Sönn saga úr dagbók björgunarsveitanna! Ég meig í mig af hlátri!!!

Eitt sitt hringdi karlmaður í Herdísi Storgaard fulltrúa slysavarnafélagsins í barnaslysavörunum og var mikið niðri fyrir. Baldur, ferjan milli Barðastrandar og Stykkishólms, væri hrein slysagildra fyrir börn. Rekkverkið á dekkinu væri alltof lágt og börn stundum gjörsamlega eftirlitslaus á þilfarinu. Hann færi oft með skipinu og hann hefði jafnvel séð til sumra barna prílandi upp í handriðið.

„En steininn tók þó fyrst úr í gær“ hélt maðurinn áfram. „það var kuldaþræsa og allir inni, eða það hélt ég.  Ég var að borða samloku þegar mér var allt í einu litið út um gluggann.  Sé þá ekki hvar krakki í þykkri kuldaúlpu með hettu var með annan fótinn upp í rekkverkinu og hallaði sér fram og horfði niður í sjóinn. Ég rýk út og þríf í barnið og dreg það inn í matsalinn og kalla: „ hver hérna inniá að sjá um þetta barn?“ Þá heyrist djúp karlmannsrödd innan úr úlpunni: “ Ég er nú hérna á eigin vegum. „ Þetta var þá dvergur!“ Nú tók maðurinn sér málkvíld til þess að ná andanum og hélt síðan áfram: „ þarna sérðu hvað ég er orðin órólegur útaf þessu hræðilega handriði.“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hreinn snillingur þessi....

GiR (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Góður!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 29.5.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband