Sendiráð USA heimsækir Sólstafi

Tekið af www.bb.is :

 

 Sendiradsheimsokn

"Stjórnmálaerindreki bandaríska sendiráðsins heimsótti Sólstafi

Brad Evans, stjórnmálaerindreki sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi, og Axel V. Egilsson, stjórnmálafulltrúi stjórnmáladeildar þess, heimsóttu Sólstafi, systursamtök Stígamóta á Vestfjörðum, í gær. Heimsóknin var liður í upplýsingaöflun þeirra fyrir árlega skýrslu um mannréttindamál. Einnig heimsóttu þeir Fjölmenningarsetur og hittu bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. „Þetta var frábær heimsókn, og mikil viðurkenning fyrir okkur að þeir hafa tekið eftir starfi okkar“, segir Harpa Oddbjörnsdóttir, Sólstafakona. „Við sóttum þá út á flugvöll og sýndum þeim helstu staði á svæðinu. Síðan fórum við í Sólstafahúsið og áttum gott spjall. Þeir sýndu starfi okkar mikinn áhuga og sögðu að þessi málaflokkur væri einn mikilvægasti málaflokkurinn í mannréttindamálum yfirleitt.“

Helsta verkefni stjórnmáladeildar bandaríska sendiráðsins er að fylgjast með, greina og skýra stjórnvöldum í Washington frá þróun stjórnmála á Íslandi. Stjórnmálaerindrekinn er í reglulegu sambandi við íslenska stjórnmálamenn, fulltrúa ríkisstjórnarinnar, verkalýðsleiðtoga og aðra áhrifamikla íslenska borgara. Stjórnmáladeildin gegnir auk þess lykilhlutverki í upplýsingaöflun og vinnslu á fjölmörgum skýrslum um Ísland sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna gefur út árlega samkvæmt fyrirmælum frá Bandaríkjaþingi.

thelma@bb.is "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband