Förðun - matur - sumarfrí

Helgin búin og blautur mánudagur heilsar. Hlynur minn er heima þessa vikuna atvinnulaus í sumarfríi.... Hann kláraði afleysingar á slökkvistöðinni í gær og þá er ekkert annað að gera en að fara að smíða. En fyrst ætlar hann að taka sér smá sumarfríi, sem hann á sko alveg skilið. Hann hefur unnið nánast því 24 tíma á sólahring í allt sumar. Stöðugt á bakvakt og aldrei hægt að fara neitt. Þannig að í dag og næstu daga fær hann að sofa út þessi elska og dytta að ýmsu heimafyrir.
Við gerðum nákvæmlega ekki neitt á föstudagskvöldið enda Hlynur á vakt. Heldur meira var að gera hjá mér á laugardeginum. Ég fékk sendar frá Elmu yndislegu GEÐVEIKAR nýjar MAC vörur með flugfrakt frá Reykjavík. Ég hafði verið beðin um að farða tvær þennan dag og bað ég því Elmu um að senda vörurnar með flugi því mig langaði til þess að nota þær á stelpurnar. Og að sjálfsögðu varð hún að því. Make upið tókst rosalega vel, hún hafði ekki verið svona ánægð síðan hún var förðuð fyrir brúðkaupið sitt:) Ekki slæmt það! Eftir það fór ég að passa fallega prinsessu í 2 tíma á meðan foreldrar hennar fóru í matarklúbb. Ég kíkti svo í partíið sem var eftir matarklúbbinn og sat þar til að verða miðnætti. Á þeim tíma farðaði ég Kötu sætu og eina aðra í viðbót. Þær voru báðar alveg í skýunum:)
Ég var ekki edrú þegar Hlynur náði í mig enda búið að hella í mig Mojito, Pina Colada, rauðvíni og tópas skoti....en ekkert alvarlega ölvuð, bara svona létt á því.
Sunnudagurinn fór í það að þvo þvott og gera almennt ekki neitt. Nema hvað að ég ætlaði mér að elda rosa góðann mat fyrir ástina mína, hunangsgljáðann kjúkling með kíwísósu. Jæja, sósan ysti og varð ógeðsleg og sendi ég því Hlyn út í búð eftir sveppasósu í bréfi. Þegar ég stakk í kjúklinginn heyrðist "pfffffff" eins og þegar Clark stakk í kalkúninn í National Lampoons Christmas Vacation, húðin var sem sagt brennd en hann var hrár inn við beinið. Við gátum þó borðað bringurnar, restin fór í ruslið. Kartöflurnar voru ekki tilbúnar á réttum tíma og tók ég þær því úr ofninum og steikti á pönnu... Hlynur endurtók aftur og aftur "ekki vera leið ástin mín, ekki vera leið"
Jæja við enduðum kvöldið á því að horfa á heimildarmynd um "the falling man", ljósmynd sem tekin var af manni sem kastaði sér út um glugga á WTC þann 11. september 2001. Ljósmyndin vakti mikla reiði í USA og víðar um heiminn, ekki þótti við hæfi að sýna hana.
Knús krakkar
Harpa

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elma

Þú ert snillingur Harpa mín, núna bara að taka fyrir þetta. Efnið kosta svo rosalega mikið. Þú ert miklu klárari en þú heldur við þetta.

LUV elma

Elma, 13.9.2006 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband