Blogg, hvað er það? Ég hef verið skömmuð fyrir að það sé of langt um liðið síðan ég skrifaði síðast. En stundum er bloggandinn ekki yfir manni þó allt gangi sosum vel og nóg sé að gera.
Byrjum á fallegasta augnabliki lífs míns, þegar Guðmundsdóttir kom í heiminn. Ég var svo heppin að vera beðin af Árelíu og Gumma að vera viðstödd fæðinguna og þótti mér það mikill heiður. Árelía hringdi í mig rétt um hádegi á mánudeginum 18.september og sagðist hafa verið með samdrætti þá um nóttina og morguninn.
Ég var í vinnunni þegar hún hringdi, sagði bara bless, ég er farin í frí þegar ég var búin og við Hlynur brunuðum til Reykjavíkur morguninn eftir. Þegar við bönkuðum á dyr hjá þeim var slímtappinn nýfarinn hjá Árelíu og vatnið fór upp úr kl 22 um kvöldið. Verkirnir byrjuðu svo hjá henni rétt eftir miðnætti og var undurfögur stúlka komin í heiminn kl 4:08. Þar sem Gummi var ekki með fleiri en 2 hendur þá var ég sett á myndavélAR og vídjóvél.
Ég hamaðist við að taka myndir í gríð og erg á meðan átökunum stóð sem var nú ekki svo agalega langur tími því daman var að flýta sér að komast í fang mömmu sinnar og pabba. Árelía stóð sig eins og hetja, tók engin deyfilyf, aðeins glaðloft í miklum mæli. Öðru hvoru drafaði í henni til hvers að reykja hass þegar maður getur fengið glaðloft.... Hún hljómaði eins og hún væri komin vel á veg með góða rauðvínsflösku.
Gummi var eins og klettur við hlið hennar og gerði allt sem hann gat til þess að létta undir með sinni elsku. Þegar litla daman leit dagsins ljós opnaði hún bara augun og var stillt eins og engill. Á meðan ljósan saumaði Árelíu sat hún í fangi pabba síns og mændi út í loftið salíróleg. Oh, svo fögur.
Hér getið þið séð fullt af myndum
Jæja, við fórum að sjálfsögðu í daglegar heimsóknir til þeirra þegar þau voru komin heim og fylgdumst með fyrstu dögum nýs lífs og nýrra foreldra sem standa sig eins og þau hafi aldrei gert neitt annað. Ljósan sem þau fengu heim var algjörlega yndisleg og létti mikið til með Árelíu.
Við Hlynur fórum í mikið af heimsóknum þessa viku sem við vorum fyrir sunnan. Að sjálfsögðu fórum við að sjá aðra nýja frænku mína hana Vöndu Sólrúnu sem er ofboðslega falleg og yndisleg, eins og foreldrarnir sjálfir. Fengum við að borða með þeim eitt kvöldið þar sem tekin var upp voða fín rauðvínsflaska. Hulda Guðrún sem hafði ekki smakkað áfengi í næstum ár fékk sér nokkra sopa en gat ekki meir því henni fannst rauðvínið svo sterkt. Hana hreinlega sveið í hálsinn! Fyndið:)
Eitt kvöldið fór ég að hitta Elmu mína á Nordica barnum og að venju var yndislegt að tala við hana. Næst þegar ég fer, sem er nú bara á föstudaginn í næstu viku, ætla ég að gefa mér meiri tíma með henni. Hún veitir mér alltaf svo mikinn innblástur þessi elska.
Fyrr um kvöldið höfðum við farið í dýrindis mat hjá Jóhannesi bróður Hlyns og Huldu konu hans. Þar hittum við tengdó sem voru nýkomin að utan, og Möggu ömmu Hlyns. Ömmu mína heimsóttum við á sunnudeginum og ég kíkti á Elísu vinkonu fyrr í vikunni sem var alveg yndislegt.
Við gistum hjá Ágústu og Sævari á Boðagrandanum þar sem fór agalega vel um okkur. Eitt kvöldið tókum við okkur til og spiluðum Leonardo og co, Kana og átum með því osta og drukkum rauðvín. Mmmmmm...nammm... Ég kynnti Sævari fyrir geitaosti og er hann nú mikill aðdáandi hans;) Hef einnig kynnt ostinn fyrir Árelíu, Gumma, Huldu og Ísari og eru þau öll kolfallin:) Arg hann er svooooo góður!
Að sjálfsögðu keyptum við okkur föt, kíktum á kynjakattasýningu og keyptum klórutré fyrir Monsu litlu sem er alveg vitlaus í það. Það er nú saga að segja frá því þegar við fórum á kattasýninguna. Hún var haldin í Garðheimum í neðra Breiðholtinu og sjáum við þar ógisslega sætar kisur. Loðnar, litlar, STÓRAR, sofandi, vakandi, mjálmandi, kisur. Hlynur var svo agalega hrifinn af Maine Coone kisunum sem verða um 9-10 kg þegar þær fullorðnast, sem er á við nokkra heimilisketti....eins og ljón eiginlega. Ég sagði honum að ég hefði e-h tímann séð auglýsta kynjaketti á Kattholt heimasíðunni sem allir vonandi þekkja. Yfirleitt eru þar bara venjulegir heimiliskettir sem einhverjar vondar sálir skilja eftir í pappakössum út um kvippinn og kvappinn. Ég skoða þessa síðu reglulega og sé fyrir mér þybbna eldri konu sem er svona yfirþyrmandi góð amma. Kona sem kemur öðru hvoru með tárin í augunum í sjónvarpinu, biðjandi fólk um að bjarga kisunum. Hjarta mitt grætur í hvert einasta sinn.
Nema hvað, Hlynur var svo heitur fyrir svona stórri kisu að ég fékk hann til þess að fara með mér upp í Kattholt að skoða. Nota bene þetta var á sunnudagseftirmiðdegi. Við notuðum síðustu bensíndropana í að keyra áttavillt um ruglandi Ártúnsholtið, leitandi logandi ljósi að Kattholti. Mikið vorum við glöð þegar við sáum skiltið. Við vippuðum okkur út úr bílnum og dingluðum hjá konunni með hjartað fullt af kærleika og tilbúin til þess að bjarga litlum titrandi hjörtum.
Hurðin opnaðist til hálfs og í dyragættinni stóð kona sem var ekki mjög ömmuleg á svipinn. Samtalið fór sirka svona fram:
Ég: (sykursætt) Góðann daginn! Við vorum að velta fyrir okkur hvort við fengjum að kíkja á kisur hjá þér?
Síður en svo ömmulega konan: nei, það er lokað(skyrpti hún út úr sér)!!
Ég: ó, eh, en við erum nefnilega utan af landi og erum að fara á morgun.....
SESÖK: já, nei það er lokað! Því miður! (þessu var hreytt)
Ég:já, eh, .....ok.....
Hurð skellt!!!!!
What the fu** !!! Við vorum svo gáttuð að við lokuðum ekki munninum fyrr en við vorum komin langleiðina niður í bæ. Sár og svekkt! Og reið!
Eftir að hafa sagt nokkrum frá þessu hef ég fengið að heyra margar svona sögur af fólki sem hefur ekki komið á réttum tíma og verið vísað í burtu. Ein þeirra(sem kom einmitt utan af landi í helgarferð) sagði að kisukonan hefði sagt að ef fólk gæti ekki lagt á sig að koma á opnunartíma þá ætti það ekki skilið að fá kisu, eða eitthvað á þá leiðina. Sem sagt, ef ég get ekki tekið mér frí frá vinnu, flogið suður og mætt á milli 14-16 virka daga þá get ég ekki fengið kisu!!!!!! Þvílík og önnur eins vitleysa ! Arg hvað ég var reið.
Púff, hehe aðeins að losa. Þá er það búið:)
En þetta er orðin svo rosalega löng færsla að ég ætla að stoppa hér og skrifa meira seinna.
Túdulú
Harpa móðax4
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá ekkert smá rumsa, enda frá miklu að segja!! Hlökkum til að hitta ykkur þegar þið komið suður, kv Árelía, Gummi og litla sætust!!
árelia (IP-tala skráð) 6.10.2006 kl. 17:26
Til hamingju með litlu frænku. Hún er falleg og fín. Má nú eiga það ættin þín að ég hef ekki enn séð barn sem ekki er dásamlegt og fallegt :) Ég skal grípa kött með mér og taka með norður, þú kemur bara og tekur hann á Hólmavík ;)
Brynja (IP-tala skráð) 7.10.2006 kl. 20:05
Hæ hæ
Til hamingju með litlu frænku, hún er ekkert smá falleg og flott:) Held að þú eigir nú eftir að standa þig vel í að knúsast í kringum þessa litlu snúllu:) Ég kíki nú alltaf annað slagið á þig....Keep up the good work!
Bestu kveðjur úr Köben, María Ásgeirs.
María Ásgeirs (IP-tala skráð) 8.10.2006 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.