Bréf sem ég sendi á toppana hjá Kjarnafæði, út af auglýsingunni

"Sælir,

Undanfarið hefur dunið á landanum auglýsing ykkar um lambalærissneiðar á grillið. Ég hvet ykkur eindregið til þess að taka hana úr umferð. Ég er þá að tala um auglýsinguna þar sem Ósk Norðfjörð(held ég alveg örugglega) ginnir karlmennina að skjánum með nokkrum glennustellingum í efnislitlum fötum. Þessi auglýsing er ykkur til skammar og hvetur mig EKKI til þess að kaupa vörur frá ykkur. Ég geri það reglulega en mun hætta því svo lengi sem þessi auglýsing heldur áfram.

Ef þið hafið ætlað ykkur virkilega að framleiða þessa auglýsingu með það fyrir augum að nýta ykkur staðlaðar kynímyndir til að selja kjötstykki þá hefur það tekist.
Ég vona innilega að ef þið hefðuð haft í huga 18. gr. laga nr. 96 frá árinu 2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, hefði auglýsingin verið allt öðruvísi.
18. gr. Auglýsingar.
Auglýsandi, og sá sem hannar eða birtir auglýsingu, skal sjá til þess að auglýsingin sé öðru kyninu ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna á nokkurn hátt.

Ef þið viljið kynna ykkur frekar baráttuna fyrir jöfnum rétti og stöðu kvenna og karla þá getið þið skoðað þetta :

www.oneangrygirl.net
http://www.feministinn.is/
www.vera.is
www.vdagur.is
www.jafnretti.is
www.stigamot.is
www.briet.is

Með von um breytt hugarfar,
Kveðja
Harpa Oddbjörnsdóttir"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Safnaðu undirskriftalista, ég skipti um stöð þegar þessi ömurlega auglýsing fer í loftið
kk
Kolbrún

Kolbrún (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 11:50

2 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Ég fékk svar um hæl frá Kjarnafæði:

"Sæl Harpa

Ekki var það áætlun okkar að móðga neinn og hvað þá að leggja stein í götu jafnréttisbaráttunnar, heldur þvert á móti. Þessi mynd er hluti af stærri seríu sem var sett upp sem 'Gaman að grilla' og ef heildin er skoðuð, þá held ég að hún sé ekki móðgandi við neinn (ég sendi meðfylgjandi fyrstu augl. Grill og fótbolti eru jú 'hefðbundin karlastörf' og því þótti okkur mjög sniðugt að hafa konu í því hlutverki. Kannski snérist þetta í höndunum á okkur og kemur þveröfugt út.

Við biðjumst innilegrar afsökunar á því ef við höfum móðgað þig, ég mun taka þessar augl. úr umferð og vonumst til að þú getir notið auglýsinga frá okkur í framtíðinni.

Kær kveðja

Auðjón"

Ef þið kíkið á bloggið hennar Brynju(hún sendi líka póst á þá) þá sjáið þið að hún fékk ORÐRÉTT sama svar:) En þeim til málsbóta hafa þeir ákveðið að taka auglýsinguna úr umferð !!!

Harpa Oddbjörnsdóttir, 6.7.2006 kl. 11:51

3 identicon

Þett er flott hjá þér, til hamingju!!! þinar skoðanir skipta máli..... Helga Dóra

Helga Dóra (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 14:20

4 identicon

vá flott hjá þér... mjög stolt af því að vera litla frænka þín núna :)
kv Kristín Guðný

Kristín Guðný (IP-tala skráð) 7.7.2006 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband