ÁRIÐ 2007

Í staðin fyrir að skrifa langa færslu um atburði ársins sem var að líða fer ég hér yfir bloggárið mitt. Ég vona að þið njótið þess að rifja upp með mér:)

 

Janúar 2007:

"Áramótin komu líka, og eru liðin. Ég var í mat hjá pabba og Dóru ásamt Árelíu og Írisi en Hlynur var hjá pabba sínum og mömmu. Rétt fyrir níu um kvöldið skutlaði Árelía mér yfir á Flateyri og skildi aumingja barnið eftir í Bolungarvík. Var hún með í maganum allan tímann yfir því að vera hræðileg móðir en hafði það af alveg fram yfir Skaupið. Skaupið átti ekki skilið áhorf....leiðinlegasta skaup sem ég man eftir. Stóð upp frá því ásamt helmingnum af fólkinu sem horfði með mér, þegar það var hálfnað. Jón Gnarr og Þorsteinn G voru fyndnir reyndar. Allir með tölu, eða 10 manns í þessu húsi voru sammála um Skaupið. Ömurlegt vægast sagt.
Hlynur minn er á milli starfa eins og er, var að leysa af á slökkvistöðinni í des og fram yfir áramót og tekur núna bakvaktir. Einnig er hann umsjónarmaður eigna fyrirtækis sem er í gjaldþrotameðferð. Annars er nú lítið um vinnu því þegar Ágúst og Flosi fór á hausinn misstu 20 manns vinnuna.
Síðan greinin mín birtist á netútgáfu bb.is hef ég fengið gríðarlega mikil og góð viðbrögð frá fólki. Fyrir utan kommentin á heimasíðuna mína þá hefur fólk verið að stoppa mig á götum úti, ótal margir kossar og ekki færri knús, ég hef fengið hringingar frá fólki sem ég þekki ekki og svo framvegis. Sumir hafa talað við mig með tárin í augunum. Úff það er ekki létt. En þessi viðbrögð sína að greinin er að gera gagn, fær fólk til þess að hugsa. Þeir sem hafa ekki aðgang að tölvu geta lesið greinina í BB sem kemur út á næsta fimmtudag þar sem ég var beðin um leyfi fyrir því að hún yrði birt þar.
Kastljós hefur haft samband við mig og ætluðu að fá mig í viðtal en þau ákváðu reyndar eftir að Breiðavíkurmálið varð svona stórt að einbeita sér að því af fullum þunga sem er bara rosalega gott mál. Það mál verður að fá alla þá athygli sem þá á skilið. Hryllingur. Mikið vona ég að þessir menn fái frið í hjartað.
Mars :
Apríl:
Maí:
Júní:
Júlí:
Ágúst:
September:
Október:
Nóvember:
Desember:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Elsku Harpa mín, Gleðilegt ár, ég vona að nýja árið verði þér gott. Þetta var gaman að lesa svona annál yfir árið, þú sýndir mikið hugrekki  og dugnað á árinu 2007. Ég trúi því að á árinu 2008 haldir þú áfram að hjálpa öðrum með því að vinna í þér sjálfri. Go girl.  Kær kveðja

Addý

Arndís Baldursdóttir, 2.1.2008 kl. 09:08

2 Smámynd: Gló Magnaða

Whatt!!!...?????   Mjög ósammála þér með skaupið

Mér fannst það frábært og hló endalaust og við öll heima hjá mér og ég þurfti að þurka tárin þegar atriðið með Bubba kom. Með betri atriðum ever.

     

Gló Magnaða, 2.1.2008 kl. 14:33

3 identicon

Gló Magnaða! hún er að tala um skaupið 2006... þetta er annáll frá´árinu 2007.. annars er ég sammála þér um skaupið 2007 það var BARA frábært

Halla Signý (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 16:22

4 Smámynd: Gló Magnaða

ó....

Fannst það samt ágætt í fyrra. Þó nokkur góð atriði. Betra núna samt. 

Gló Magnaða, 2.1.2008 kl. 18:54

5 Smámynd: Gló Magnaða

     Gleymdi  -

Árið !!

Gló Magnaða, 4.1.2008 kl. 15:20

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleðilegt ár Harpa þú ert alveg frábær og dugleg ung kona,
vona að árið 2008 verði þér gott.
Já skaupið var ekki gott að mínu mati, reyndar er aldrei neitt gott við gamlárskvöld hjá mér, ég er hrædd kvíðin og bara ómöguleg,
helst viljum við ég og Neró minn ( hann er hundur) skrýða undir rúm.
hætt þessu röfli.
                              Kveðja til þín og ykkar allra
                              Sólstafa kvenna. Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2008 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband