Óbeisluð fegurð, við eigum ykkur mikið að þakka!!!!!!

Ég var að enda við að horfa á sýningu Rúv á heimildarmyndinni um keppnina Óbeisluð fegurð. Að sjálfsögðu fór ég á sýninguna hér í Ísafjarðarbíói um daginn og fagna því mjög hve fljótt hún er sýnd í sjónvarpinu. Sýningin hér á Ísafirði var núna bara í lok október og hún er sýnd i dag í sjónvarpinu ekki einu sinni mánuði seinna. Snilld.

Allur aðgangseyrir rann til Sólstafa Vestfjarða sem og aðgangseyrir að myndinni þegar hún var sýnd í bíói hér fyrir vestan. Í það heila fengu Sólstafir rúmlega hálfa miljón ísl kr. Stórkostlegt framlag þeirra á stóran þátt í því að við hjá Sólstöfum getum haldið áfram starfi okkar.  Við erum þeim ævinlega þakklátar fyrir að allar þessar  góðu sálir tóku þátt, sérstaklega þar sem það var mikil áskorun fyrir hvern og einn að koma svona fram á hreinskilinn og fallegan hátt. Stíga inn í óttann eins og við segjum. Ofboðslega hugrakkt fólk sem á allt gott skilið. Og hópurinn sem skipulagði keppnina á líka inni mikið þakklæti frá okkur. Enda þegar við hugsum til þeirra þá liggur við að við hneigjum okkur ósjálfrátt. Matta, Eygló, Íris, Gummi og Gréta þið eruð frrrrrrrrrrrrrrrráááááááábæææææææærrrrrr!!!

knús og klemm

Harpa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sat ein fyrir framan sjónvarpið heima hjá mér og brosti út að eyrum, svooooo mikið stolt yfir því að vera Vestfirðingur, snilldar framtak og allir svo fallegir og geislandi og yndislegir eins og Ásthildur benti á :) Knús fallega frænkan mín.

Una (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 15:07

2 Smámynd: Linda Pé

Þetta var frábært framtak !

Myndin er vel heppnuð, það var mikið hlegið

Linda Pé, 23.11.2007 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 91911

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband