Öfugu megin framúr?

Chic

Jebb, ég vaknaði rétt fyrir hádegi í dag. Leist afskaplega vel á sólina sem reyndi að troða sér inn um svefnherbergisgluggann minn og ákvað að koma mér á fætur og út. Fór í sturtu, blés hárið, setti á mig andlit, fór í hvíta pilsið mitt, fínan bol og að sjálfsögðu nýju ógeðslega flottu appelsínugulu kápuna mína með kraganum flotta. Aha, geðveikt. Mér leið eins og rosa skutlu, "góðann daginn, ég ætla að fá lítinn hábít og einn latté takk" sagði ég við afgreiðslukonuna á Kaffi Edinborg. Dillaði mér svo niður í sæti og kveikti á fartölvunni. Þarna sat ég í dágóða stund, eða í rúma 2 tíma, fór svo að versla og síðan lá leiðin heim rúmlega 15.

Fjórum tímum síðar eða kl 19 var ég í eldhúsinu að ganga frá þegar ég tek LOKSINS eftir því..... ég var í öfugu pilsinu, neiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!!!!!!!! Ekki einn heldur tveir þvottamiðar stóðu út í loftið á ásaumaða undirpilsinu svo ekki var annað hægt en að taka eftir þeim. Nema ég gerði það ekki....fyrr en þarna.

 

.... Líður svona  

Ekki nóg með það heldur náði ég næstum að kveikja í fartölvunni.... Lítið sakleysislegt sprittkerti var á borðinu hjá mér á kaffihúsinu og bráðnaði bakhlið skjásins dulítið.  

Gott fólk, Harpa Oddbjörnsdóttir í hnotskurn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helen Garðarsdóttir

hehehe snilld með pilsið! ágætt að fatta þetta samt bara eftir á og vera komin heim! ;)

kveðja, Helen

Helen Garðarsdóttir, 19.9.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 91889

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband