Ilmandi eldspýtur

Mmmmmmm......aaahhhhh.... ég sit hér að kvöldi föstudags með eldspýtnailm í nösum. Jamm, ok ekki sjarmerandi við fyrstu lesningu en bíddu. Í dag fór ég í nornabúðina á Ísafirði. Heitir reyndar ekki nornabúðin heldur Orkusteinn.  Búðin opnaði í vor/sumar að mig minnir og ég hef alltaf verið á leiðinni að kíkja þangað en gleymi því iðulega. Í dag hinsvegar fór ég loksins. Tarotspil, reykelsi, tónlist, bækur, krossar, höfuðkúpur, hálsmen, armbönd, kerti, kristalskúlur og þar fram eftir götunum var í boði. Ég endaði á því að kaupa "mood ring" eða hring sem breytir lit eftir því hvernig skapi maður er í. Á því augnabliki sem ég keypti hann var ég afar róleg, samkvæmt hringnum, dökkblár. Gott mál. Einnig keypti ég 3 eldspýtnabréf með ilmandi eldspýtum. Hhmmmmmm...hvað er það? Ahhhh....góð lykt! Þú kveiktir á eldspýtunni, leyfir henni að brenna niður til hálfs og leggur hana svo niður í öskubakka eða á disk og leyfir henni að brenna út. Á eftir finnur þú  seiðandi ilm af sandalviði, jarðaberjum, og musk til dæmis eins og létta huggandi  snertingu ásvinar sem þú saknar. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • október
  • Maí
  • október
  • Maí
  • face-hooked2

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband