Hei gaman að fá svona skemmtileg komment:) Og fyrst þið voruð svona glaðar þá bara kem ég með annað bjartsýnisblogg.
Ég var sem sagt í vinnunni á fimmtudaginn og til mín kemur kona og spyr hvort ég sé ég. He...sem sagt spyr hvort ég sé Harpa. Ég staðfesti það og segist hún þá vera leita að fólki til að vera í stjórn Róta sem er félag fólks með áhuga á fjölmenningu, meðal annars væru þú að fara skipuleggja pólska menningarhátið í vetur og svo framvegis, og sagði hún að einhver hefði bent á mig. Ég spurði hvort hún væri ekki að tala við ranga Hörpu en hún þrætti fyrir það, sagði að annaðhvort Lísbet vinkona eða Albertína hefðu bent á mig, mundi það ekki alveg. Ég var svo sjokkeruð á því að einhver væri að biðja mig um að vera í stjórn einhvers, hvað þá að taka þátt í félagslífi að ég missti út úr mér "eh jájá" Með það fór hún og ég sat eftir og hafði ekki hugmynd um hvað ég var búin að koma mér út í. Hafði ekki einu sinni heyrt um þetta félag. Þurfti ég þá að leita Lísbet uppi á MSN og spyrja hvað í ósköpunum ég væri að fara að gera. Hehe, ein ekki alveg með á nótunum. Sem sagt, vonandi verður brjálað að gera hjá mér fyrir áramót:)
Við erum búin að mála, gluggarnir og hurðirnar niðri orðnar hvítlakkaðar:) Miklu flottara! Um leið og ég vaknaði lagðist ég í gólfið með tusku, terpentínuflösku og sköfu og fór yfir gólfið til þess að fjarlægja málningu sem hafði sullast niður. Eftir það ryksugaði ég og skúraði. Ógó dugleg! Hlynur minn er líka duglegur, hann fór að hjálpa vini sínum að smíða eitthvað heima hjá sér og fær fyrir það bjór að launum. Monsa sæta er ekki sátt. hún hefur verið lokuð inni í herbergi á meðan við höfum lakkað og þegar hún kemur fram þá gengur hún um mjálmandi og snertir ekki gluggana eða hurðirnar því henni finnst vera skrítin lykt af þessu. Hún var líka ógeðslega fyndin þegar hún var að reyna að hlaupa þegar ég var búin að setja terpentínu út um allt, spólaði bara á staðnum. Svo sat hún bara og horfði á mig forviða yfir því að ég skuli liggja á skítugu gólfinu og þóttist ekki þekkja mig því ég var svo töff í málningagallanum.
Þannig að nú sit ég nýbúin í sturtu og bíð eftir að Hlynur komi heim svo við getum eldað eitthvað.
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Við erum ennþá í fullum gangi
- Hraunflæði ógnar innviðum við Svartsengi
- Aðhald nægilegt þrátt fyrir 70 milljarða halla
- Verulegur framgangur og fjölmiðlabann í deilunni
- Ekki fylgst með hvort sömu aðilar séu ítrekað brunavaldar
- Sér ekki fyrir endann á gosinu: Nei, nei
- Starfið algjör forréttindi
- Gengið vel að verja rafmagnsmastrið
Erlent
- Erdogan fagnar handtökuskipuninni
- Finnair aflýsir 300 flugferðum vegna verkfalla
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.