Kærleiksdagar á Núpi

Ahhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh........ Komin heim Kærleiksdögum á Núpi, full af kærleika :) Elma vinkona hélt fyrirlestur á sunnudeginum og vorum við búnar að ákveða að eiga þar yndislega helgi saman í sveitinni. Hún mætti þangað á föstudaginn en ég renndi í hlað á laugardagsmorgninum rétt í tæka tíð fyrir morgunmat. Eftir að hafa spjallað aðeins við fólkið sem þarna var saman komið og gefið Elmu greyinu að borða(hún gleymdi mat og borðaði bara hrökkbrauð á föstudeginum, hún var rosaglöð að sjá mig eðilega;) ) hlustaði ég á fyrirlestur Reynis Katrínarsonar sem er miðill, nuddari, heilari, listamaður og fleira. Hans fyrirlestur fjallaði um gyðjurnar 16 í Fennsölum. Eftir það fór ég í tíma hjá leiðbeinandateiknara sem teiknar mynd af því sem hún skynjar í kringum mig. Myndina fékk ég svo heim til að hengja upp. Hún var ótrúlega klár, með yndislega útgeislun og eins og við Elma vorum sammála um, prakkaraleg augu :) . Við urðum góðar vinkonur.  
Klukkan 15 var svo fyrirlestur Vigdísar sem er ábyrgðarmaður Kærleiksdaganna, hún talaði um fyrri líf. Mjög áhugaverður fyrirlestur.
Svo dúllaði ég mér að mestu leiti til sex en þá var hópheilun. Hún fór þannig fram að 20 manns lágu í risastórum hring á dýnum sem þöktu gólfið í gamla barnaskólanum. Sex heilarar stóðu svo fyrir utan hringinn og hver tók 4-5 manns í heilun. Reynir var inn í hringnum og sá um jarðtenginguna. Anna Person, miðlari frá Noregi sat fyrir utan hringinn og fylgdist með því sem gekk á á meðan heiluninni stóð. Og það var sko heilmikið ! Hún talaði um að við hefðu bæst 6 aðrir "læknar" og einhver ljósvera sem stóð hjá lítilli 3 ára stelpu sem var þarna með okkur. Verndarhjúpur hefði verið yfir okkur öllum og skær ljóssúla í miðjum hringnum hjá Reyni. Heilarinn sem sá um mig sagði eftir á að hún hefði skynjað eitt að mínum fyrri lífum, indjánalíf þar sem mikil sorg hefði verið. Spúkí. En hún lagaði allavega axlirnar mínar soldið sem ég hafði nánast því grátið undan alla helgina. 
Jæja, þá tók við alveg rosalega góður matur, grafin lúða með graflaxsósu, sjávarréttarpottréttur og ýsa í ofni með sósu. Um kvöldið var svo hátíðarsamkoma þar sem farið var í leik, allir settu einhvern persónulegan hlut í litla körfu, svo drógu allir einn hlut. Við settumst þá í hring og hver og einn tók sér smá kyrrðarstund og athugaði hvor eitthvað kæmi til þeirra um einstaklinginn sem ætti þennan hlut. Hver og einn lýsti þá því sem kom til hans og auglýsti svo eftir eigandanum. Þetta var ótrúlega gaman :) Alveg yndislegt kvöld sem endaði á því að við Elma ásamt nokkrum öðrum sátum inn í setustofu til að verða eitt um nóttina við að lesa í spil, spjalla, hlægja og súkkulaði var vinsæll förunautur hjá þeim öllum....
Daginn eftir fórum við í morgunmat og eftir það hófst fyrirlesturinn hennar Elmu sem stóð sig alveg frábærlega !!!! Þetta er eitthvað sem hún ætti að leggja fyrir sig því hún hefur svo mikið að segja og á svo auðvelt með að ná til fólks. Enda líður mér sjaldnar betur en þegar ég hef verið í kringum hana :) Takk Elma!
Elma var svo upptekin alveg til fjögur þann dag og á meðan lá ég inn í setustofu og las Alkemistann aftur, enda vel við hæfi! Hlynur náði svo í okkur á drossíunni okkar og við skutluðum Elmu á flugvöllinn. Mig langaði ekkert til þess að fara og það er mikið sagt þegar ég á í hlut, félagsfælna manneskjan sem ég er. Þarna var samankomið svo yndislega opið og kærleiksríkt fólk að maður var umvafinn yndislegheitum allan tímann. Og ég tala nú ekki um að hver og einn þarna voru mjög skemmtilegur karakter þó nokkrir hafi staðið upp úr :) Þú veist hverja ég á við Elma.
Helgina enduðum við á því að fara í afmælismat hjá Arnheiði litlu á Flateyri. rosalega góður fiskréttur með sinnepskremi og karbeddlumús. Namm namm.
Gott fólk, meira síðar:)
knús og kossar í öll hjörtu
Harpa

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú meiri indjáninn!!!!!

Árelia og bumbustelpa (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 23:00

2 identicon

Þetta hefur verið algjör ævintýrahelgi, eitthvað sem hefur hentað þér. Það kom þá á daginn að indjánar ættu eitthvað í íslenskri huldukonu :) Luv ya :)

Una (IP-tala skráð) 16.8.2006 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband