Lots to do on my to do list

Jæja, heilmikið að gerast hjá okkur þessa dagana. Hlynur er enn í sumarfríi og er duglegur að vinna heima. Hann reyndar byrjaði á því að rústa eldhúsinu og baðinu hjá okkur.... Baðkarið okkar hefur eiginlega verið stíflað frá því við keyptum íbúðina, rétt lekið niður í dropatali. Nú hann fór í Húsasmiðjuna og keypti þar stíflueyði sem var svo öflugur að hann það fór í sundur rör og allt á floti í eldhúsinu þegar Hlynur kom niður eftir smá tima. Og það þarf að skipta alveg um loft í eldhúsinu, mála nokkra veggi og gera við upp á baðherbergi. Við fáum þetta reyndar allt úr tryggingum nema vinnu píparans. Bara gott mál. Mikið er ég feginn að stráksi minn er smiður:)
Ekki nóg með það, við tókum okkur til í gær og keyptum lakk, grunn, pensla, kítti, rúllu og sandpappír og réðums á glugga og hurðir á neðri hæðinni. Hvítlakkaðar skulu þær verða! Eftir að hafa pússað þrifið og grunnað í 6 klst í gærkvöldi þá sáum við það að við hefðum átt að vera löngu búin að þessu. Það birti rosalega til í íbúðinni! Oh hvað ég hlakka til þegar við erum búin að lakka.
Við buðum pabbsa í mat í kvöld, sunnudagssvínasnitzel með sósu og kryddsmjöri:) Ég bað hann að láta sér ekki bregða þegar hann kæmi því allt væri á hvolfi:) Reyndar ætla Jóhanna og Arnheiður að kíkja líka til okkar í smá pössun á meðan Dúi fer á söngæfingu. Ég ætla líka að mæta á borgarafundinn í dag í Ísafjarðarkirkju í tilefni af umferðarátakinu Nú segjum við stop!! Og á annann fund kl 20 með Stígamótahópnum mínum. Hlakka mikið til að hitta stelpurnar eftir sumarfrí.
Í gærdag fór ég í fyrsta HAM(hugræn atferlismeðferð) tímann minn upp á sjúkrahúsi. Það var einstaklingsviðtal við sálfræðing en í framhaldi af því munu verða fyrirlestrar einu sinni í viku, 2 tíma í senn og að lokum aftur einstaklingstími til að mæla árangur. Í tilefni af því að vera farin að vinna í sjálfri mér ákvað ég að reyna koma mér út úr húsi. Gera eitthvað annað á kvöldin en að liggja í þunglyndi. Í höndum mér birtist bæklingur frá Listaskólanum hér í bæ þar sem farið var yfir haustnámskeiðin. Ég nýtti tækifærið á meðan hjarta mitt var glatt og skráði mig á 3 námskeið!!! Ég veit nú ekki hvort það verður eitthvað úr þeim öllum því þáttaka er jú misjöfn og stundum falla þau niður. En sem sagt, fyrsta námskeiðið sem ég skráði mig á er vinnukonugripin á kassagítar. Ég hlakka mikið til að glamra á strengina á gítarnum hennar mömmu, Gabríel.´Pabbi hafði lánað vinafólki gítarinn en lofar að fá hann aftur fyrir mig áður en ég byrja á námskeiðinu. Annað námskeiðið er skapandi skrif sem Eiríkur Norðdahl kennir og að lokum hreyfing og tjáning hjá Hrafnhildi Hafberg. Oh hvað ég hlakka til að byrja! 
Svo er ég líka á´leiðinni suður með pabba labba sæta bangsa. Við ætlum að reyna ýta Árelíu af stað á meðan við erum þar:) Þó er það nú ólíklegt að eitthvað gerist þar sem örverpin vilja oft láta bíða eftir sér. Hulda og Ísar eiga líka von á því að ég komi og knúsi Vöndu Sólrúnu soldið mikið!!!
Já það er bara mikið í gangi, og allt gott:)
knús og kramkrakkar
Hörpulíus

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er gaman að lesa svona bjartsýnisblogg frá þér. Gangi þér vel og láttu heyra í þér þegar þú kemur suður. Kveðja Ágústa

Ágústa (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 15:58

2 identicon

Æðislegt að lesa þetta, sammála Ágústu, gaman að lesa svona bjartsýnisblogg frá þér, ég hef alla trú á að þú getir gert allt sem þig langar til og meira en það, meira svona!!!! Lífið er allt of stutt!!!!! Maður á að njóta þess að vera til!
Hlakka svo til að fá þig og pabba suður vonandi lætur prinsessan sjá sig meðan þið eruð hérna, ég er allavegana tilbúin!!!!!!!! Saknaðarkveðja Árelía og bumbubúi. Koss og knús=)

Árelia og bumbustelpa (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 21:16

3 identicon

Þetta líkar mér að heyra ljósið mitt. Ég var að lesa yfir gamla tölvupósta sem við skrifuðum okkar á milli 2004-2005. Vá hvað ég sakna þín Harpa. Ég sat bara með tárin í augunum. Vonandi gengur þetta allt hjá þér :) Ef þú hefur stund aflögu þá kannski kíkir þú í kaffisopa til mín? Ég skal búa til gott kaffi handa þér :)

Elísa (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 22:08

4 identicon

Hæ Harpa! Ótrúlega gott hjá þér að drífa þér í bæði HAM og kúrsana! Frábært hjá þér! Gangi þér vel með þetta allt saman. Knús yfir hafið,
Helen

Helen (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 02:28

5 identicon

Hæ Harpa! Ótrúlega gott hjá þér að drífa þér í bæði HAM og kúrsana! Frábært hjá þér! Gangi þér vel með þetta allt saman. Knús yfir hafið,
Helen

Helen (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 02:28

6 identicon

úps.. kann ekki alveg á þetta ;)
Helen

Helen (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband