Steinunn, þú rúlar!!!!!!

Mikið vildi ég hafa skrifað þetta:

"Ef ég sagði eitthvað vitlaust þá biðst ég vægðar og vona að mér sé fyrirgefið”, segir hvítur, miðaldra, millistéttar karlmaðurfeministaherkona.jpg í góðri stöðu í þjóðfélaginu. Hann er einn þeirra sem telur femínista stjórna allri umræðu í samfélaginu. Hann er einn þeirra fjölmörgu sem telur pólitíska rétthugsun hafa keyrt úr hófi fram. Hann telur sig varla geta opnað munninn án þess að vera skotinn niður af femínista í herklæðnaði sem skýtur úr jákvæðri mismununarbyssu, varpar kynjafræðisprengjum, notar strategíska jafnréttisáætlun í sókn sinni og verst með jafnréttislögum. Hin úthugsaða “operation heimsyfirráð” sem femínistar hafa planað síðan á seventís er greinilega á fúllsving.

Femínistar virðast samkvæmt umræðunni vera búnir að banna hitt og þetta og svo er fólk voða pirrað yfir að málfrelsi þeirra sé heft (af femínistum náttúrulega) þegar sleggjudómar þeirra um hópa fólks eru gagnrýndir. Ef það er málfrelsi að fullyrða að útlendingar séu nauðgarar upp til hópa, af hverju er það þá árás femínista á karlmenn að benda á það að yfir 90% naugðara eru karlmenn? Hið fyrrnefnda er vanalega rökstutt með tilfinningu og hið seinna með rannsóknum. Og hvað er það annað en alvarleg aðför að tjáningarfrelsi kvenna að hóta þeim konum kynferðislegu ofbeldi sem tjá sig opinskátt um jafnréttismál á opinberum vettvangi. Við höfum dæmi um þetta frá því nú íreversed-roles.jpg vikunni á bloggi Gillzeneggers og á fleiri bloggum frá því í kringum klámráðstefnumálið hið mikla. Kenna kjellingunum smá lexíu, þær eru orðnar aaaaðeins of valdamiklar.

Orðnar of valdamiklar? Klassískt dæmi, viðsnúin hlutverk: Ef konur væru 70% þingmanna, karlmaður hefði aldrei verið bankastjóri, forsætisráðherra né biskup. Allir bankastjórar og seðlabankastjórar væru konur, enginn karl væri kvótakóngur, karlar fengju greitt minna en konur fyrir sömu störf og þau störf sem titluð væru karlastörf væru lítt metin og illa borguð. Karlar væru innan við 8% stjórnarmanna í 100 stærstu fyrirtækjum landsins. Það sem karlar gerðu væri lítið fréttnæmt. Fréttatímar væru yfirfullir af því sem konur eru að gera af því að það væri merkilegt en það sem karlar gerðu væru í ansi mörgum tilfellum kallað “fótboltafréttir” og ekki vert að minnast á. Helstu birtingamyndir karla væru að birtast hálfnaktir, sólbrúnir og stæltir í kynferðislegum stellingum og það sem konum fyndist skemmtilegast að pæla í varðandi karla væri hversu stórt typpi þeir væru með. Karlar væru seldir svo hundruðum þúsundum skipti á milli landa í þeim tilgangi að neyða þá í vændi. Ef að karlar síðan svo mikið sem voguðu sér að setja út á þetta ástand þá væri þeim bent á að jafnrétti væri löngu náð og sannast sagna væru þeir frekir vælukjóar sem hefðu of hátt.

Það er mjög merkilegt að komin sé upp sú staða að internetið er fullt af “forréttindafemínistum” og hvítum, karlkyns,reversed-roles2.jpg millistéttar, gagnkynhneigðum píslarvottum þess að hafa fæðst inn í heim þar sem þeim sé “bannað” að tjá sig vegna þess að þeir tilheyri ekki minnihlutahóp. Hvernig gerðist það að femínismi er allt í einu tengdur við forréttindi og jakkafatakarl við píslarvotta? Ef femínistar hefðu raunverulega þau völd sem þeim eru eignuð í þessari orðræðu þá liti samfélagið svolítið öðruvísi út. Að gefnu tilefni vil ég benda á að staða kvenna í samfélaginu verður aldrei leiðrétt nema staða karla sé líka leiðrétt. Til dæmis tel ég það raunverulegt baráttumál fyrir karla að fá rými til að ræða tilfinningar sínar án þess að hæðst sé að þeim. Þegar stelpustrákur er ekki lengur niðrandi orð er takmarkinu náð. En þegar málefni karla eru rædd á þann hátt að kvennabarátta síðustu áratuga hafi gert drengjum þessa lands ljótan grikk þá erum við á villigötum. Að lokum: “Operation heimsyfirráð” er auðvitað algjört bull og hefur aldrei verið til, femínistar eru ekki gjarnir á að klæða sig í hermannabúning og væri þá til of mikils mælst ef hætt væri að stilla jafnréttisbaráttu upp sem skotgrafarhernaði milli karla og kvenna?"

 

Þetta skrifaði Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir. Frábær penni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

oh dear...

Óskar Þorkelsson, 6.12.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband