Komin heim! Harpa makeupartisti;)

Jæja þá er tveggja mánaða útlegð lokið. Tveir mánuðir eru ótrúlega fljótir að líða! Fyrir þá sem ekki vita var ég í Emm-school of makeup í Rvk. Jamm, semsagt, feministinn lærði að farða.... Þetta hefur verið draumur lengi, að læra förðun. Og loks varð hann að veruleika:) Þetta var frábært, ótrúlega gaman á flesta vegu. Skemmtilegir og geðveikt klárir kennarar sem kenndu mér fullt af kúl hlutum.

Ég fór keyrandi til Rvk strax eftir jólin og hef ekki stigið á vestfirska grundu fyrr en á síðasta mánudag. Haldiðasénú!

Og sagan hefst! 

Einu sinni var: við Sunneva, Billu, Loga og Sólstafadóttir keyrðum suður við undurfagra tónlist og í allt í lagi veðri. Sunna var skemmtilegur ferðafélagi, hún dj-aði og talaði við mig um heima og geima. Hæfileikarík og virkilega skörp stelpa sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Enda komin af góðu fólki;)

Þegar komið var heim til Árelíu og Gumma beið Íris Íslandsprinsessa eftir því að segja góða nótt við mig. 

Næstu tveir mánuðir liðu eins og hendi væri veifað.

Vinnan með stelpunum í Borgartúni 7 var geðveik! Vann sem sagt hjá Lögreglunni á höfuðborarsvæðinu á meðan ég var í Rvk. Yndislegar, skemmtilegar, ÓGEÐSLEGA fyndnar stelpur! Sibba, Dabba, Anna, Íris, Helga, Silja, Heiða, Inga Lára og Hafdís ég sakna ykkar svoooooooo mikið!!! Mikið hrikalega var gaman að vinna með ykkur. Ef ég kem suður kem ég pottþétt til ykkar aftur.

Skólinn: ÓMÆGOD, ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Kennararnir eru mjög pro og skemmtilegar. Sóley, María, Helga og gestakennararnir Sæunn, Anna Clausen, Lára, allt æðislegar stelpur. Mikið skemmti ég mér vel. Þegar ég var ekki að vinna eða í skólanum var ég að læra læra læra. Þetta var tveggja mánaða ströng törn en svo sick gaman að það hálfa væri nóg!

Kannski á ég eftir að skrifa meira um þessa svaðilför í borg óttans seinna en ég læt þetta duga í bili.

ps. ef ykkur vantar förðun þá er bara að hringja í 846 7487!!!!!!!!!!!!!!!!!

 

knúúúúúúúúúússssss

Harpa makeupartisti!!!!! vííííííííííííííí!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

híhíhí mundi sko hringja í þig ef þú værir ekki svona langt í burtu frá mér skvís

Frábært hjá þér að skella þér í að láta þennan gamla draum verða að veruleika.

knús á þig

Dísa Dóra, 15.3.2008 kl. 08:41

2 identicon

Velkomin heim, ég á sko örugglega eftir að láta þig mála mig einhvern tímann. Sjáumst í kvöld.

Magga Kristjáns (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 11:04

3 Smámynd: Helen Garðarsdóttir

Frábært hjá þér! ó já sammála Möggu.. maður fær þig örugglega eitthvern tímann að fá þig til að mála sig! Bið að heilsa!

Knús, Helen 

Helen Garðarsdóttir, 16.3.2008 kl. 18:35

4 identicon

Díta (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband