum enn einar í kotinu og söknum Hlyns gríðarlega mikið. Hann kemur ekki heim fyrr en 10. maí en er þá kominn til að vinna í slökkviliðinu hér í sumar:) Getiði ímyndað ykkur hvað hann klæjaði mikið þegar bruninn í miðbænum átti sér stað?
En já, ýmislegt hefur gerst síðan ég bloggaði síðast:
Keppt var í Óbeislaðri fegurð á miðvikudaginn síðasta og mættum við Sólstafakonur allar nema ein sem var ekki á staðnum. Kvöldið var stórkostlegt! ÓB hópurinn ákvað að allur ágóði af keppninni skyldi renna til okkar sem við áttum ekki orð yfir og erum við að eilífu þakklátar. Talsmenn keppninnar töluðu um að flest fyrirtæki sem þau leituðu til eftir styrk (til þess að kostnaður yrði sem minnstur svo við fengjum sem mest;) ) tóku svo vel í þetta allt saman að þau hefðu verið mjög hrærð. Og töluðu þau sérstaklega um vestfirsk fyrirtæki! Eini bankinn t.d. sem styrkti keppnina var Sparisjóður Vestfjarða sem hafði áður styrkt Sólstafi með peningum:) En ég verð þó að nefna að menningarsjóður Glitnis hefur styrkt Sólstafi um 100 þús kr. með beinum styrk sem er stórkostlegt!
En að kvöldinu sjálfu; það var æðislegt! Troðfullt félagsheimili Hnífsdælinga bar þess merki að mikill áhugi væri fyrir breyttum áherslum á stöðlum á útliti. Þátttakendur keppninnar voru af öllum stærðum, á öllum aldri og öll tóku þau þátt fyrir gott málefni( Sólstafi) auk þess sem þau vildu leggja áherslu á að við erum öll falleg á okkar hátt. Við þurfum ekki öll að vera steypt í sama mót, enda myndi lífið nú ekki vera litríkt og skemmtlegt ef svo væri.
Takk fyrir okkur segji ég!
Að öðru; um daginn fengum við Hlynur boðskort í fermingarveislu Heiðdísar Láru Ómarsdóttur, sem er dóttir Kötu. Kata er kona Ólafs sem er bróðir Hildar fyrrv. konu Dúa bróður Hlyns. Flókið, já.
Ég bauðst til þess að farða Heiðdísi í fermingargjöf(mjög þægilegt þar sem við erum félítil þessa dagana) og þáði hún það. Heiðdís mætti til mín í dag rétt yfir tólf á hádegi og settum við Lay Low á fóninn til þess að skapa þægilega stemmningu. Heiðdís er ofboðslega falleg og ekki leiðinglegt að fá að farða hana. Stór augu, skarpir andlitsdrættir, fögur kinnbein og svo framvegis. Ég dúllaði mér með henni í u.þ.b. klst. Hún var glæsileg! Bara þunnt lag af farða, smá lit á augnlokin og glært gloss, svona natural:) Mér þótti samt erfitt að gefa eitthvað sem ekki var hægt að þreifa á þannig að ég gaf henn lítið ilmvatnsglas áður en hún fór.
Myndin af henni er frá 2006 þegar við fórum í afmæli til Ólaf og Kötu.
Eftir förðunina sletti ég smá andliti á mig sjálfa og beið svo þar til klukka varð 16. Brunaði ég þá inn í fjörð í veisluna þar sem steikt lambalæri var í boði ásamt kökum í eftirrétt. Fullt af fólki sem gaman var að hitta:)
Jæja þetta er nóg í bili, góða nótt yndislega fólk þarna úti!
knús Harpa
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Árásir Rússa halda áfram þrátt fyrir vopnahlé
- Fimm drukknað í öldugangi í Ástralíu
- Rússneskir borgarar efast um gagnsemi vopnahlésins
- Skortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðsins
- Úkraínskir hermenn hafa enga trú á vopnahléinu
- Ætlar að frelsa gíslana án þess að láta undan
- Úkraínumenn munu virða vopnahléið
- Merki um árangur en líklegast sýndarmennska
- Vopnahlé ekki á pútínskum forsendum
- Ekki hægt að treysta Pútín
Fólk
- Veikindafríi Palla formlega lokið
- Ég hafði uppi mjög sterkar varnir
- Katrín á Aldrei fór ég suður
- Ryan Gosling í nýrri Stjörnustríðsmynd
- Ísland vekur athygli í nýju tónlistarmyndbandi
- Finnst ég í raun ekki tilheyra neins staðar
- Amanda Bynes mætt á OnlyFans
- Fyrrverandi eiginkona Scottie Pippens velur sér annan yngri
- Amma Rutar í ástarleit á Tinder
- Opnar sig um skilnaðinn við Bill Gates
Viðskipti
- Svipmynd: Netárásir varða allt samfélagið
- Gríðarleg aukning í framrúðutjónum
- Auka hlutafé um 800 milljónir
- Rökræðið
- Þurfum að horfa til samkeppnishæfni
- Fréttaskýring: Frjálst fólk greiðir með reiðufé
- Ásakanir um vafasöm hlutabréfaviðskipti og tengingar til Íslands
- Landsbyggðin ber uppi skattsporið
- Óvarlegt að refsa með verri kjörum
- Hampiðjan greiddi þrjá milljarða fyrir indverskt félag
Athugasemdir
Ég hugsaði einmitt mikið til Hlyns þegar bruninn varð og grunaði að hann langaði til að vera með í látunum.
Magga Kristjáns (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 19:24
Hæ Harpa :)
Mig langaði að kasta á þig kveðju. Gaman að sjá hvað lífið gengur vel hjá þér. Hef aðeins verið að fylgjast með blogginu hjá þér og þið eruð öll oft í huga mér. Kv. Inga
Inga Hrönn (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 08:31
Hæ Harpan mín. Nú erum við orðnir bloggvinir, ég vil nú meira vera bloggsystir þín. En þegar minnst er á förðun, get ég pantað förðun hjá þér þann 14. júlí n.k. , ég er að fara í afmæli nefnilega. Hver var það nú aftur sem á afmæli þá ? Kærlig hilsen din storesöster
Íris Ósk Oddbjörnsdóttir, 19.5.2007 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.