Ég hef ákveðið að skipta um bloggsvæði, komin með leið á að geta ALDREI bloggað heima hjá mér!
Um daginn sagðist ég ætla að tala um fyrrverandi nágranna og ef ég man rétt þá minntist ég líka eitthvað á sjálfstyrkingar námskeiðið sem ég er á. Ég get reyndar talað um það í sömu sögunni. Hér kemur það :
Sem sagt, ég fór á fund um daginn hjá sjálfstyrkingar hópnum mínum og aðal umræðuefnið var að þessu sinni "móðirin". Játs. Fyrir mig var mikið að tala um en það sem þið þurfið að vita áður en kemur að punktinum í þessari sögu er að þegar við bjuggum í Stórholtinu hér á Ísafirði(bjuggum þar frá ágúst 2004 til nóv 2005) áttum við alveg hreint yndislega nágranna sem bjuggu við hliðina á okkur. Dúnna og Hjalti. Reyndar bjó Stella dóttir þeirra og Benedikt hennar spúsi á vinstri hönd við okkur ásamt tveimur yndislegum ljóshærðum börnum, öll alveg frábær líka. Alla vega, við bjuggum ekki lengi þarna við hlið Dúnnu og Hjalta áður en þau fluttu niður í bæ og hittum við þau aðeins á göngunum öðru hvoru og þegar ég bankaði til að fá lánað egg eða eitthvað. Til marks um það hvað Dúnna er yndisleg að þá bankaði ég hjá henni eitt kvöldið og bað um að fá lánað hveiti, eða egg, eða eitthvað álíka, og ég fór út með það ásamt krukku af rabbabara sultu sem hún hafði búið til.
Anyway, eftir að þau höfðu flutt og við reyndar líka, hittumst við ekki rosalega oft. Síðast talaði ég við Dúnnu þegar við urðum óvart samferða eftir snjóskafli á leiðinni heim þar sem vetur konungur neyddi alla til þess að ganga í hjólförum. Við spjölluðum saman í hjólförunum upp og niður og inn á milli skaut hún þvi að að hún væri alltaf með eitthvað heima hjá sér sem hún ætlaði að gefa mér. Ég sagði henni að koma við þegar hún vildi, hún fengi kaffi hvenær sem er, með eða án gjafar. Ég sakna þess að vera nágranni hennar.
Svo um daginn þegar við lukum fundinum okkar um móðurina, sem ég átti verulega erfitt með, kom ég heim rétt fyrir miðnætti og á borðinu sá ég rauða rós. Ég að sjálfsögðu hélt að þetta væri frá Hlyni en hann (sem er alltaf að koma mér á óvart þessi elskaJ ) sagði "þetta er reyndar ekki frá mér....."
ég komst að því að þetta var frá Dúnnu. Rós með korti sem stóð á " þakka ánægjuleg kynni" Og fyrir neðan rósina stóð rammi með ljóði eftir Davíð Stefánsson. Og þvílík tilviljun sem innihald þessa ljóðs var!!!!
Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður,
að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír,
og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður
og vaxa inn í himinn - þar sem kærleikurinn býr.
Í gær, loksins, hitti ég hana og þakkaði fyrir mig. Sagði henni hve yndislegt það hefði verið að koma heim og finna þetta. Ótrúleg tilviljun.
Síðasta vika leið ansi fljótt. Ég var að leysa af í afgreiðslunni í vikunni og var því með það ásamt mínum venjulegu verkefnum sem voru reyndar óvenju mörg þessa vikuna. Nauðungarsala, ökuskírteini, vegabréf, þinglýsingar, fjárnám og lausafjáruppboð meðal annars. Í gær var minn vinnudagur 12 tímar. Sem var reyndar bara gaman þar sem ég vil hafa brjálað að gera í vinnunni. Mánudagurinn bíður mín reyndar með FJÖLDA verkefna sem hafa setið á hakanum í vikunni. En ég hlakka bara til.
Gott fólk, njótið kvöldsins!
Knúsasta knúsið í heiminum
Harpa
Flokkur: Bloggar | 24.6.2006 | 20:25 (breytt kl. 21:21) | Facebook
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Barcelona glutraði niður tveggja marka forystu
- Stórleikurinn olli vonbrigðum
- Hef aldrei upplifað annað eins
- Diljá skoraði þegar Leuven komst á toppinn
- Meistararnir niðurlægðir á heimavelli (myndskeið)
- Stórleikur Ómars dugði ekki til
- Sveindís kom af bekknum og skoraði tvö
- Fjögurra marka veisla í Birmingham (myndskeið)
- Brasilískt þema í frábærum útisigri (Myndskeið)
- Rautt spjald í markalausu jafntefli (myndskeið)
Athugasemdir
hæ hæ flott síða hjá þér... vonandi verða fleiri fréttir af ykkur turtildúfunum...
sjáumst þegar við komum vestur í sumar
kv Kristín og Ólöf María
Kristín Guðný Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.6.2006 kl. 22:30
hlakka til að sjá ykkur !!
knús og kram
Harpa
Harpa (IP-tala skráð) 25.6.2006 kl. 00:07
Hlakka til að sjá ykkur krúttinsprúttur!!!
knús og kram
HArpa
Harpa (IP-tala skráð) 25.6.2006 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.