Þennan dag árið 1999 lést mamma, þá 48 ára gömul. Ég reyni alltaf að minnast hennar á einhvern hátt á þessum degi. Hlusta á Strauss eða Júpiters, blogga um hana, hringi í pabba, rifja upp skemmtilegar og fallegar minningar eða skoða af henni myndir. Stundum allt þetta.
Valsar Strauss, Júpiters, dans og stelputími
Þegar mamma var á lífi elskaði ég gamlársdag. Geri enn, en á annan hátt. Mamma var alltaf svo glöð á gamlárskvöld. Á meðan pabbi fór á brennuna setti hún valsa Strauss á fóninn og síðan fyrstu plötu Júpiters og dansaði og dansaði á stofugólfinu. Ég horfði alltaf á hana aðdáunaraugum, hávaxin og glæsileg, svo falleg og hamingjusöm og síða pilsið eða kjóllinn þyrlaðist um fætur hennar.
Hulda Guðrún frænka rifjar þetta upp líka stundum. Gleymir því ekki þegar mamma dró hana upp í dans, gjörsamlega taktlausa manneskjuna.
Á meðan tónlistin hljómaði um húsið gerðum "við konurnar" okkur sætari og fínni, fórum í fín föt, máluðum okkur og gerðum hárið gellulegt. Stelputími.
Ég sakna þín mamma.Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Harpa mín, ég þekkti hana mömmu þín smávegis enda ólumst við upp við smalamennsku í Mýrarhreppi og hún var sannarlega frábær kona. Bæði gáfuð og skemmtileg Ég gleymi aldrei síðasta skiptinu sem ég hitti hana en það var í blíðskaparveðri á Arnarnesi í Dýrafirði. Hún sat á fjörukambinum fyrir utan hamarinn ásamt fríðu föruneyti.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 16.9.2007 kl. 21:13
Já, ég minnist þess eftirminnilega þegar Beta frænka bauð mér upp í dans á gamlárskvöld við undirspil Júpíters, mér fannst hún svo innilega falleg og kúl að hlusta á Júpiters. Sakna hennar líka. Heyri í þér Happa
Hulda
Hulda Guðrún frænka (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 22:31
já, hún elskaði fjöruna, fjöllin, hlíðarnar, sandana, allt sem í náttúrinni var. Kom heim reglulega eftir göngutúra eða hamingjukastsferðir með pabba, rjóð í kinnum og endurnærð af náttúrinni.
Harpa Oddbjörnsdóttir, 16.9.2007 kl. 22:45
náttúrUnni átti þetta að vera....
Harpa Oddbjörnsdóttir, 16.9.2007 kl. 22:46
Linda Pé, 18.9.2007 kl. 14:46
Sæl Harpa! Ég minnist einnig mömmu þinnar, Betu frænku, sem hárrar og glæsilegrar konu sem bar hinn rómaða Brekkusvip með sóma. Getur ekki annars verið að ég hafi séð þessa mynd af mömmu þinni, þegar ég var lítil stelpa, í stofunni hjá afa þínum og ömmu á Brekku?
Bestu kveðjur, Dagbjört (Bergljótar hennar Mundu frá Gerðhömrum)
Dagbjört Ásgeirsdóttir, 19.9.2007 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.