Prestur, draumur, rolluskrokkar, lummur og yndisleg börn. Frábær dagur!!!

Síðustu nótt dreymdi mig að ég hefði verið ráðin sem prestur. Stór og flott kirkja víst þar sem ég átti að þjóna man ég. Nema hvað.

 Ég hugsaði með mér : ööö, ok sem sagt ég þarf að semja fullt af ræðum, halda ræður og messa yfir fólki. Vera hvetjandi og græðandi persónuleiki. hmmmm...jájá, ég meika það alveg, er það ekki....

Svo hugsaði ég: já þarf alltaf að vera rosalega 100%  á öllu er það ekki, svo ég líti ekki illa út, svo söfnuðurinn hafi trú á mér. jájá, ég get það alveg, er það ekki.....

þá hugsaði ég: bíddu við, ég þarf að geta haldið lagi.....prestar þurfa að tóna í messum og sona er það ekki??? óóóóóóóóóóóóóóóóóneiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii! nó tjéns in fokking hell!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Ég syng ekki. Punktur.

Enívei. Við vorum út um allt í dag, ok kannski bara á tveimur stöðum.....

Byrjuðum á því að heimsækja Lísbet og börnin hennar stórkostlegu. Hörður Christian og Sara Emily slógu að sjálfsögðu í gegn með því að vera þau sjálf, einlæg, skemmtileg, sko ótrúlega skemmtileg og yndisleg börn!! Við Hlynur fengum lummur með osti og smjöri, grískt kaffi og slatta af yndislegheitum í kaupbæti.

24.11.2007 02124.11.2007 04024.11.2007 041 24.11.2007 05024.11.2007 052

 

Eftir þá heimsókn fórum við til Dúa og Mörthu(Dúi er bróðir Hlyns). Þar eyddu Hlynur, Martha, Dúi og Unnur (dóttir Mörthu) 4 klst í að skera niður, hakka og pakka 2 rolluskrokkum.

24.11.2007 075

Á meðan hélt ég á Sigurði Oddi, 4 mánaða ofurkrútti félagskap. Hann var bara ánægður með það held ég. Allavega endaði kvöldið á því að hann sofnaði í fanginu á mér eftir að hafa verið ótrúlega stilltur þessi elska.

24.11.2007 08024.11.2007 108

Unnur og Jóhanna(dóttor Dúa) voru djúpt sokkarnar í draumaráðningabók seinna um kvöldið svo ég spurði þær út í drauminn minn, þennan með prestdótinu.....

Svona var ráðningin: Sé dreymandinn sjálfur presturinn endurspeglar það ósk hans um að verða betri maður en hann er. Hann þráir að njóta virðingar og aðdáunar og vill að aðrir leiti til sín um aðstoð.

hmmmmmmmmm......................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 91911

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband