Yndislegur dagur !
Já, hann var yndislegur. Sunnudaginn 10. júní sl. opnuðum við formlega nýja húsnæðið okkar. Sólin reis, björt og fögur þennan dag og bauð þannig upp á fullkomin dag til þess að bjóða fólki að fagna með okkur opnun á húsnæði Sólstafa Vestfjarða.
Við mættum galvaskar á hádegi, íbúðin á hvolfi. Kassar, húsgögn og ryk, allt í einni hrúgu biðu okkar. Fjórir tímar til stefnu. Valkyrjurnar, við, hófumst handa við að undirbúa opnunina. Þrifum glugga að utan sem innan, færðum til húsgögn, gólf og húsgögn voru þrifin, blóm voru tínd í görðum til þess að setja í vasa og Samkaup var heimsótt til þess að kaupa pappadiska, plastglös, sérvettur, kerti, klaka, mjólk og svo framvegis. Marsibil okkar, Billa, færði okkur nokkur dásamleg listaverk og hengdi upp á vegg ásamt verki eftir dóttur hennar, Sunnevu. Þær mæðgur slógu í gegn þennan dag og virðist Sunneva hafa listina í blóðinu, alveg eins og mamma hennar og pabbi.
Þegar klukkan sló 16 byrjaði fólk að streyma inn. Straumurinn hélt áfram að ólga og áður en við vissum af var húsið troðfullt af frábæru fólki sem komið var til að styðja starfsemina og okkur. Við áttum alls ekki von á svona mörgum! Rúmlega 50 manns tróðu sér inn í litlu íbúðina okkar, kysstu okkur og föðmuðu. Hamingjuóskunum ætlaði aldrei að linna, sem er nú ekki leiðinlegt.
Magnús Freyr, verslunarstjóri BT á Ísafirði mætti með styrk til Sólstafa í tilefni dagsins. Fartölvu hvorki meira né minna! Kærar þakkir fær BT frá Sólstafakonum !
Það er ótrúlegt hve fyrirtæki hafa verið dugleg við að styrkja okkur við uppbyggingu starfseminnar. Allir virðast vera til í að leggja hönd á plóg. Fleiri og fleiri virðast gera sér grein fyrir hversu mikil þörf er fyrir svona ráðgjafaþjónustu hér á Vestfjörðum og enginn vill láta sitt eftir liggja.
Gamla bakaríið gaf risa köku í tilefni dagsins sem kom sér vel því varla var agnarögn eftir þegar þessu lauk. Kakan var stórkostleg! Lógóið okkar var skorið út í marsípan og nóg var fyrir alla. Kunnum við starfsfólki Gamla bakarísins miklar þakkir fyrir og vonum að þau komi í kaffi á næstunni.
Húsasmiðjan gaf einnig okkur ýmislegt sem kemur að góðum notum þegar nýtt húsnæði er tekið í gagnið.
Hvert sem við leituðum virtust allir meira en tilbúnir til þess að leggja sitt lóð á vogarskálarnar.
Margir höfðu orð á því hve heimilslegt væri hjá okkur og notarlegt að sitja og spjalla. Það er nákvæmlega það sem við vorum að leita eftir. Þegar gestirnir voru farnir sátum við eftir, þreyttar en alsælar með daginn og okkur langaði ekkert að fara, svo gott er að vera þarna. Einhver andi virðist vera í húsinu sem lætur vel að sál okkar allra.
Til hamingju Vestfirðingar!
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með þennan áfanga stelpur;-)
Ágústa (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 13:51
Gaman að fá slóðina á blogginu þínu og til hamingju með húsnæðið og frábært hvað margir á Ísafyrði styðja við bakið á ykkur. Hlakka til að koma og skoða-
Baráttukveðjur, Kiddy
Kiddy (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 10:56
Til lukku með þetta allt saman!
Skemmtileg lýsing á deginum. Það er gaman að lesa hversu vel fyrirtækin standa að baki þessu frábæra framtaki.
Gangi ykkur allt í haginn.
Seljavegsgengið.
Thales (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 11:33
Frábært og til hamingju. Það er líka æðislegt að heyra hve allir styðja við bakið á ykkur. Verst að ég skyldi ekki geta smakkað þessa girnilegu köku, en kannski verður hægt að þiggja kaffisopa hjá ykkur þegar ég kem heim. Þín Íris.
Íris stórasystir (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 19:13
Þið eruð frábærar kraftaverkakonur
Thelma Ásdísardóttir, 25.6.2007 kl. 12:14
Til hamingju með daginn (um daginn), Harpa okkar.
Afmæliskveðja frá Seljavegsgegninu. :)
Thalez (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.