Fyren þú ert dauður...

Nei ég skal aldrei gleyma því að það varst þú sem eyðilagðir alt gott og hreint og fallegt sem ég átti í sálinni, með því að troðast eins og viðbjóðslegt kvikindi uppí rúmið okkar mömmu"...." sem var þá ekki annað en barn á tólfta ári, og ég er ekki búin að ná mér eftir það enn og næ mér aldrei meðan ég lifi, - þessi andstygð hefur ásótt mig í vöku og svefni altaf síðan, og þegar mig dreymir djöfulinn á næturnar þá ert það þú, þú - þú ert djöfullinn sjálfur og ég lifi aldrei, aldrei glaðan dag fyren ég veit að þú ert dauður" (Salka Valka, Halldór Laxnes, 1931, bls 166).

 

Mögnuð orð. Sérstaklega"þegar mig dreymir djöfulinn á næturnar þá ert það þú, þú - þú ert djöfullinn sjálfur og ég lifi aldrei, aldrei glaðan dag fyren ég veit að þú ert dauður"

Fjórir menn misnotuðu mig. Ég gleymi því aldrei þegar sá fyrsti drapst. Það var í kringum jól, ég sat inni stofu hjá foreldrum mínum. Mamma kom til mín, lagði Morgunblaðið fyrir framan mig og labbaði svo fram. Hún hafði sett blaðið niður opið á minningargreinunum. Þar voru ættingar hans að lofsama hann, manninn sem misnotaði mig lengi. Ógeðið sem lyktaði af sápu og elli. Þetta var á gamlársdag, ég fór á ball um kvöldið.

Þar hitti ég aðra stelpu sem ég vissi að hann hafði einnig misnotað. Hún kom til mín og sagði "í kvöld skulum við dansa á gröf hans" Við dönsuðum allt kvöldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Knús

Verst að oftar en ekki sleppa þessir %&#$ við nokkra refsingu.  Reyndar trúi ég á karma og trúi því að karma sjái um að refsa þeim þó í öðru lífi verði.

Dísa Dóra, 6.4.2008 kl. 11:07

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Eg er með svo mikla gæsahúð að ég get ekki skrifað neitt af viti.

Hugsaðu þér, að einhver geti framið á manni verknað, svo ljótan, að maður hati hann svo takmarkalaust. Það er stór glæpur að sá fræjum svo ljótra tilfinninga í manneskjum.

Salka Valka komst vel að orði. Og það gerir þú líka væna mín!

Ylfa Mist Helgadóttir, 7.4.2008 kl. 19:19

3 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Knús til þín, sterka kona!

Ég veit í gegn um dóttur mína að sennilega þá er aldrei hægt að  "klára" að vinna úr svona lífsreynslu!  En hef fulla trú á því að það hafi áhrif að halda umræðunni um misnotkun opinni!  Því hversu erfitt sem það er þá hlýtur fyrsta skrefið til sjálfshjálpar að vera það að sjá að það eru mennirnir sem fremja slíkan glæp sem eiga alla sökina, ekki þolendurnir, sem virðast þó alltaf vera fullar af sjálfsásökunum sem erfitt getur verið að losna við!

Sendi þér og hinum Sólstafakonunum baráttukveðjur!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 8.4.2008 kl. 16:28

4 Smámynd: Marsibil G Kristjánsdóttir

Ég hlakka til að dansa!

Kæra Sólstafa systir !

Marsibil G Kristjánsdóttir, 8.4.2008 kl. 23:54

5 identicon

Mig langar bara kæra Harpa að senda þér eitt stórt knús núna í kommenti :) KKKKNNNNÚÚÚÚÚSSSSS :) Þú ert svo frábær :) Og ég bið að heilsa honum Hlyni :)

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 23:33

6 identicon

ÚFFFF!!! Gæsahúð...Dansi dansi dúkkan mín...

Ólöf (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 13:27

7 identicon

Hvenær er næsta ferð í siðmenninguna? Langar á kaffihús og einn öllara eða svo;)

Hulda (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 10:35

8 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

næsta ferð í siðmenninguna verður eftir mánuð, þá fer ég á tvær ráðstefnur og borg óttans. Alþjóðleg ráðstefna sem Blátt áfram samtökin halda varðandi kynferðislegt ofbeldi á börnum og svo norræn ráðstefna um ofbeldi og vanrækslu á börnum.

Kem líklega seinnipartinn 14. maí og verð í viku:) jíbbííííí!!! Sjáumst þá snúlla!

Harpa Oddbjörnsdóttir, 15.4.2008 kl. 11:09

9 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Í borg óttans átti þetta að vera......

Harpa Oddbjörnsdóttir, 15.4.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • október
  • Maí
  • október
  • Maí
  • face-hooked2

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband