Sviðnar kindalappir í matinn í kvöld, nammmm....?

Í kvöld vorum við í mat hjá Kollu og Nonna í Hjarðadal. Einu sinni ári sem sagt erum við boðin í mat, ásamt hinum systkinum Hlyns og mökum, ásamt tengdaforeldrum mínum Didda og Dúnnu. (Hlynur minn er bróðir Nonna). Jámm,  við erum jú oftar boðin í mat yfir árið en þetta er mjög spes. Fyrir mig allavega.....Í boði eru kindalappir... sviðnar og soðnar kindalappir. Kindalappir með klaufum og alles. Soðnar í haunk svo skinnið og sinarnar losni utanaf við snertinguna eina. Ójá, smjattað og kjammsað á seigum sinunum og skinnið svo mikið soðið að rétt þarf að snerta til að það flosni í sundur. Allt í kringum mig voru þau að smjatta á þessu góðgæti, fitugir fingur og kartöflumúsin út á kinnar. Ég fékk mér súpu. Kjötsúpu.

Mikið vildi ég að ég væri nógu það kjörkuð að geta smakkað. Skammast mín hálfpartinn fyrir að sitja hjá við svona alíslenskt matarborð.

Kannski næst.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

MEEEEEEE..... ojjjjjjj hefði gubbað. Klíugjörn dauðans!!!!!!

Árelía (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 03:04

2 Smámynd: Dísa Dóra

Þetta er reyndar herramannsmatur.  Þú ættir að safna kjarki og smakka

Dísa Dóra, 8.12.2007 kl. 08:53

3 identicon

Verst að ég komst ekki , ég hefði borðað kjötsúpu með þér.

Magga Kristjáns (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 13:12

4 identicon

Úfff....

Ég hefði kannsi átt að hemja mig í löppunum... ég át hressilega yfir mig og svaf ekkert sérlega vel eftir það. En þar sem þetta er bara einusinni á ári...og þetta er svo gott!

Kv. Martha

Martha (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 11:54

5 Smámynd: Gló Magnaða

Harpa þú verður að smakka næst. Þetta er svipað bragð og af sviðum.  Ég elska svona villimannasiði. Ég ætlaði að elda blóðgraut og var að mana fólk í að smakka en klikkaði á að ná mér í blóð. Fúlt.........

Gló Magnaða, 10.12.2007 kl. 12:56

6 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

BLÓÐGRAUT!!!! ómægad frekar myndi ég leggja mér til munns lappirnar.....

Harpa Oddbjörnsdóttir, 10.12.2007 kl. 13:08

7 Smámynd: Gló Magnaða

Blóðgrautur er mjög ljúffengur. Borðaði hann oft þagar ég var púki og hef einu sinni eða tvisvar eldað hann sjálf. Öllum, sem fengust til að borða hann, fannst hann góður. Ég býð þér að smakka þegar ég næ mér í blóð

Gló Magnaða, 10.12.2007 kl. 13:44

8 identicon

ef að útlendingar gætu skilið íslensku í einn dag og myndu lesa þetta blogg.... 

það væri gaman að sjá framan í þá heheh

kindalappir og blóðgrautur.....

Kristín (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband