Útilegumaðurinn minn sæti með skeggið

Er hann ekki myndarlegur! Hlynur minn var sem sagt að leika Harald, útilegumann í Skugga-Sveini. Síðasta sýning var núna í gærkvöldi. Hann stóð sig eins og hetja þessi elska!!!!

Útilegumaðurinn minn 

Frá því við byrjuðum saman hefur hann suðað um að fá að safna skeggi en ég alltaf sett mig upp á móti því og hótað engum kossum framar. Jæja, þegar honum var boðið hlutverk Haralds var hann fljótur að segja já þegar hann vissi að hann þyrfti að safna skeggi:) Nema hvað, eftir nokkra daga var hann að fara úr límingunum af löngun til að raka sigLoL

Í gærkvöldi kom hann því hlaupandi heim eftir að frumsýningu lauk, rauk upp á bað, sturtaði sig og hófst svo handa við hinn langþráða rakstur. Þegar hann kom niður fannst mér hann vera hálfbarnalegur í framan, svona skegglaus og glansandi. En kossarnir verða líklega fleiri hér eftir en undanfarnar vikurWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert greinilega uppi á réttum tíma Harpa mín hehehe.. ekki gott ef þú hefði verð öldinni fyrr, þegar enginn karlmaður skegglaus var.  En þetta er mesti myndarpiltur hann Haraldur, Hlynur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2007 kl. 15:50

2 identicon

Iss, þetta er nú meiri aumingjaskapurinn í honum Hlyni, ég þurfti að hafa gríðarlegan skeggvöxt alveg frá jólum og fram að páskum.

Ekki samt segja honum að ég hafi sagt þetta.... :)

Benni (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 16:28

3 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Heiðarsveinninn hýri - er voða krúttlegur!! þó ekki sé hann með eins fallegt skegg og Jón Sterki.......

Þorleifur Ágústsson, 3.12.2007 kl. 18:42

4 identicon

Langflottastur!

Thalez (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband