Verndum börnin gegn kynferðislegu ofbeldi. Fyrsta námskeiðinu lokið

Fyrsta námskeiðinu, Verndarar barna, er lokið. Það var haldið í gærkvöldi í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eins og þeir sem fylgjast með blogginu mínu vita er Verndarar barna námskeið sem  boðar byltingu í fræðslu, forvörnum og viðbrögðum við kynferðislegri misnotkun á börnum. Námsefnið er sérhannað fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sem þjóna börnum og unglingum – sem og einstaklinga sem bera ábyrgð á umönnun og verndun barna; sínum eigin eða annarra.  Efnið byggist á 7 skrefa bæklingnum til verndar börnunum okkar.   

Ég bauð 10 manns að koma, 3 komust ekki.  Þegar ég fór á leiðbeinandanámskeiðið fyrir sunnan þá fékk ég 10 vinnubækur sem voru innifaldar í námskeiðsgjaldinu. Sumir nota þær til þess að æfa sig á fjölskyldu og vinum áður en fyrsta „alvöru“ námskeiðið er haldið. Ég ætlaði mér að gera það en ákvað að skella mér bara í djúpu laugina og bjóða nokkrum „lykilmanneskjum“ á námskeið. 

Þeir sem mættu voru : grunnskólafulltrúi Ísafjarðarbæjar, leikskólafulltrúi Ísfj., yfirmaður í lögreglu Vestfjarða, námsráðgjafi í menntaskóla Ísafjarðar, forstöðukona svæðisskrifstofu málefna fatlaðra plús einn starfsmaður, starfsmaður félagsmiðstöðvar á Ísafirði.  Ég bauð einnig manneskju frá Súðavík en þar sem ég mun halda sér námskeið fyrir starfsmenn skólanna þar þá ákveð hún að vera á því. Einnig bauð ég manneskju frá Bolungarvík en fékk ekki svar.

 

Það er skemmst frá því að segja að þetta var alveg frábært kvöld. Ég er enn í sæluvímu yfir viðbrögðum þátttakenda. Stressið var alveg í lágmarki hjá mér, örugglega af því að þetta var allt fólk sem ég þekki.

Miklar umræður sköpuðust meðal okkar og allir þátttakendur voru sammála um að þetta námskeið ætti heima á öllum þeim stöðum þar sem fullorðnir vinna með börnum.  Sem var einmitt tilgangur minn með því að bjóða þessum lykilmanneskjum sem hafa eitthvað um það að segja hvaða fræðslu starfsfólkið fær. Nú bíð ég bara eftir að þeir hafi samband;)

Upp kom hugmynd um að fá einstök fyrirtæki til að styrkja t.d leikskólastarfsmenn, grunnskólastarfsmenn á námskeiðið.  Fyrirtækið væri að fá heilmikið fyrir sinn snúð í rauninni : auglýsingu, betur upplýsta starfsmenn skóla og fleiri stofnanna um kynferðislegt ofbeldi og þau væru að styrkja gott málefni þar sem hluti af námskeiðsgjaldi rennur til Sólstafa Vestfjarða.  Persónulega líst mér mjög vel á þessa hugmynd og vona að fyrirtæki hér á Vestfjörðum taki vel í hanaJ

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með þetta skvís - þú ert að standa þig frábærlega

Dísa Dóra, 16.11.2007 kl. 19:47

2 identicon

Til hamingju! Og til hamingju með viðtalið. Á eftir að lesa það, geri ráð fyrir að einhver geymi blaðið, vil ekki lesa viðtalið í word skjali þó ég sé með sambönd þarna á BB. Hahaha. Eruð þið annars búin að fá kort?

Tinna (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 91911

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband