Eftir vinnu í dag fórum við í Bókhlöðuna og keyptum okkur 500 bita púzzluspil. Gat ekki beðið eftir að koma heim og byrja að púzzla! En eins og ég hef kannski skrifað um áður eða þeir vita um mig sem þekkja, að þá á ég það til að finna eitthvað áhugamál, gera ekkert annað í daga-vikur-mánuði og svo búið. Ekki meir. T.d. keypti í ég mér krossgátublað fyrir löngu síðan, gerði nánast því ekkert annað eftir vinnu og fram að sofutíma(tók blaðið með mér upp í rúm). Íbúðin var undirlögð af krossgátublöðum! Nema hvað, ég settist niður í dag þegar við komum heim rétt fyrir 17 og stóð ekki upp fyrr en rúmlega átta, aðeins örfáir bitar eftir. En-to-tre búið. Nú langar mig út í búð að ná mér í annað en það gengur víst ekki þar sem þetta púzzl kostaði 1300 kr. Aðeins dýrari en krossgátublað... En kannski í næstu viku eða næsta mánuði. Hver veit.
Að öðru.... Hafið þið nýju Kjarnafæðisauglýsinguna?? Arg! Hún byrjar á að sýna léttklædda fyrirsætu með pínulítið hundkvikindi í fanginu og ef ég man rétt, með vínglas í hendi. Hún er sýnd í 2-3 glennustellingum fyrir framan grill sem ég man ekki eftir að sé kjöt á. Á meðan talar karlmaður inn á auglýsinguna, og talar um eitthvað girnilegt og gómsætt á grillið, eða eitthvað álíka fáránlegt( í tengslum við myndefnið á ég við). Þá er skipt yfir í mynd af lambalæri og auglýsingin heldur áfram..... Hver í andsk....er tilgangurinn með fyrriparti þessarar auglýsingar ? Jú, þarna er byrjað á því að fanga athygli þeirra sem oftar standa við grillið, karlmannanna. Þegar þeir hafa fengið að horfa á léttklædda fyrirsætu í smástund undir seiðandi orðum, ÞÁ er skipt yfir það sem raunverulega er verið að auglýsa, lambalærissneiðar!!!!!! Mikið djöfulli er ég orðin þreytt á svona auglýsingum! Skamm Kjarnafæði!
Harpa, pirruð
Eddie Izzard: Hitler ended up in a ditch covered in petrol on fire...so, that's fun. And that's funny. Because he was a mass-murdering f**khead!
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er svo sammála þér með þessa auglýsingu, þoli hana ekki, sé engann tilgang með henni, hata hana!!!
Kv Árelía
Árelía (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 12:44
vil endilega láta vita af því að mér misbauð bara strax einhver fréttablaðsauglýsingin frá kjarnafæði og ég emailaði í snarhasti á framkvæmdastjórann, aðstoðarframkvæmdastjóra og markaðsstjórann þar sem ég gagnrýndi þessa auglýsingu þar sem 3 dögum síðar væri nú kvenréttindadagurinn (19.júní) og það væri frekar smekklaust og hallærislegt að vera að nota svona aðferðir til að auglýsa kjöt. ég fékk svar frá markaðsstjóranum sem ég var ekkert rosalega sátt við en þeir sögðust ekki hafa það í huga að vera að draga úr jafnrétttisbaráttunni eða reyna að nýta sér staðlaðar kynímyndir til að selja vöru sína. ég hreinlega hvet bara fleiri konur til að bregðast við og senda þeim email og gagnrýna þessa auglýsingu þar sem að þeir lesa nú ekki bloggið þitt elskan. þó svo þeir hefðu nú vissulega gott af því ;)
brynja bjarnfjörð (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 10:04
Égersvosammálaþérmeðþessaauglýsingu,þolihanaekki,séenganntilgangmeðhenni,hatahana!!!
KvÁrelía
Árelía (IP-tala skráð) 9.7.2006 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.