Hverjum eru vestfirskir fjölmiðlar að hlífa?

Undarlegt þykir mér að heyra ekki eða lesa bofs á/í vestfirskum fréttamiðlum um ákærurnar gegn sr. Gunnari Björnssyni, fyrrverandi sóknarpresti í Bolungarvík og Holti Önundarfirði. Hverjum er verið að hlífa eiginlega ?

Ímyndum okkur að  lagðar hefðu verið fram kærur á hendur honum vegna líkamsárása, efnahagsbrota, fíkniefnabrota, meiðyrða eða eitthvað álíka, hefðu vestfirskir miðlar tekið þá við sér?

Hann var mjög áberandi hér fyrir vestan á sínum tíma og fjarðafokið sem í kringum hann varð áður en hann fór á Selfoss gleymist ekki svo glatt. Hann gengdi líka fjölmörgum ábyrgðarstörfum í þau ár sem hann var hér og bar mikið á honum í tónlistarlífinu. Hér kemur smá upptalning á störfum hans á Vestfjörðum:

  • Settur sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli 3. okt. 1972 frá 1. s.m., vígður 15. s.m. og skipaður 8. nóv. 1973 frá l. s.m. Veitt lausn frá embætti frá 1. des. 1982.
  • Kallaður til embættis sóknarprests í Holti i Önundarfirði frá 1. sept. 1989, skipaður sóknarprestur þar frá 1. okt. 1990 til 31. mars 2000
  • Stundakennari við Grunnskóla Bolungarvíkur og Tónlistarskóla Bolungarvíkur 1972-82.
  • Kennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar 1973-82 og Tónlistarskóla Flateyrar 1991-94.
  • Í Kammersveit Vestfjarða frá stofnun 1974.
  • Söngstjóri Karlakórsins Ægis í Bolungarvík 1979-82 og Karlakórs Vestur-Ísfirðinga 1990.
  • Organisti og söngstjóri Flateyrarkirkju 1991-99.
  • Ritari í stjórn Prestafélags Vestfjarða 1973-78.
  • Formaður skólanefndar Bolungarvíkurkaupstaðar frá 1973 I mörg ár og sat í Fræðsluráði Vestfjarða 1974-82, þar af formaður 1980-82.
  • Varafulltrúi í bæjarstjórn Bolungarvíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1974-78.
  • Formaður Styrktarfélags vangefinna á Vestfjörðum 1976-80. 
  • Formaður Lionsklúbbs Önundarfjarðar 1996-97. 
  • Svæðisstjóri Lionshreyfingarinnar á Vestfjörðum 1999-2000.  *

Mér þykir fréttnæmt með eindæmum að þessi maður sæti þessum ákærum, hvort sem hann er sekur eða saklaus. Eru vestfirskir fjölmiðlar eins og t.d. www.skutull.iswww.bb.iswww.vikari.is (get ekki sagt til um svæðisútvarp Vestfjarða þar sem ég heyrði ekki útsendinguna í dag) of ragir við að fjalla um þetta mál? Ég spyr aftur, hverjum er verið að hlífa? 

 

*heimildir um starfsferil sr. Gunnar voru fengnar af vef Selfosskirkju


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg er ég sammála þér. Mér finnst líka umræðan öðruvísi en þegar svona brotamál koma upp. Ég man ekki til þess að hafa séð embættismann koma í fjölmiðla áður í svona umræðu og minna á það að menn eru saklausir þangað til sekt þeirra sé sönnuð fyrir dómi. Sama embættismann og hefur gengið fram með offorsi gagnvart fólki sem hefur ekki fengið að njóta þess vafa að vera saklaust þangað til dómur fellur í máli þeirra.

Ég verð því að taka undir með þér. Hverjum er eiginlega verið að hlífa??

 kv.erla k

Erla Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 19:50

2 identicon

En hvað með fréttina þar sem lögmaður prestins notar elstu brellu í heimi og kennir fórnarlömbunum um. En núna er það ekki þeim að kenna að þau viti ekki hvenær verið er að brjóta á þeim heldur eru það feministar sem koma því inn hjá börnum að hlýlegir menn séu perrar!Ég verð að segja að það sauð á mér þegar ég las þetta. Það er sko alveg klárt að það er ekki verið að reyna hlífa fórnarlömbunum  Hvaða menn eru það sem verja svona menn og hvað þá dæma þá? Eru þeir allir siðblindir?!!!

Thelma (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 20:08

3 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

"...veit ég ekki hvort það þjónar neinum tilgangi að velta sér upp úr þessu máli."

Mér þykir einmitt þjóna miklum tilgangi að tala um þessi mál og sjá þau á síðum fjölmiðlana, bæði á vef og pappír. Það hefur sýnt sig að með vaxandi umræðu fá þolendur kjark til þess að koma fram. Er ekki fjallað um þetta hér að því þetta er mál af þessum toga?????? Erum við virkilega ennþá stödd þar??

Harpa Oddbjörnsdóttir, 7.5.2008 kl. 10:36

4 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Já það gerir það nefnilega.

Ég hef sjálf ekki getað kært þar sem mín mál voru fyrnd svo ég hef ekki reynslu af því að þannig umfjöllum sé um mín mál í fjölmiðlum en ég get ímyndað mér að það sé ekki auðvelt. Þeir sjá þó að umræðan er nánast því á einn veg, almenningur áfellist GERANDANN, ekki þolandann. Það er nefnilega mjög algengt að þolendur kenni sjálfum sér um. Ég gerði það sjálf. Þangað til ég  lærði að ábyrgðin liggur ALLTAF hjá geranda. Það lærði ég af því að heyra sögur annarra t.d í fjölmiðlum. Vissi af þessu hugrakka fólki þarna úti.

Umærða hjálpar öðrum þolendum sem lifa í þögninni. Því meiri umræða því betra. Eins og ég sagði áðan, með vaxandi umræðu fá þolendur aukinn kjark til þess að segja frá.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 7.5.2008 kl. 15:08

5 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Eitt sem ég vil benda á áður en ég held þessari umræðu áfram. Það sem ég skrifa hér eru skoðanir mínar, ekki Sólstafa Vestfjarða. Þetta er mitt einkablogg og algjörlega aðskilið heimasíðu okkar sem vinna fyrir Sólstafi. Ég er alls ekki að svara fyrir hönd samtakanna enda erum við nokkrar í stjórn þess.  

----------------------------------------

Nei finnst það ekki vera rétt að birta myndir og nöfn þeirra sem liggja undir rannsókn í svona málum. Ég hef reyndar ekki kynnt mér það afhverju sumir eru nafngreindir en aðrir ekki. T.d. þær tvær rannsóknir sem ber mest á í fjölmiðlum núna varða sr. Gunnar og svo háskólaprófessorinn. Hann er ekki nafngreindur. Hversvegna veit ég ekki. Mega yfirvöld gefa upp starfsheiti viðkomandi og svo er bara giskað út frá því? Ekki gott að segja en ef einhver veit meira um hvernig þessum málum er háttað endilega látið heyra í ykkur. Ef svo er, að yfirvöld megi gefa upp starfsheiti, þá er ekkert skrítið að sr. Gunnar sé nafngreindur þar sem hann er eini sóknarpresturinn í þessu prestakalli.

Ég er líka 100% sammála þér um það að opna og víkka eigi umræðuna um þessi mál. Og að sjálfsögðu er þetta ekki eingöngu okkar mál, kvennana þ.e.a.s. Það er alltaf að koma meira og meira í ljós að karlmenn lenda töluvert í þessu, miklu meira heldur en flestir halda. Hingað til hafa rannsóknir sýnt að 1 af hverjum 5 stelpum og 1 af hverjum 10 strákum lendi í kynferðilegu ofbeldi. Persónulega held ég að þessar tölur séu ekki réttar, sérstaklega ekki hvað varðar strákana.

Eitt get ég sagt þér og ykkur að allsstaðar þar sem Sólstafir koma með fyrirlestra, hvort sem það er fyrir fullorðna eða unglinga, leggjum við alltaf sérstaka  áherslu á það að við stelpurnar "eigum ekki" þennan málaflokk. Alltaf hef ég t.d. nefn Mannlífsúttekt frá því í fyrra þar sem 5 verstu barnaníðingar landsins voru nafngreindir, sagt frá því hvar þeir búa og farið yfir "feril" þeirra. Allir þessir menn lögðust á drengi nær eingöngu. Og við erum að tala um hundruðir drengja samanlagt sem lent hafa í 5 einstaklingum. Ímyndið ykkur hve margir hafa lent í þessu fyrir utan þessa drengi! Hver er raunveruleg heildartala á öllu landinu? 

Harpa Oddbjörnsdóttir, 7.5.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband