Brúðkaup

Er ekki kominn tími til að blogga ?

 Það var ótrúúúúúlega gaman í brúðkaupinu á síðustu helgi! Fullt fullt af fólki sem kom í sveitina og gaman að sjá túnið okkar fullt af tjöldum, tjaldvögnum og fellihýsum. Við fengum frábært veður báða dagana. Við Hlynur mættum á Brekku rétt upp úr hádegi á laugardeginum og aðeins örfáir tímar til stefnu þar sem athöfnin átti að fara fram kl 17 í Sæbólskirkju. Við löbbuðum inn og einni mínútu seinna var komin á mig svunta og Hlynur var settur i það að hella upp á kaffi fyrir vinnufólkið.  Ótrúlega skemmtilegt að sjá hvað fólkið sem hafði dvalið þarna undanfarna daga og vikur áorkaði miklu við að gera Brekku fallega. Húsið var málað að utan, nýjir ofnar, eitt herbergi standsett sem hafði verið ónothæft í nokkur ár, og svona mætti lengi telja. Og hlaðan var æðisleg, háþrýstiþrifnir veggir, tjald fyrir aftan sviðið, SVIÐ, borð og bekkir smíðuð, allt skreytt með dúkum og blómum úr sveitinni. Oh, algjörlega yndislegt að sjá allt saman. Það þurfti virkilega svona atburð til þess að allt yrði tekið í gegn. En samt er mikið eftir. Nú þurfa ógiftu einstaklingarnir í sveitinni bara að fara taka sig á. Ehemm. En takk Eydís og Siggi og allir hinir fyrir æðislega helgi og fallega Brekku.   Anyway, ég hafði tekið það hlutverk að mér að farða Árelíu, Kristínu og Ólínu fyrir brúðkaupið en það endaði í þeim þrem, ömmu, Eygló, Ástu og að sjálfsögðu mér. Kl  17 var ég enn að mála Kristínu, titrandi af stressi og næringarskorti þar sem ég hafði ekki borðað neitt síðan um morguninn. Við vorum allar æðislegar! Líkt og allar aðrar konur á svæðinu voru.   

 

Jæja, athöfnin var æðisleg, allar kellingarnar grenjandi og kallarnir uppteknir við að taka myndir. Eydís var í GEÐVEIKUM kjól ! Og brúðarmeyjarnar Álfrún Perla og Kristín Sigrún voru í flottum kjólum í stíl við brúðina. Siggi var flottur í  þjóðbúningnum, ákaflega glaður en þreyttur brúðgumi eftir vinnusamar vikur. Sr. Petrína Mjöll vinkona Eydísar gaf þau saman og sjaldan ef ekki aldrei hef ég heyrt eins skemmtilega og fallega ræðu eins og hjá henni.     Eftir athöfnina var haldið heim að Brekku þar sem Grillvagninn var mættur að sunnan með ilmandi lambalæri, kjúklinga, salöt, kartöflugratín, sósur, brauð og fleira sem var ótrúlega gott og allir í brúðkaupinu voru sammála um það. Mæli með honum. Held að verðið sé 1500 kall á manninn. Þeir koma með leirtauið og allt saman, henda svo skítugum diskunum í vagninn og hverfa á braut. Maður þarf ekkert að hugsa. Eftir matinn var kaffi í boði ásamt koníaki og Grand Mariner og að sjálfsögðu grinilegum kökum. Rauðvín, hvítvín flæddi um allt  fyrir veislugesti líka og það meira en dugði.    Jói frændi var veislustjóri og hélt góðum dampi. Fjölmargir góðir ræðumenn tóku til máls, þar á meðal Grétar pabbi Sigga, vinur Sigga og ekki megum við gleyma Systkinum Sigga sem sungu öll með sínu lagi.....besta atriði kvöldsins! Úr okkar familíu voru það, Gummi Emils með æðislega ræðu, Halla Signý sem gaf Sigga bæði fjármark ásamt hana og hænu þar sem hún vissi að hann langar mikið til þess að verða bóndi, Helga Dóra  og Íris systir sem hélt frábæra ræðu, eins og þau öll, og Kolbrún og Berglind tóku lagið með henni. Æðisleg dagskrá! 

Eftir þetta allt saman hélt Hjónabandið stuðinu áfram og spilaði undir villtum dansi. Þeir hörðustu í bransanum, þar á meðal ég, héldu áfram að djamma fram undir morgun.    

 

Heilsan var ekki alveg nógu góð daginn eftir hjá flestum yfir 18 ára, sumir vöknuðu fullir.....hehehehe...ái.   Borðin voru flutt út fyrir framan hlöðuna og hlaðborð af dýrindis kræsingum var í boði á meðan hjónin tóku upp pakkana, sem tók þó nokkurn tíma. Þau fengu ótrúlega margt fallegt, fánastöng, listaverk, glasamottur úr hrauni, allsskonar skálar, biblíu, og síðast en ekki síst(ástæðan fyrir því að maður giftir sig....) Kitchen Aid vél !!!! Þið hefðuð átt að sjá allar kellingarnar þegar sá pakki var tekinn upp. Fram að því höfðu þær setið frekar rólegar og váað og úað við hverja gjöf en þegar þessi leit dagsins ljós heyrðust þvílík andköf, og þær hrúguðust allar að kassanum, þær sem komust ekki að í kring fóru upp á borð til þess að sjá. Hehehehehehehehehehehe. Ótrúlega fyndið !  En já fólkið týndist smámsaman úr sveitinni þar til aðeins nánústu ættingjar voru eftir. ENGINN hafði getu eða vilja til þess að gera neitt og því var legið og sólin sleikt. Ahhhhh..... Við Hlynur fórum heim upp úr sex, ennþá þunn....  Það sem stóð upp úr í örfáum orðum :

Fallegu brúðhjónin

Að hitta allt þetta frábæra fólk

Að hitta Írisi og Elísabetu Öldu

Að hitta Kristján og Helen

 Og alla aðra sem við sjáum svo sjaldan

Ræðurnar“Söngur” systkina Sigga Áss

BörninMaturinn

Allt duglega fólkið sem vann við að gera Brekku fallega   Endilega kíkið á myndirnar frá þessari æðislegu helgi! Þær finnið þið undir Myndaalbúm 3.  Knús og kossarHarpa 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Gaman að lesa þetta mér finnst ég bara hafa verið með í veislunni;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.7.2006 kl. 23:03

2 identicon

hei, athugasemdir? hefur það alltaf verið? En gaman, Ég er alveg sammála þér, þetta var skemmtilegasta brúðkaup í heimi. Alveg þess virði þegar maður fær Kitchen Aid að gjöf.
Ég tala reglulega við mína. Love jú, stóra systir

íris ósk oddbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2006 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband