Fræðsla í grunnskólum um kynferðislegt ofbeldi - Patró

illviðriÁ dögunum keyrðu tvær Sólstafakonur í illviðri til Patreksfjarðar. Við komumst þó á klakklaust á leiðarenda fyrir rest og gistum yfir eina nótt á gistiheimili sem við höfðum algjörlega útaf fyrir okkur. Daginn eftir hittum við nemendur frá grunnskólanum á Patreksfirði, Bíldudal og Barðaströnd.  Ég og Billa vorum þar í fyrsta sinn að að fara í skóla með svona fræðslu. Við fengum að fylgjast með því sem kallað er Salur en þá eru nemendur samankomnir í sal skólans og flytja atriði fyrir hvert annað. Mikið var gaman að sjá samstarf á milli eldri bekkja og þeirra yngstu. Lífsgleðin skein af þeim öllum.  

Fræðslan var kynjaskipt og byrjuðum við því að ræða við strákana. Bæði strákarnir og stelpurnar tóku þetta mjög alvarlega og spurðu og spurðu og spjölluðu heilmikið við okkur. Við byrjuðum á því að segja okkar reynslusögu og fórum vel í afleiðingarnar. Við sögðum frá því hvað við gerðum til þess að lifa af eins og að loka okkur af, borða, meiða okkur, leika hina hlédrægu góðu dóttur og svo framvegis.
Þá fórum við í skilgreiningar á kynferðislegu ofbeldi, hvað er sifjaspell og hvað er áreitni og svo framvegis. Fórum við einnig í tölfræðina, af þeim 55 nemendum sem við töluðum við voru a.m.k. 10 nemendur sem samkvæmt rannsóknum ættu að hafa lent í kynferðislegu ofbeldi af einhverju tagi, fyrir utan alla þá sem ekki þora að segja frá. Allir voru mjög slegnir yfir þessum tölum. 

         Þá sýndum við þeim nokkrar siður þar hægt er að leita sér upplýsinga um kynferðislega misnotkun og hvernig hægt sé að leita sér hjálpar. Blátt áfram, Stígamót, Umboðsmaður barna, Barnaheill, þessi síða og fleiri og fleiri. Þegar við komum heim á föstudageftirmiðdegi eftir að hafa ferðast í blíðskaparveðri kíktum við á heimasíðuna okkar og þar hafði einn nemendana kvittað í gestabókina á Sólstafasíðunni og þakkað fyrir að við hefðum komið í skólann. Ómetanlegt var að fá þessi skilaboð,  greinilegt var að heimsóknin hafði þegar hafa skilað árangri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

Þið eruð hetjur og bara langflottastar!

Gló Magnaða, 1.11.2007 kl. 14:40

2 identicon

Vá hvað þið eruð frábærar stelpur :) Til hamingju með allt Harpa mín :) Komið þið ekki líka í skólann hér einhverntímann???

 Það er líka flott greinin hér að neðan með Negrastrákana.

Bestu kveðjur :)

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 20:27

3 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Takk fyrir það Gógó mín! ójú við erum nýbúnar að fá beiðni frá Skarphéðni um að koma til ykkar:) Eigum bara eftir að ákveða tíma.

knús og klemm

Harpa

Harpa Oddbjörnsdóttir, 1.11.2007 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband