Loksins loksins!!

Er ekki tími til kominn að blogga, er ekki tími til kominn að blogga, bloggaaaa, bloggaaa, bloggaaa aa aaaa?!

Farin að sakna mín ? Ég gafst þó ekki upp eins og minn heittelskaði, pffft lélegt.....

Málið er að undanfarið hefur verið nóg að gera í vinnunni við að leysa af vegna sumarfría og þá hef ég ekki tíma til þess að skrifa eins og ég gerði. Fyrir utan það að við erum með PC tölvu heima og þá nenni ég ekki að blogga. Myndi gera það ef ég ætti fartölvu. Þannig að þið verðið bara að sætta ykkur við þetta.

Ég á eftir að setja inn gjörsamlega 1001 mynd frá sumrinu en er engan veginn að nenna því. Letidýr. Geri það við fyrsta tækifæri eins og Hlynur segir um svo margt sem hann ætlar að gera.....

Ýmislegt hefur gengið á í sumar og ætla ég að stikla á stóru :

Sólstafir

Sólstafahúsið okkar var tekið í gagnið eins og síðasta færsla lýsir vel. Nokkur einstaklingsviðtöl hafa farið þar fram þannig að starfsemin er hafin fyrir alvöru. Jibbííííí!!!!

Nú bíðum við eftir svari frá félagsmálaráðuneyti vegna umsóknar okkar um styrk vegna leigukostnaðar. Sendum bréfið í apríl.... Krossleggjum öll fingur.

Inga Maja okkar er flutt í annan landshluta þar sem hún mun gegna starfi skólastjóra. Við eigum eftir að sakna hennar mikið en óskum henni alls hins besta á nýjum stað í nýju starfi.

Billa okkar giftist Loga sínum á síðustu helgi, segi meira frá því síðar í færslunni.

Framundan hjá Sólstöfum

Stjórnmálaerindreki og fulltrúi hans hjá Sendiráði Bandaríkjanna kíkja í heimsókn til okkar þann 2. ágúst nk. Ég er reyndar ekki alveg með á hreinu tilgang heimsóknar þeirra hingað vestur en veit að þeir ætla að skoða eitthvað fleira heldur en aðstöðu Sólstafa. MJÖG SPENNANDI!!!!!

Sunna okkar og Eyjó hennar láta gefa sig saman þann 4. ágúst nk. Jibbííííí!!!! Hlakka geðveikt til ! Ég á að farða hana;)

Nokkrum dögum eftir brúðkaup þeirra munu þau flytja til Danmerkur, langt í burtu frá okkur:( Fáum ekki einu sinni að sjá fyrsta Sólstafabarnið sem Sunna ber undir (afhverju undir, á það ekki að vera yfir?? nei ég bara spyr...) belti berum augum fyrr en eftir dúk og disk. En jæja, það verður að hafa það, Sunna mun koma aftur að tveimur árum liðnum með menntun á bakinu sem á eftir að nýtast starfi hennar hjá Sólstöfum gríðarlega mikið.

Í haust förum við af stað með sjálfhjálparhópa og fræðslu í grunnskólum. Þó Sunna sé ekki á landinu þá mun hún stýra starfinu að utan og ég, Harpa S og Billa munum halda utan um hlutina hér á meðan.

Einkalífið (vil nú samt meina að Sólstafir séu hluti af því)

Við Hlynur erum hætt við að flytja til Rvk. Ætlum að kúra hérna lengur á Ísafirði. Ég er alveg að verða sátt við það, þó ég verði það sjálfsagt ekki alveg. Allar óléttu frænkurnar eru fyrir sunnan, Íris Júlía verðandi forseti alheimsins er þarna líka, og allir hinir ættingjarnir og vinirnir. Auk þess sem tækifærin í förðunarbransanum eru töluvert fleiri þar....

En já, ég mun þó fara suður eftir áramótin til þess að taka grunnnámið í förðuninni sem tekur 2 mánuði. Kem svo aftur hingað að því loknu. Sjáum svo hvað setur.

Að öðru...við pabbi héldum upp á 90 ára afmæli okkar (60+30) núna 14. júlí, afmælisdaginn minn, þar sem ég snapaði ókeypis afmælisveislu:) Pabbi nefnilega pantaði salinn og mundi ekki eftir því að ég ætti afmæli þennan dag ;) Hann er krútt.

Afmælið var haldið í Bolungarvík og tókst frábærlega vel og komu nánast allir sem var boðið, allavega var setið í tæplega hundrað sætum.

Nokkrir héldu skemmtilegar ræður, við systurnar sungum fyrir pabba(síðasta skipti sem ég fer upp á svið til að syngja) sem tókst prýðilega. Hljómsteitin Jón og hinir skemmtilegu en vanvirtu en ávallt síkátu tengdasynir hans Obba spiluðu undir auk þess sem þeir tóku nokkur lög. Algjör snilld.

Guja frænka stóð sig eins og hetja sem veislustjóri þrátt fyrir að hafa fengið stuttan undirbúningstíma.

Mínar kæru systur sungu líka fyrir mig, Sister (æ þið vitið sem Emelíana Torrini söng), og er ég ekki frá því að þar sé kominn heitasti systradúett norðan alpafjalla. Svakalega flottar!!

Thelma Rut litla þeirra Ella og Soffíu söng afmælissönginn fyrir pabba. Ég þóttist heyra nokkra eggjastokka klingja allsvakalega við söng hennar þar sem hún er ofurkrútt aldarinnar. Rauðhærð með stór augu og ótrúlega einlæg og ófeimin.

Jæja, hörðustu djammararnir (ég, Hlynur, Íris, Óli og Elli) enduðum kvöldið...nóttina....eða eiginlega morguninn á því að hjálpa starfsfólkinu á Edinborgarhúsinu á Ísafirði að reka út hina þrjóskustu, þar á meðal okkur sjálf, þegar klukkan var að slá fjögur....

Elma, Eyjó, Erna Sóley og Eva María, E-in fjögur s.s. mættu á Vestfirðina og voru hér í viku. Við hittum þau nánast á hverjum degi enda afskaplega yndislega fjölskylda. Við Elma hefðum reyndar alveg viljað meiri stelputíma saman en þetta varð að duga í bili.

Jæja, meira djamm. Helgina eftir afmælið, s.s. síðustu helgi, farðaði ég Billu mína fyrir brúðkaupið hennar sem fór fram í Haukadal, Dýrafirði. Athöfnin var heiðin þar sem þau eru Ásatrúa(stór stafur ?). hún fór fram í fjörunni og var ofboðslega falleg, ég felldi nokkur tár allavega....

Veislan var svo haldin í félagsheimilinu þar og spilaði hljómsveitin Barduka undir dansi. Algjörlega snilldarband!!!!

Svo hefur þessi vika verið hin rólegasta nema smá undirbúningur fyrir partíið sem ég er að halda í kvöld fyrir þá sem ekki var boðið í afmæli mitt og pabba. Það eru aðallega vinir okkar hér á Ísafirði og nágrenni og systkini Hlyns. Úff hvað það verður gaman, bolla bolla bolla og bjór!

Bið að heilsa liðinu!

Harpa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helen Garðarsdóttir

jú var sko farin að sakna þín!!! :) já og til hamingju með afmælið alveg mjög seint

knús, Helen 

Helen Garðarsdóttir, 30.7.2007 kl. 18:58

2 identicon

Takk fyrir mig, þetta var mjög gaman, við þurfum bara að hittast oftar.

Magga Kristjáns (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband