Fyrirmæli ríkissaksóknara um tálbeitur í kynferðisbrotamálum. Eru þau nýtt??????

Ég verð ekki vör við það að þessar heimildir séu nýttar en þið?? Og ef þær eru yfirleitt nýttar, leiða þær til dóma ? Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, hugsaðu þetta mál aðeins betur, þá sérðu að að það ER ÞÖRF á ákvæði um þetta í lögum.

"Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að setja ákvæði um notkun tálbeita í kynferðisbrotamálum gegn börnum sérstaklega, enda séu ákveðnar heimildir fyrir hendi um notkun tálbeita. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar vill að ákvæði um þetta verði sett í lög.

Ágúst Ólafur rifjaði upp að Héraðsdómur hefði síknað þrjá menn sem fréttaþátturinn Kompás tældi til fundar með 13 ára stúlku í kynferðislegum tilgangi. Þingmaðurinn sagði þetta ef til vill í samræmi við núgildandi lög, þar sem það voru þáttagerðarmenn en ekki lögregla sem lagði tálbeituna. Hins vegar vekti þetta mál þá spurningu hvort ekki þyrfti að breyta lögum um heimildir lögreglu í þessum efnum. Tálbeitum hefði aðallega verið beitt í fíkniefnamálum en það þyrfti að vera hægt í kynferðisbrotamálum gegn börnum líka.

Ágúst Ólafur sagðist sannfærður að ákvæði sem þetta hefði fælingarmátt og þá væri nokkuð unnið.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði að nú þegar væri hægt að beita tálbeitum samkvæmt fyrirmælum frá Ríkissaksóknara frá árinu 1999, ef ætlað brot varðaði hið minnsta átta ára fangelsi. Í væntanlegu frumvarpi til laga um meðferð sakamála ekki gert ráð fyrir breytingum á þessum reglum. Alþingi geti hins vegar gert það í meðförum málsins.

Dómsmálaráðherra sagðist þeirrar skoðunar að ekki væri þörf á að breyta reglunum um að þetta heimildarákvæði yrði áfram hjá Ríkissaksóknara."

Frétt þessi er tekin af vísi.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

Sá Ágúst Ólaf og Svein Andra lögmann í kastljósi í gær.  Þar var aðalmálið hjá Sveini Andra að þetta hafi ekki verið 13 ára stelpa heldur 30 ára kona. Og einhvern veginn skipti engu máli að þeir héldu að þetta væri 13 ára stelpa.  - Hneyksli!

Gló Magnaða, 15.11.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband