More to do on my to do list:)

c_documents_and_settings_hlynur_kristjansson_desktop_wet_paint_small.jpg

Hei gaman að fá svona skemmtileg komment:) Og fyrst þið voruð svona glaðar þá bara kem ég með annað bjartsýnisblogg.

 

Ég var sem sagt í vinnunni á fimmtudaginn og til mín kemur kona og spyr hvort ég sé ég. He...sem sagt spyr hvort ég sé Harpa. Ég staðfesti það og segist hún þá vera leita að fólki til að vera í stjórn Róta sem er félag fólks með áhuga á fjölmenningu, meðal annars væru þú að fara skipuleggja pólska menningarhátið í vetur og svo framvegis, og sagði hún að einhver hefði bent á mig. Ég spurði hvort hún væri ekki að tala við ranga Hörpu en hún þrætti fyrir það, sagði að annaðhvort Lísbet vinkona eða Albertína hefðu bent á mig, mundi það ekki alveg. Ég var svo sjokkeruð á því að einhver væri að biðja mig um að vera í stjórn einhvers, hvað þá að taka þátt í félagslífi að ég missti út úr mér "eh jájá" Með það fór hún og ég sat eftir og hafði ekki hugmynd um hvað ég var búin að koma mér út í. Hafði ekki einu sinni heyrt um þetta félag. Þurfti ég þá að leita Lísbet uppi á MSN og spyrja hvað í ósköpunum ég væri að fara að gera. Hehe, ein ekki alveg með á nótunum. Sem sagt, vonandi verður brjálað að gera hjá mér fyrir áramót:)

 

Við erum búin að mála, gluggarnir og hurðirnar niðri orðnar hvítlakkaðar:) Miklu flottara! Um leið og ég vaknaði lagðist ég í gólfið með tusku, terpentínuflösku og sköfu og fór yfir gólfið til þess að fjarlægja málningu sem hafði sullast niður. Eftir það ryksugaði ég og skúraði. Ógó dugleg! Hlynur minn er líka duglegur, hann fór að hjálpa vini sínum að smíða eitthvað heima hjá sér og fær fyrir það bjór að launum. Monsa sæta er ekki sátt. hún hefur verið lokuð inni í herbergi á meðan við höfum lakkað og þegar hún kemur fram þá gengur hún um mjálmandi og snertir ekki gluggana eða hurðirnar því henni finnst vera skrítin lykt af þessu. Hún var líka ógeðslega fyndin þegar hún var að reyna að hlaupa þegar ég var búin að setja terpentínu út um allt, spólaði bara á staðnum. Svo sat hún bara og horfði á mig forviða yfir því að ég skuli liggja á skítugu gólfinu og þóttist ekki þekkja mig því ég var svo töff í málningagallanum.

Þannig að nú sit ég nýbúin í sturtu og bíð eftir að Hlynur komi heim svo við getum eldað eitthvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband