Eins og sumir vita berst ég við þunglyndi og hef gert í mörg mörg ár. Ég er á þunglyndislyfjum sem hjálpa mér mjög mikið þar sem ég væri bara upp í rúmi grátandi alla daga án þeirra.
Þessi lyf eru svokölluð forðalyf svo ég tek bara tvær töflur einu sinni á dag, alltaf á sama tíma dags. Nema þegar ég gleymi þeim heima.... Þessum töflum fylgja aukaverkanir/fráhvarseinkenni ef ég tek þær kannski 2-3 tímum seinna en venjulega og því getur óregla verið slæm fyrir mig. Ef ég seinka inntöku um þessa 2-3 tíma verð ég mjög ljósnæm og fæ svona eins og rafmagnsstuð í augun í hvert sinn sem ég hreyfi þau. Þetta minnir mig yfirleitt á töflurnar og allt kemst í samt lag.
Undanfarna daga hefur það komið fyrir að ég hef verið að taka þær bara hist og her yfir daginn, stundum snemma á morgnana og stundum seint á kvöldin. Ég fæ virkilega að kenna á því ef ég er kærulaus lengi því þá hellist gríðarleg depurð yfir mig. Eins og í fyrradag.
Ég mætti í vinnu í góðu lagi. Um hádegisbil fann ég hvernig ég þyngdist og þyngdist og þyngdist. Þegar það gerist má ekkert koma upp á. Þá fer ég að skæla upp úr þurru. Ég reyndi að halda andlitinu en gafst fljótlega upp þar sem tárin voru alltaf að reyna brjóta sér leið út. Tók ég mér því frí eftir hádegi og fór að vinna í Sólstöfum. Ef ég hefði farið heim hefði ég bara lagst upp í rúm. Allann daginn sá ég fyrir mér draslið og skítinn í íbúðinni og miklaði það allt eins og ég lifandi gat. Langaði EKKERT til þess að fara heim til mín þar sem allt þetta biði mín.
Ég fór þó heim að lokum. Svört á sálinni af þunglyndi. Horfði bara í kringum mig og fannst allt vera hræðilega skítugt og draslaralegt. Ekki bætti það neitt að við erum í augnablikinu með tvennt af öllum eldhústækjum dreift um alla íbúðina, tvo ískápa, tvo ofna, tvö helluborð og tvær viftur. Ekki af því að við erum svo dugleg að elda heldur vorum við að skipta þessum græjum út.
Jæja, rafvirkinn mætti rétt um átta leytið um kvöldið til þess að tengja ofninn og á meðann hann var að(Hlynur var á leikæfingu, enda ekki líft fyrir hann að vera heima þar sem ég var að á leið að springa) gekk ég um íbúðina og lagaði aðeins til. Bara til þess að halda mér uppteknri svo ég færi ekki að gráta. Um leið og ég settist niður vildu tárin brjóta sér leið.
Aníhú, mér gekk ágætlega að halda tárunum í skefjum þó vissulega ég gréti sáran innra með mér. Ég var búin að taka töflurnar mínar og ákvað að fara snemma að sofa. Virtist allt ætla að enda vel.
Nema hvað. Hlynur kemur heim þegar ég var alveg að sofna og hélt að ég væri sloppin, ég myndi vakna hress sem fress morguninn eftir. Nei góða mín. Hlynur skreið upp í rúm og bablaði eitthvað við mig, ég tók tappana úr eyrunum(sef með eyrnatappa) og sagði "ha?" " Varstu bara farin að sofa?" "já sagði ég eins og mús. " Er eitthvað að?"
Takið eftir þessi spurning " er eitthvað að? " er stórhættuleg fyrir mig í þessu ástandi þegar ég er úti má meðal almennings. Ég spring.
Og ég sprakk, gat ekki meir, vældi og vældi, sagði "ég veit það ekki" eða "ekkert" þegar greyið Hlynur spurði hvað væri að. Sagði honum að ég hefði gleymt að taka töflurnar mínar á réttum tíma. Þessi elska lagði sig fram við að hugga mig á sem blíðlegastann hátt ásamt því að Monsa var dugleg við að vera ofurkrútt ofan á mér. Eftir smástund var allt búið. Ég farin að brosa og grínast. Þurfti bara að losa um.
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 91911
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús á þig dúlla
Dísa Dóra, 7.11.2007 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.