Sólstafir Vestfjarða, systursamtök Stígamóta hljóta veglegan styrk!!

ÓB hópurinnNokkrir einstaklingar innan kunningjahóps sem hafa hist reglulega á kaffihúsinu Langa Manga yfir kaffibolla, tóku sig saman og ákváðu að halda fegurðarsamkeppni í óbeislaðri fegurð, Í Hnífsdal þann 18 apríl sl. 

Fegurðarsamkeppnin á sér enga líka, onei. "Óbeisluð fegurð" var titill hennar og þar kepptu 13 einstaklingar á misjöfnum aldri, misjafnlega mikið grannir eða bústnir, hrukkóttir, hávaxnir eða lágvaxnir, með hækjur eða án. Því meira sem lífið sást utan á þeim því betra. Keppnisreglurnar voru mjög einfaldar: þátttakendur áttu að vera komnir af barnsaldri, vera sem upprunalegastir sem þýddi að engar hárígræðslur, brjóstastækkanir eða aðrar lýtaaðgerðir voru leyfðar.  Tilgangur keppninnar er að vekja athygli fólks á þeim kröfum og stöðlum sem fegurðariðnaðurinn setur varðandi útlit. Hópurinn bendir á að aðeins lítill hluti mannskys nái þeim stöðlum og alvarlegt sé að fólk sé jafnvel að látast úr lystarstoli vegna þeirra. Því ákvaðu þau að búa til sína eigin staðla sem byggja á náttúrulegri fegurð. Fólk eigi að vera stolt af líkama sínum og mörkum lífsins á honum eins og hrukkum og slitum.

Keppendur

ÓB hópurinn tók strax þá ákvörðun að allur ágóði af keppninni myndi renna til Sólstafa Vestfjarða, systursamtaka Stígamóta, sem ég og 5 aðrar konur hér fyrir vestan hafa verið að berjast fyrir að koma á fót.

Í dag kl 17 fór fram afhending styrksins til okkar og mættum við Inga Maja galvaskar, spenntar og ákaflega þakklátar Sólstafakonur til þess að taka við honum. Aldrei hefði okkur dottið í hug hve upphæðin var há!!!!!! 497.000 kr !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!InLove

Ég er ennþá með gæsahúð! Við erum allar ótrúlega þakklátar og hrærðar yfir þessu. ÓB hópurinn, keppendurnir og allir þeir sem stóðu að þessari keppni eiga 100 falt húrrahróp skilið fyrir þetta, algörlega ómetanlegt að fá svona mikinn stuðning í nýhafinni baráttu okkar.

Lýk þessari færslu með tilvitnun:

Það eru aðeins miklar sálir sem skilja hve dýrðlegt er að gera gott.

-Sófókles

Ps. kíkið á síðuna okkar www.solstafir.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér Harpa mín og gangi ykkur vel í baráttunni

Hildur (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 21:11

2 identicon

Halló elsku systir. Óska ykkur systrum í Sólstöfum til hamingju með styrkinn. Það er ótrúlegt hvað getur gerst þegar nokkrar manneskjur taka sig saman. Gaman að heyra í þér í gær, alltof langt síðan....Verðum í sambandi útaf skipulagningu.....Lotsoflovandkisses þín Íris

Íris stórasystir (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 09:10

3 identicon

Frábært og rosalega varstu hugrökk að koma með spurningu á þessum fundi um daginn, ég held að það myndi líða yfir mig ef ég ætti að gera eitthvað svoleiðis.

Magga Kristjáns (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 22:41

4 identicon

Halló fallegasta konan í öllum heiminum að innan sem utan. Þú ert hetjan mín og ég fékk bara hlýju í hjartað að lesa bæði þessa færslu og svo ekki sé nú talað um þá hér að neðan. Ég hefði bara viljað vera á staðnum til að geta staðið upp og klappað fyrir þér elsku frænka. Heyrumst vonandi ofsalega fljótlega :) Kveðja vestur, Una

Una hrænka sín :) (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband