Vá hvað það var gaman í dag maður!!! Shiiiiiiit!!!!!!
Planið var svona:
Fara í Bónus fyrir Ágústu
Mæta í kirkju kl 13 þar sem Dúddi Hafberg(Ágústu og Sævars)fengi nafn.
Hanga nið´r á höfn til kl 16:30 þar sem veislan átti ekki að byrja fyrr en þá.
Dagurinn fór svona!!!!!:
Árelía fékk far með mér og spændum við inn í Bónus þar sem klukkan var orðin alltof margt. Árelía hljóp um búðina og henti í körfuna, borgaði og setti í poka á nýju Íslandsmeti. Sirka 3 mín.
Brunuðum yfir á Flateyri og mættum sem betur fer í tæka tíð áður en tengdapabbi hringdi kirkjuklukkunum.
Veðmál fór í gang á heilögum kirkjubekkjunum á milli okkar frænknanna, hvort Dúddi yrði Sigurður eða ekki þar sem báðir afarnir heita Sigurður. Jón Þór(hennar Kolbrúnar frænku) var ekki par hrifinn af okkur, við værum í Guðs húsi. Heheheheh, hann er svo mikið krútt! Ég sem sagtlagði mína aura á Sigurður, tapaði..... Nafnið sem Dúddi fékk er sem sagt Matthías Máni. Matthías út í loftið og hann deilir Mána nafninum með Róberti Mána sem er sonur Írisar, systur Sævars. Flott nafn!!
Eftir athöfnina lá leiðin nið´r á höfn þar sem við ætluðum bara að horfa á herlegheitin.......RÆÆÆÆT!
Brekkustrákarnir(fyrir þá sem ekki vita þá er ég ættuð frá Brekku, Ingjaldsandi) kepptu í róðrakeppninni með Árelíu litlu systur mína sem stýrimann(já hún er hávær og orkumikil manneskja) Þeir töpuðu reyndar en náðu tímanum 1.36. MUNIÐ ÞESSA TÖLU Á MEÐAN ÞIÐ LESIÐ!
Þegar kom að því að hleypa konunum í bátana tilkynnti Siggi Habb(pabbi Sævars) að aðeins 1 konulið hefði skráð sig og auglýsti því eftir konum til að mynda nýtt lið.......Þá kom keppnisandinn fram í okkur Brekkukonum og við hóuðum saman í lið á 0,1.
Ég, Ágústa(með mjólk í brjóstum), Kolbrún(með mjólk í brjóstum), Rúna mamma Kolbrúnar, Guðný mamma Ágústu, Villa frænka tókum okkur árar í hönd og Árelía stóð í stafni og öskraði á okkur eins og henni einni er lagið. Við hrópuðum í takt" RÓ-RÓ-RÓ-KOMA SVO!-VIÐ TÖKUM ÞÆR!! og svo framvegis(vá ég er orðin æst af því að skrifa þetta!!!). Rúna rann og datt niður í bátinn en náði að halda í árina og koma sér aftur í takt. Villa datt held ég líka en náði sér á strik. Við, hinar ákveðnu, sterku, háværu, stoltu Brekkukonum unnum með glæsibrag!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Muniðið ennþá tíma karlanna? Jæja þeir voru með 1.36 slétt Við fenguð að vita okkar tíma: 1.36.39(sekúndubrot) Þeir voru 39 sekúndubrotunum fljótari! Ekki þykir mér það mikill munur þar sem maður er alinn upp við að karlarnir séu nú sterkara kynið......hmmmmm ;)
En dagurinn er ekki búinn.....
Við fengum að vita það eftir þennan stórkostlega sigur að okkur bæri skylda að taka þátt í reipitogskeppninni líka. Ekki málið! Við mössuðum þá keppni líka;) Strákarnir okkar töpuðu......
Þá tók við keppni í áti í veislunni miklu...nei djók, við náðum að hemja keppnisskapið þegar heim var komið en að sjálfsögðu fórum við vel yfir sigurgöngu okkar kvennanna oft, oft, oft, sérstaklega fyrir karlmennina.
Í verðlaun fyrir sigurinn fengum við glæsilegann farandbikar sem mun eiga heima á Brekku í sumar;)
GIRLPOWER RULES!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ps. Matthías Máni og Matthildur María(Kolbrúnar og Jónsdóttir) fengu sitthvoran M&M pokann að gjöf frá okkur Árelíu, M&M og M&M....gerrit?
Flokkur: Bloggar | 1.6.2008 | 22:06 (breytt kl. 22:41) | Facebook
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Harpa, þú ert svo svöl.
Ánægð með það þegar vinkonure mínar sem ég er farin að halda a ðséu skræfur afsanna það og eru svona svalar eins og þú......
Er ekki næsta skref að koma með mér í fóybolta á þriðjudagskvöldið??
Lísbet (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 09:55
Til hamingju með bikarinn!
Gott að eiga góðan dag!
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 2.6.2008 kl. 11:18
Falleg nöfn Matthildur og Matthías. Ég átti að heita Matthías en það þótti ekki við hæfi fyrir stúlkubarn árið 1965 og var því gefið nafnið Matthildur.
Til hamingju með árangurinn Harpa, það er ekki að því að spyrja þegar Mýrhreppingar taka sig til.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 2.6.2008 kl. 15:06
ó já!
Halla Signý (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.