Ég fékk yndisleg börn í heimsókn til mín á föstudaginn. Lísbet vinkona var með matarboð fyrir vinnufélaga og ég fékk englana á meðan.
Eftir vinnu sótti ég þessi fallegu börn sem voru það æst í að koma til mín að þau gleymdu nánast því að kveðja mömmu sína. Við fórum í Hamraborg og leigðum þar Enchanted og Ísöldina 2. Fórum svo í Samkaup og keyptum pylsur og grjón. Lísbet sagði mér að uppáhalds matur Harðar væri pylsur og Sara Emily elskar bleikan grjónagraut. Að sjálfsögðu gerði ég bæði til að spilla þeim! Lísbet lánaði mér bleikan matarlit fyrir grjónagrautinn svo allt yrði fullkomið. Hörður og Sara völdu sér líka ávexti í eftirrétt, Hörður valdi appelsínu og peru og Sara mandarínu. Þegar við komum að kassanum sá ég að Hörður hafði étið peruna til hálfs sem mér þótti ákaflega sniðugt því ég borgaði að sjálfsögðu minna fyrir hana þar sem hún dulítið léttari;) Sara hafði einnig tekið smá utan af mandarínunni sinni....
Þegar heim var komið eldaði ég á meðan þau horfðu á Enchanted, Herði þótti hún reyndar einum of prinsessuleg því hann sagði svona 1000 sinnum "núna mína" á meðan á myndinni stóð. Þessi stórkostlegu börn þykir mér ofurvænt um, svo falleg, einlæg og óendanlega skemmtileg. Enda er mamma þeirra ekki mjög leiðinleg eða ljót!
Flokkur: Bloggar | 31.5.2008 | 23:55 (breytt kl. 23:58) | Facebook
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.