Jæja, þá er helgin búin. Eins og ég sagði áður þá fórum við á Hótel Ísafjörð á föstudagskvöldið með Elmu og Eyjó og fengum þar góðan mat og afmælisdesert með blysi. Við eyddum svo kvöldinu bara í að spjalla heima eftir að þau höfðu náð í stelpurnar til ömmu sinnar. Yndislegt kvöld.
Áður en við fórum hringi Íris og co(plús einhver vinur strákana sem vildi endilega tala við og ég skildi ekki orð.....) og sungu þau fyrir mig laaaaaaaaaangan en fagran afmælissöng og fékk ég svo að tala við hvern og einn í smástund. Elísabet hlakkar mikið til að koma í brúðkaupið hjá Eydísi og Sigga:) Æ það verður svo gaman að sjá þær mæðgurnar!
Daginn eftir vakna ég við að heyra í Ernu Sóley og Evu Maríu vefja Hlyni um alla sína fingur niðri í stofu. "Hlynur maginn minn er svangur, Hlynur ég er þyrst, Hlynur ég þarf að pissa, Hlynur viltu lesa?!" Og Hlynur hlýddi öllu, enda ekki annað hægt þegar brosa og biðja svona fallega þessar elskur. Það hefur verið yndislegt að hafa þau hjá okkur, væri svo mikið til í að þau byggju hérna fyrir vestan. Stelpurnar er stórkostlegir karakterar! Ég og Elma njótum okkar í allskonar dúlleríi á meðan strákarnir strákast í golfi, tölvum(sko sitja saman með sitthvora tölvuna.....) og drekka bjór.
En góða veðrið hefur ekki látið sjá sig síðan þau komu og allt lítur út fyrir að það komi þegar þau fara. En frekar vil ég hafa þau:( Það bara er ekkert gaman fyrir þau að vera í sumarfríi og þurfa að kúldrast inni eða rúnta um í bíl.
Elma sæta spæta hefur verið algjörlega yndisleg við mig, eins og alltaf. Á miðvikudaginn fórum við tvær á Faktorshúsið og sátum þar einar allt kvöldið og hún lét mig draga Tarot. Oh, yndislegt. Svo hefur hún verið að kenna mér að farða sem er truflað gaman! Fengum Tinnu(takk Tinna:) ég vona að Gylfi hafi þekkt þig þegar þú komst stífmáluð heim.....) til þess að koma á laugardaginn og vera módel fyrir okkur, sat þolinmóð í tæpa þrjá tíma á meðan við nostruðum við hana. Tinna var svo yndisleg að hringja í vinkonu sína, Önnu Birtu, og biðja hana um að vera módel á sunnudeginum en hún varð veik greyið. En við notuðum bara mig og spegil í staðinn og það var bara gaman. Oh hvað ég væri til í að sökkva mér í þetta, geta tekið að mér að farða svona on the side til að byrja með, reyna svo að komast í skólann og læra þetta almennilega. Elma er að fara til London í september og ætlar að kaupa FULLT af MAC dóti fyrir mig þannig að ég hafi grunnvörurnar allavega. Fullt af burstum, augnskuggum, meiki, varalitum, kinnalitum, blýöntum og svo framvegis. Nú vil ég eiginlega að sumarið sé búið og september liðinn......hehehe, nú verð ég lamin:)
Þannig að endilega kíkið í heimsókn og leyfið mér að æfa mig !!!!
Jæja, vinna.....
knús Harpa
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skal sko vera fórnarlamb einhvern tíma og svo máttu alveg mála mig fyrir Stútung í staðinn.
Magga Kristjáns (IP-tala skráð) 17.7.2006 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.