Blátt áfram samtökin hafa unnið ötullega að forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi síðan þau voru stofnuð árið 2004 af Sigríði og Svövu Björnsdætrum. Um þessar mundir er verið að hrinda af stað 5 ára forvarnarátaki gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum í öllum bæjar og sveitarfélögum á Íslandi. Hafa Sigríður og Svava unnið að því að þjálfa leiðbeindendur til þess að halda námskeið um allt land sem ber heitið Verndarar barna.
Markmiðið er að þjálfa 5% fullorðinna einstaklinga á Íslandi til að fyrirbyggja, greina og bregðast við kynferðisofbeldi af hugrekki og ábyrgð. Fyrir hvern einn fullorðinn sem sækir námskeiðið má gera ráð fyrir því (skv. könnun samtakanna Darkness 2 light) að 10 börn séu vernduð gegn kynferðisofbeldi. Ef 5% af fullorðnum eru margfölduð með 10, þá er það u.þ.b. fjöldi barna á hverjum stað. Þannig náum við vonandi að vernda öll börnin á viðkomandi stað. Með þessu námskeiði leggjum við ábyrgðina í hendur fullorðinna á því að vernda börnin okkar.
Námskeiðið Verndarar barna boðar byltingu í fræðslu, forvörnum og viðbrögðum við kynferðislegri misnotkun á börnum. Námsefnið er sérhannað fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sem þjóna börnum og unglingum sem og einstaklinga sem bera ábyrgð á umönnun og verndun barna; sínum eigin eða annarra. Efnið byggist á 7 skrefa bæklingnum til verndar börnunum okkar.
Við hjá Sólstöfum Vestfjarða viljum bjóða þér að sitja námskeiðið Verndarar barna þann 14. nóvember nk . í fundarsal Ráðgjafa og nuddsetrinu að Sindragötu 7, Ísafirði kl 19. Námskeiðsgjald er kr. 9.000.Forvarnarnámskeiðið er tvær og hálf klukkustund og byggist á
myndbandssýningu, vinnubók og umræðum stjórnað af leiðbeinenda. Boðið er upp á léttar veitingar. Vinsamlegast skráðu þig í síma 846 8846 eða sendu mail á harpao@solstafir.is.Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Veikindafríi Palla formlega lokið
- Ég hafði uppi mjög sterkar varnir
- Katrín á Aldrei fór ég suður
- Ryan Gosling í nýrri Stjörnustríðsmynd
- Ísland vekur athygli í nýju tónlistarmyndbandi
- Finnst ég í raun ekki tilheyra neins staðar
- Amanda Bynes mætt á OnlyFans
- Fyrrverandi eiginkona Scottie Pippens velur sér annan yngri
Athugasemdir
Mæli fyllilega með þessu námskeið og hvet alla sem möguleika hafa til að nýta sér námskeiðið fyrir vestan
Gangi ykkur vel
Dísa Dóra, 5.11.2007 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.